Mengandi bílar myndu hækka mest í verði með nýjum mengunarstaðli Kjartan Kjartansson skrifar 24. maí 2018 10:00 Bílgreinasambandið hefur varað við því að nýir bílar gætu hækkað verulega í verði ef nýir umhverfisstaðlar verða notaðir til að ákvarða vörugjöld. Vísir/Vilhelm Ef íslensk stjórnvöld ákveða að styðjast við nýjan og hertan mengunarstaðal fyrir bíla við ákvörðun vörugjalds hefði það engin áhrif á verð bíla sem hafa lága skráða losun eða þar sem lítill munur er á losun eftir stöðlum. Bílgreinasambandið segir að verð á nýjum innfluttum bílum hækki um 20-30% ef tillögur um herta staðla ganga eftir. Evrópusambandið tekur upp nýjan staðal um losun koltvísýrings og annara mengandi efna frá bifreiðum í haust. Nýi staðallinn, svonefndur WLTP-staðall, hefur verið lengi í smíðum eða allt frá því að eftirlitsstofnanir gerðu sér grein fyrir því að bílar menguðu meira í akstri en eldri staðallinn gaf til kynna. Samband þýska bílaiðnaðarins áætlar að metin koltvísýringslosun bíla muni aukast um 22% að meðaltali með nýja staðlinum. Bílaframleiðandinn BMW telur að losun bíla hans gæti aukist um allt að 14% samkvæmt WLPT-staðlinum miðað við gamla NEDC-staðalinn og Volkswagen býst við um 15% aukningu, að því er segir í frétt bílatímaritsins Autocar. Nýi staðallinn á að taka gildi í tveimur áföngum í september á þessu ári og því næsta.Vörugjöld fara eftir útblæstri bíla Á Íslandi taka vörugjöld sem lögð eru á innflutning nýrra bíla mið af losun þeirra samkvæmt NEDC-staðlinum. Þau eru lögð á í tíu þrepum eftir magni koltvísýrings sem bílarnir losa til þess að sporna við losun gróðurhúsalofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun. Þannig bera bílar sem losa innan við 80 grömm af koltvísýringi á kílómetra engin vörugjöld. Vörugjaldið getur mest numið 65% af tollverði bíls ef losunin fer yfir 250 grömm á kílómetra. Jón Trausti Ólafsson, formaður Bílgreinasambands Íslands, lýsti áhyggjum sínum af því að nýir bílar gætu hækkað um allt að 20-30% í verði þegar nýi WLPT-staðallinn tekur gildi nema stjórnvöld grípi til mótvægisaðgerða í fjölmiðlum í síðustu viku. Taldi hann þá verðhækkun geta fælt neytendur frá því að kaupa sér nýja og sparneytnari bíla og dregið úr sölu nýrra bíla. Þeir myndu þá frekar leita í eldri bíla sem losa meira því nýi losunarstaðallinn mun aðeins gilda um nýja bíla.Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.Vísir/VilhelmÓlík áhrif af hertum stöðlum Ekkert hefur þó enn verið ákveðið um hvort miðað verði við nýja WLPT-staðalinn við ákvörðun vörugjalda á bíla. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, hefur sagt að það væri ekki í samræmi við tilgang laga um vörugjöld ef verð á bílum hækkaði mikið vegna nýrra mengunarstaðla. Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir fjármálaráðuneytið að ályktanir Bílgreinasambandsins byggist á þeim forsendum að innkaupsverð bifreiða muni hækka vegna þess að kröfur um leyfilegt magn ýmissa mengandi efna og efnisagna frá bifreiðum hafi verið hertar og hins vegar að skattar muni hækka þar sem skráðar upplýsingar um koltvísýringslosun frá bifreiðum muni breytast við upptöku WLTP-staðals vegna mats á koltvísýringslosun í akstri. Ráðuneytið segir hins vegar ljóst að munurinn sem verður á losunargildum bifreiða á milli nýrri og eldri staðalsins verði afar mismunandi. Þannig verði bílar sem losa lítið ekki fyrir áhrifum. „Verði tekin sú ákvörðun að WLTP-losunargildi komi í stað NEDC-losunargildis við ákvörðun vörugjalds að óbreyttu hefði það engin áhrif í tilviki bifreiða sem hafa lága skráða losun og bifreiða þar sem lítill munur er milli losunargilda,“ segir í svari ráðuneytisins. Þá telur ráðuneytið að breytt kauphegðun og framleiðsluhættir kynnu að hafa veruleg áhrif, að minnsta kosti til lengri tíma litið. Í því sambandi bendir ráðuneytið á að meðallosun nýskráðra einkabifreiða lækkaði úr 160 g/km í 117 g/km á árabilinu 2011–2017 með verulega jákvæðum áhrifum á skattbyrði neytenda og umhverfið. Hugmynd um að herða kröfur um losun Starfshópur um endurskoðun skattlagningar ökutækja og eldsneytis vinnur nú að frágangi skýrslu til ráðherra þar sem gerðar eru tillögur sem tengjast vörugjaldinu og tengingu þess við losun bifreiða. Hópurinn leggur til að skattlagning á öflun ökutækja verði byggð á gildandi fyrirkomulagi og hvati til samdráttar koltvísýringslosunar verði efldur. Þannig verði áfram miðað við skráða losun koltvísýrings við ákvörðun skatta á innkaupaverð bíla, að því er segir í drögum að skýrslu hópsins. Þar er meðal annars lagt til að kröfur um losun verði hertar við ákvörðun vörugjalda á næstu árum. Þá er lagt til að mörk skattlagningar koltvísýrings verði samræmd markmiðum sem evrópskum bílaframleiðendum er ætlað að ná. Þar er nefndur sá fyrirvari að upptaka WLPT-staðalsins muni kalla á aðlögun skattlagningar þar sem kröfur til bílaframleiðenda byggi nú á eldri NEDC-staðlinum.Jón Trausti Ólafsson framkvæmdastjóri bílaumboðsins Öskju og formaður Bílgreinasambandsins.Vísir/Stöð 2Nokkrir samliggjandi þættir gætu hækkað verð Jón Trausti segir við Vísi að það sé ekki aðeins breytingin á stöðlum um koltvísýringslosun sem gæti hækkað verð á nýjum bílum. Starfshópurinn leggi til að breyta þrepum vörugjaldsins þannig að hert sé á kröfum um koltvísýringslosun. Þá sé nú einnig að taka gildi nýir mengunarstaðlar hjá Evrópusambandinu sem muni auka framleiðslukostnað bíla og þannig innkaupaverð þeirra. „Þetta eru nokkrir samliggjandi þættir sem eru að koma á sama tíma. Þeir geta þýtt samanlagt hækkun á vörugjöldum upp á 30-35%,“ segir Jón Trausti sem er jafnframt framkvæmdastjóri bílaumboðsins Öskju. Hann segir Bílgreinasambandið hins vegar ekki hafa nákvæma sýn yfir það ennþá hvernig mögulega breytt vörugjöld gætu lagst á ólíkar tegundir bíla enda séu endanleg gildi samkvæmt nýjum losunarstaðli ekki komin frá framleiðendum. Vísbendingar séu hins vegar um að aukning mældrar losunar geti verið frá 15 og yfir 20% miðað við eldri staðalinn. „Ég get alveg ímyndað mér það að þetta hafi meiri áhrif á bíla sem losa meira mögulega sem er í sjálfu sér ekki óeðlilegt því það er eðlilegt að þeir framleiðendur sem hafa lagt sig fram um það að minnka útblástur og mengun frá bílum njóti góðs af því með lægri tollum,“ segir Jón Trausti. Varar hann þó við því að sambandið telji að allir bílar muni hækka nokkuð jafnt í verði þar sem losun allra bensín-, dísil- og tvinnbíla hækki samkvæmt nýja staðlinum.Brunahreyflar bensín- og dísilbíla blása frá sér koltvísýringi, gróðurhúsalofttegund sem veldur loftslagsbreytingum á jörðinni.Vísir/AFPTelur mótvægisaðgerðir ekki bitna á loftslagsaðgerðum Markmið Evrópusambandsins með nýju losunarstöðlunum var ekki að hækka verð á bílum heldur tryggja að eigendur þeirra fengju réttar tölur um losun þeirra, að sögn Jóns Trausta. Hann vísar til fordæmis dönsku ríkisstjórnarinnar sem hefur lagt fram frumvarp sem felur í reynd í sér að áfram yrði miðað við eldri staðla um losun koltvísýrings við ákvörðun gjalda á bíla. Jón Trausti segir að markmiðið í Danmörku sé að tryggja að nýjasta tækni skili sér út á markaðinn og verð á bílum til neytenda hækki ekki. Tilgangur þess að tengja vörugjöld á bifreiðar við losun þeirra á koltvísýringi er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Jón Trausti telur ekki að það kæmi ekki niður á því markmiði ef ríkisstjórnin ákvæði að grípa til mótvægisaðgerða gegn mögulegri hækkun vörugjalda á nýja bíla. Vörugjaldakerfið í dag skapi hvata til að fólk kaupi sparneytnustu bensín- og dísilbílana. Jón Trausti segir Bílgreinasambandið ekki leggja til að leggja niður það kerfi heldur aðeins að hliðra þrepunum eftir kolefnislosun til að jafna út nýjar mælingar. „Við viljum að það verði þannig áfram. Við erum ekki að hvetja til þess að draga úr þessum hvötum, við viljum frekar að þeir verði auknir. En við erum líka að segja að almennt sé verið að leggja til að hækka öll vörugjöld gríðarlega. Ef menn ætla að nota þessa nýju mælingu þá eru menn að horfa fram hjá bestu tvinnbílunum, bestu dísilbílunum, bestu bensínbílunum og segja kauptu frekar ársgamlan bíl innfluttan og notaðan sem er með gömlu mæliaðferðina,“ segir Jón Trausti.Hertur mengunarstaðall hefði ekki áhrif á vörugjald af rafbílum þar sem þeir losa ekki koltvísýring í akstri. Vörugjöldin eru miðuð við losun bíla.Vísir/VilhelmFærir fólk í sparneytnari bíla, rafbíla og meiri nýtingu Jóhann G. Ólafsson, formaður Rafbílasambands Íslands, segir hins vegar að með nýjum mengunarstöðlum gefi raunsærri mynd af losun bíla. Þrátt fyrir varnaðarorð Bílgreinasambandsins um að hertir staðlar geti fælt fólk frá sparneytnari og umhverfisvænni bílum þá séu það einmitt þeir bílar sem hækki líklega minnst í verði ef ákveðið verður að miða við nýju staðlana. Hann bendir á að nýir mengunarstaðlar hefðu ekki áhrif á verð rafbíla þar sem koltvísýringslosun þeirra sé þegar í núlli. Hækki bílar með brunahreyfli muni fólk frekar halla sér að rafbílum eða kaupa sér notaða bíla. Hvoru tveggja sé til þess fallið að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. „Það er ekki verra að það sé farið út í rafbíla og notaða bíla því þá ertu að nýta það sem búið er að framleiða, það sem þegar er búið að menga, betur. Mengun vegna framleiðslu bílsins dreifist yfir fleiri kílómetra,“ segir Jóhann. Neytendur leiti alltaf í þá kosti sem séu hagstæðastir fyrir þá. Hærri vörugjöld með hertum stöðlum hvetti fólk til þess að velja umhverfisvænni bíla. „Þessi hækkun mun bara koma fólki í sparneytnari bíla, rafmagnsbíla eða nýta bíla betur þannig að ég sé ekkert neikvætt við þessa hækkun,“ segir hann. Fréttaskýringar Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Verð á nýjum bílum gæti hækkað um 20 til 30 prósent Líkur eru á því að verð á nýjum bílum hækki um allt að 20 til 30 prósent á næstunni grípi stjórnvöld ekki til mótvægisaðgerða. Þetta er mat bílgreinasambandsins vegna nýs alþjóðlegs mengunarstaðals sem tekur gildi 1. september. 12. maí 2018 14:30 Gagnstætt anda laganna ef breyting á mengunarstaðli stórhækkar bílverð Stórfelld verðhækkun á bílum vegna evrópskra staðlabreytinga væri ekki í samræmi við tilgang vörugjaldslaga, að mati fjármálaráðherra, sem segir eðlilegt að brugðist verði við slíku. 15. maí 2018 22:15 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Ef íslensk stjórnvöld ákveða að styðjast við nýjan og hertan mengunarstaðal fyrir bíla við ákvörðun vörugjalds hefði það engin áhrif á verð bíla sem hafa lága skráða losun eða þar sem lítill munur er á losun eftir stöðlum. Bílgreinasambandið segir að verð á nýjum innfluttum bílum hækki um 20-30% ef tillögur um herta staðla ganga eftir. Evrópusambandið tekur upp nýjan staðal um losun koltvísýrings og annara mengandi efna frá bifreiðum í haust. Nýi staðallinn, svonefndur WLTP-staðall, hefur verið lengi í smíðum eða allt frá því að eftirlitsstofnanir gerðu sér grein fyrir því að bílar menguðu meira í akstri en eldri staðallinn gaf til kynna. Samband þýska bílaiðnaðarins áætlar að metin koltvísýringslosun bíla muni aukast um 22% að meðaltali með nýja staðlinum. Bílaframleiðandinn BMW telur að losun bíla hans gæti aukist um allt að 14% samkvæmt WLPT-staðlinum miðað við gamla NEDC-staðalinn og Volkswagen býst við um 15% aukningu, að því er segir í frétt bílatímaritsins Autocar. Nýi staðallinn á að taka gildi í tveimur áföngum í september á þessu ári og því næsta.Vörugjöld fara eftir útblæstri bíla Á Íslandi taka vörugjöld sem lögð eru á innflutning nýrra bíla mið af losun þeirra samkvæmt NEDC-staðlinum. Þau eru lögð á í tíu þrepum eftir magni koltvísýrings sem bílarnir losa til þess að sporna við losun gróðurhúsalofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun. Þannig bera bílar sem losa innan við 80 grömm af koltvísýringi á kílómetra engin vörugjöld. Vörugjaldið getur mest numið 65% af tollverði bíls ef losunin fer yfir 250 grömm á kílómetra. Jón Trausti Ólafsson, formaður Bílgreinasambands Íslands, lýsti áhyggjum sínum af því að nýir bílar gætu hækkað um allt að 20-30% í verði þegar nýi WLPT-staðallinn tekur gildi nema stjórnvöld grípi til mótvægisaðgerða í fjölmiðlum í síðustu viku. Taldi hann þá verðhækkun geta fælt neytendur frá því að kaupa sér nýja og sparneytnari bíla og dregið úr sölu nýrra bíla. Þeir myndu þá frekar leita í eldri bíla sem losa meira því nýi losunarstaðallinn mun aðeins gilda um nýja bíla.Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.Vísir/VilhelmÓlík áhrif af hertum stöðlum Ekkert hefur þó enn verið ákveðið um hvort miðað verði við nýja WLPT-staðalinn við ákvörðun vörugjalda á bíla. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, hefur sagt að það væri ekki í samræmi við tilgang laga um vörugjöld ef verð á bílum hækkaði mikið vegna nýrra mengunarstaðla. Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir fjármálaráðuneytið að ályktanir Bílgreinasambandsins byggist á þeim forsendum að innkaupsverð bifreiða muni hækka vegna þess að kröfur um leyfilegt magn ýmissa mengandi efna og efnisagna frá bifreiðum hafi verið hertar og hins vegar að skattar muni hækka þar sem skráðar upplýsingar um koltvísýringslosun frá bifreiðum muni breytast við upptöku WLTP-staðals vegna mats á koltvísýringslosun í akstri. Ráðuneytið segir hins vegar ljóst að munurinn sem verður á losunargildum bifreiða á milli nýrri og eldri staðalsins verði afar mismunandi. Þannig verði bílar sem losa lítið ekki fyrir áhrifum. „Verði tekin sú ákvörðun að WLTP-losunargildi komi í stað NEDC-losunargildis við ákvörðun vörugjalds að óbreyttu hefði það engin áhrif í tilviki bifreiða sem hafa lága skráða losun og bifreiða þar sem lítill munur er milli losunargilda,“ segir í svari ráðuneytisins. Þá telur ráðuneytið að breytt kauphegðun og framleiðsluhættir kynnu að hafa veruleg áhrif, að minnsta kosti til lengri tíma litið. Í því sambandi bendir ráðuneytið á að meðallosun nýskráðra einkabifreiða lækkaði úr 160 g/km í 117 g/km á árabilinu 2011–2017 með verulega jákvæðum áhrifum á skattbyrði neytenda og umhverfið. Hugmynd um að herða kröfur um losun Starfshópur um endurskoðun skattlagningar ökutækja og eldsneytis vinnur nú að frágangi skýrslu til ráðherra þar sem gerðar eru tillögur sem tengjast vörugjaldinu og tengingu þess við losun bifreiða. Hópurinn leggur til að skattlagning á öflun ökutækja verði byggð á gildandi fyrirkomulagi og hvati til samdráttar koltvísýringslosunar verði efldur. Þannig verði áfram miðað við skráða losun koltvísýrings við ákvörðun skatta á innkaupaverð bíla, að því er segir í drögum að skýrslu hópsins. Þar er meðal annars lagt til að kröfur um losun verði hertar við ákvörðun vörugjalda á næstu árum. Þá er lagt til að mörk skattlagningar koltvísýrings verði samræmd markmiðum sem evrópskum bílaframleiðendum er ætlað að ná. Þar er nefndur sá fyrirvari að upptaka WLPT-staðalsins muni kalla á aðlögun skattlagningar þar sem kröfur til bílaframleiðenda byggi nú á eldri NEDC-staðlinum.Jón Trausti Ólafsson framkvæmdastjóri bílaumboðsins Öskju og formaður Bílgreinasambandsins.Vísir/Stöð 2Nokkrir samliggjandi þættir gætu hækkað verð Jón Trausti segir við Vísi að það sé ekki aðeins breytingin á stöðlum um koltvísýringslosun sem gæti hækkað verð á nýjum bílum. Starfshópurinn leggi til að breyta þrepum vörugjaldsins þannig að hert sé á kröfum um koltvísýringslosun. Þá sé nú einnig að taka gildi nýir mengunarstaðlar hjá Evrópusambandinu sem muni auka framleiðslukostnað bíla og þannig innkaupaverð þeirra. „Þetta eru nokkrir samliggjandi þættir sem eru að koma á sama tíma. Þeir geta þýtt samanlagt hækkun á vörugjöldum upp á 30-35%,“ segir Jón Trausti sem er jafnframt framkvæmdastjóri bílaumboðsins Öskju. Hann segir Bílgreinasambandið hins vegar ekki hafa nákvæma sýn yfir það ennþá hvernig mögulega breytt vörugjöld gætu lagst á ólíkar tegundir bíla enda séu endanleg gildi samkvæmt nýjum losunarstaðli ekki komin frá framleiðendum. Vísbendingar séu hins vegar um að aukning mældrar losunar geti verið frá 15 og yfir 20% miðað við eldri staðalinn. „Ég get alveg ímyndað mér það að þetta hafi meiri áhrif á bíla sem losa meira mögulega sem er í sjálfu sér ekki óeðlilegt því það er eðlilegt að þeir framleiðendur sem hafa lagt sig fram um það að minnka útblástur og mengun frá bílum njóti góðs af því með lægri tollum,“ segir Jón Trausti. Varar hann þó við því að sambandið telji að allir bílar muni hækka nokkuð jafnt í verði þar sem losun allra bensín-, dísil- og tvinnbíla hækki samkvæmt nýja staðlinum.Brunahreyflar bensín- og dísilbíla blása frá sér koltvísýringi, gróðurhúsalofttegund sem veldur loftslagsbreytingum á jörðinni.Vísir/AFPTelur mótvægisaðgerðir ekki bitna á loftslagsaðgerðum Markmið Evrópusambandsins með nýju losunarstöðlunum var ekki að hækka verð á bílum heldur tryggja að eigendur þeirra fengju réttar tölur um losun þeirra, að sögn Jóns Trausta. Hann vísar til fordæmis dönsku ríkisstjórnarinnar sem hefur lagt fram frumvarp sem felur í reynd í sér að áfram yrði miðað við eldri staðla um losun koltvísýrings við ákvörðun gjalda á bíla. Jón Trausti segir að markmiðið í Danmörku sé að tryggja að nýjasta tækni skili sér út á markaðinn og verð á bílum til neytenda hækki ekki. Tilgangur þess að tengja vörugjöld á bifreiðar við losun þeirra á koltvísýringi er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Jón Trausti telur ekki að það kæmi ekki niður á því markmiði ef ríkisstjórnin ákvæði að grípa til mótvægisaðgerða gegn mögulegri hækkun vörugjalda á nýja bíla. Vörugjaldakerfið í dag skapi hvata til að fólk kaupi sparneytnustu bensín- og dísilbílana. Jón Trausti segir Bílgreinasambandið ekki leggja til að leggja niður það kerfi heldur aðeins að hliðra þrepunum eftir kolefnislosun til að jafna út nýjar mælingar. „Við viljum að það verði þannig áfram. Við erum ekki að hvetja til þess að draga úr þessum hvötum, við viljum frekar að þeir verði auknir. En við erum líka að segja að almennt sé verið að leggja til að hækka öll vörugjöld gríðarlega. Ef menn ætla að nota þessa nýju mælingu þá eru menn að horfa fram hjá bestu tvinnbílunum, bestu dísilbílunum, bestu bensínbílunum og segja kauptu frekar ársgamlan bíl innfluttan og notaðan sem er með gömlu mæliaðferðina,“ segir Jón Trausti.Hertur mengunarstaðall hefði ekki áhrif á vörugjald af rafbílum þar sem þeir losa ekki koltvísýring í akstri. Vörugjöldin eru miðuð við losun bíla.Vísir/VilhelmFærir fólk í sparneytnari bíla, rafbíla og meiri nýtingu Jóhann G. Ólafsson, formaður Rafbílasambands Íslands, segir hins vegar að með nýjum mengunarstöðlum gefi raunsærri mynd af losun bíla. Þrátt fyrir varnaðarorð Bílgreinasambandsins um að hertir staðlar geti fælt fólk frá sparneytnari og umhverfisvænni bílum þá séu það einmitt þeir bílar sem hækki líklega minnst í verði ef ákveðið verður að miða við nýju staðlana. Hann bendir á að nýir mengunarstaðlar hefðu ekki áhrif á verð rafbíla þar sem koltvísýringslosun þeirra sé þegar í núlli. Hækki bílar með brunahreyfli muni fólk frekar halla sér að rafbílum eða kaupa sér notaða bíla. Hvoru tveggja sé til þess fallið að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. „Það er ekki verra að það sé farið út í rafbíla og notaða bíla því þá ertu að nýta það sem búið er að framleiða, það sem þegar er búið að menga, betur. Mengun vegna framleiðslu bílsins dreifist yfir fleiri kílómetra,“ segir Jóhann. Neytendur leiti alltaf í þá kosti sem séu hagstæðastir fyrir þá. Hærri vörugjöld með hertum stöðlum hvetti fólk til þess að velja umhverfisvænni bíla. „Þessi hækkun mun bara koma fólki í sparneytnari bíla, rafmagnsbíla eða nýta bíla betur þannig að ég sé ekkert neikvætt við þessa hækkun,“ segir hann.
Fréttaskýringar Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Verð á nýjum bílum gæti hækkað um 20 til 30 prósent Líkur eru á því að verð á nýjum bílum hækki um allt að 20 til 30 prósent á næstunni grípi stjórnvöld ekki til mótvægisaðgerða. Þetta er mat bílgreinasambandsins vegna nýs alþjóðlegs mengunarstaðals sem tekur gildi 1. september. 12. maí 2018 14:30 Gagnstætt anda laganna ef breyting á mengunarstaðli stórhækkar bílverð Stórfelld verðhækkun á bílum vegna evrópskra staðlabreytinga væri ekki í samræmi við tilgang vörugjaldslaga, að mati fjármálaráðherra, sem segir eðlilegt að brugðist verði við slíku. 15. maí 2018 22:15 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Verð á nýjum bílum gæti hækkað um 20 til 30 prósent Líkur eru á því að verð á nýjum bílum hækki um allt að 20 til 30 prósent á næstunni grípi stjórnvöld ekki til mótvægisaðgerða. Þetta er mat bílgreinasambandsins vegna nýs alþjóðlegs mengunarstaðals sem tekur gildi 1. september. 12. maí 2018 14:30
Gagnstætt anda laganna ef breyting á mengunarstaðli stórhækkar bílverð Stórfelld verðhækkun á bílum vegna evrópskra staðlabreytinga væri ekki í samræmi við tilgang vörugjaldslaga, að mati fjármálaráðherra, sem segir eðlilegt að brugðist verði við slíku. 15. maí 2018 22:15