Hvernig framtíðarborg viltu sjá? Þór Elís Pálsson skrifar 20. maí 2018 16:38 „Meirihluti fjármagnseigenda“ er réttara að nefna borgarmeirihlutann. Ljóst er að hann fylgir ekki þeirri jafnaðarstefnu sem hann gefur sig út fyrir að gera. Jafnaðarstefnan er ekki sjáanleg nokkurs staðar í borginn. Lítum á húsnæðismálin, þar sem stefna meirihlutans einkennist af því að hygla gróðafyrirtækjum sem byggja og kaupa eignir á miðsvæði borgarinnar til þess eins að ná út hámarks gróða. ,,Þétting byggðar‘‘ er það kallað. Hverjir standa svo undir þessum milljarða gróða þeirra, jú það eru Reykvíkingar sem þurfa auðvitað húsaskjól fyrir sig og sína. Það húsnæði sem nú er í leigu hækkar stöðugt, hagnaðarkrafan er einvörðungu þeirra markmið. Á viðskiptamáli gróðravon, á mannamáli græðgi. Við sjáum nú húsnæði sem öflug stórfyrirtæki eru að byggja rándýrt og ekki á færi almennra borgara að ráða við, það er deginum ljósara. Þetta er stefna núverandi meirihluta, hvernig sem hann reynir að hrista hana af sér nú korteri í kosningar. Á kosningafundum hér og þar um borgina stærir meirihlutinn sig að hafa staðið vaktina í langa tíma og er greinilega staurblindur á raunveruleikann eins og hann blasir nú við. Við sem búum í borginni viljum sjá góða, fallega og spennandi borg, en ekki þessa eyðileggingu. Þær eru sorglegar framkvæmdirnar í miðborginni, dýrasta og glæsilegasta hús borgarinnar hverfur brátt sjónum. Harpan stolt borgarinnar, er okkar skrautfjöður. Óperuhús og tónlistarhallir eru frægar um víða veröld, það er Harpan líka. Hvað hefur svo gerst hjá núverandi meirihluta? Það er verið að múra hana inni, þannig að eftir, ekki svo langan tíma, verður aðeins hægt að líta hana augum, með Ingólfi efst á Arnarhóli eða úti á sjó. Hið magnaða ljósaspil á kvöldin hverfur þeim sem rölta um miðbæinn, en aðeins mun blasa við kassalaga hrúgöld sem samt eru svo dýrt byggð að nánast enginn hefur efni á, jafnvel íslensku millarnir þurfa að hafa fyrir því að snara fram rúmum 400 miljónum kr. sem er víst verðmiðinn sé á þessum eignum. Hverjir eru það sem kaupa? Líklega erlendir auðmenn sem heimsækja borgina endrum og sinnum. Þess í milli standa þessar tildureignir tómar. Hinir útlendingarnir, sem auðvita eru velkomnir og vilja skoða okkar fallega land og njóta menningarinnar í borginni eru smátt og smátt að ná yfirhöndinni í miðborginni með Airb&b væðingu hennar. Afleiðingin er þegar komin í ljós, borgarbúar eru að hrekjast út í önnur hverfi borgarinnar og önnur sveitafélög. Þetta er allt að gerst á vakt núverandi meirihluta í Reykjavík. Unga fólkið vill gjarnan búa miðsvæðis, þar er t.d. stutt í háskóla borgarinnar og aðrar menntastofnanir, það vill ekki eiga bíl og vill vera í göngufæri við allt og alla. Ef heldur sem horfir hrekjast þau út í úthverfin og önnur sveitafélög, verða að eiga bíl og kaffihúsin verða þeim aðeins draumsýn. Er þetta framtíðar borgin okkar? Svarið er örugglega nei hjá þorra borgarbúa. Snúum dæminu við og það getum við gert á laugardaginn 26. maí n.k. Síðustu vangaveltur stjórnmálaspekinga sýna að minni framboðin í Reykjavík geti breytt landslaginu verulega. Flokkur fólksins er eina aflið í þessum hópi sem er með rödd á Alþingi og það sterka. Ljáðu honum einnig rödd í borginni og við munum aldrei sofna á vaktinni. Við viljum útrýma óréttlæti, mismunun og fátækt. Flokkur fólksins, FÓLKIÐ FYRST.Höf: Þór Elís Pálsson, skipar 4. sæti Flokks fólksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
„Meirihluti fjármagnseigenda“ er réttara að nefna borgarmeirihlutann. Ljóst er að hann fylgir ekki þeirri jafnaðarstefnu sem hann gefur sig út fyrir að gera. Jafnaðarstefnan er ekki sjáanleg nokkurs staðar í borginn. Lítum á húsnæðismálin, þar sem stefna meirihlutans einkennist af því að hygla gróðafyrirtækjum sem byggja og kaupa eignir á miðsvæði borgarinnar til þess eins að ná út hámarks gróða. ,,Þétting byggðar‘‘ er það kallað. Hverjir standa svo undir þessum milljarða gróða þeirra, jú það eru Reykvíkingar sem þurfa auðvitað húsaskjól fyrir sig og sína. Það húsnæði sem nú er í leigu hækkar stöðugt, hagnaðarkrafan er einvörðungu þeirra markmið. Á viðskiptamáli gróðravon, á mannamáli græðgi. Við sjáum nú húsnæði sem öflug stórfyrirtæki eru að byggja rándýrt og ekki á færi almennra borgara að ráða við, það er deginum ljósara. Þetta er stefna núverandi meirihluta, hvernig sem hann reynir að hrista hana af sér nú korteri í kosningar. Á kosningafundum hér og þar um borgina stærir meirihlutinn sig að hafa staðið vaktina í langa tíma og er greinilega staurblindur á raunveruleikann eins og hann blasir nú við. Við sem búum í borginni viljum sjá góða, fallega og spennandi borg, en ekki þessa eyðileggingu. Þær eru sorglegar framkvæmdirnar í miðborginni, dýrasta og glæsilegasta hús borgarinnar hverfur brátt sjónum. Harpan stolt borgarinnar, er okkar skrautfjöður. Óperuhús og tónlistarhallir eru frægar um víða veröld, það er Harpan líka. Hvað hefur svo gerst hjá núverandi meirihluta? Það er verið að múra hana inni, þannig að eftir, ekki svo langan tíma, verður aðeins hægt að líta hana augum, með Ingólfi efst á Arnarhóli eða úti á sjó. Hið magnaða ljósaspil á kvöldin hverfur þeim sem rölta um miðbæinn, en aðeins mun blasa við kassalaga hrúgöld sem samt eru svo dýrt byggð að nánast enginn hefur efni á, jafnvel íslensku millarnir þurfa að hafa fyrir því að snara fram rúmum 400 miljónum kr. sem er víst verðmiðinn sé á þessum eignum. Hverjir eru það sem kaupa? Líklega erlendir auðmenn sem heimsækja borgina endrum og sinnum. Þess í milli standa þessar tildureignir tómar. Hinir útlendingarnir, sem auðvita eru velkomnir og vilja skoða okkar fallega land og njóta menningarinnar í borginni eru smátt og smátt að ná yfirhöndinni í miðborginni með Airb&b væðingu hennar. Afleiðingin er þegar komin í ljós, borgarbúar eru að hrekjast út í önnur hverfi borgarinnar og önnur sveitafélög. Þetta er allt að gerst á vakt núverandi meirihluta í Reykjavík. Unga fólkið vill gjarnan búa miðsvæðis, þar er t.d. stutt í háskóla borgarinnar og aðrar menntastofnanir, það vill ekki eiga bíl og vill vera í göngufæri við allt og alla. Ef heldur sem horfir hrekjast þau út í úthverfin og önnur sveitafélög, verða að eiga bíl og kaffihúsin verða þeim aðeins draumsýn. Er þetta framtíðar borgin okkar? Svarið er örugglega nei hjá þorra borgarbúa. Snúum dæminu við og það getum við gert á laugardaginn 26. maí n.k. Síðustu vangaveltur stjórnmálaspekinga sýna að minni framboðin í Reykjavík geti breytt landslaginu verulega. Flokkur fólksins er eina aflið í þessum hópi sem er með rödd á Alþingi og það sterka. Ljáðu honum einnig rödd í borginni og við munum aldrei sofna á vaktinni. Við viljum útrýma óréttlæti, mismunun og fátækt. Flokkur fólksins, FÓLKIÐ FYRST.Höf: Þór Elís Pálsson, skipar 4. sæti Flokks fólksins í Reykjavík
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar