Forsaga kvótans: Taka tvö Þorvaldur Gylfason skrifar 24. maí 2018 07:00 Jens Evensen hét maður. Hann má kalla höfuðarkitekt þeirrar auðlindastjórnar sem hefur gert Noreg að fyrirmynd annarra olíuríkja. Evensen varð síðar hafréttarráðherra Noregs, en hann var embættismaður í fjármálaráðuneytinu í Ósló þegar olían fannst í norskri lögsögu fyrir 1970. Hann taldi sér skylt að koma stjórnmálamönnum í skilning um að olíuauðinn skyldi skoða sem sameign norsku þjóðarinnar. Þannig tókst Norðmönnum að girða fyrir rentusókn. Nú, hálfri öld síðar, eru „olíufurstar“ nær óþekktir í Noregi. Orðið kemur varla fyrir í máli manna. Öðru máli gegnir því um Noreg en Ísland þar sem „kvótakóngar“ og „sægreifar“ hafa lengi verið meðal algengustu orða í þjóðmálaumræðunni líkt og fáráðar (e. oligarchs) í Rússlandi.Gildasti auðlindasjóður heims Stjórn Norðmanna á olíuauði sínum markast af því að olía og gas innan norskrar lögsögu voru frá öndverðu skilgreind í lögum sem sameignarauðlindir. Lögin innsigluðu rétt norsku þjóðarinnar til auðlindarentunnar, þ.e. til teknanna af olíulindunum. Á grundvelli þessara laga hefur norska ríkið með árunum leyst til sín um 80% af auðlindarentunni fyrir hönd skattgreiðenda og lagt mestan hluta fjárins í olíusjóð sem heitir nú lífeyrissjóður. Í honum er nú meira en ein trilljón Bandaríkjadala eða 800.000 dalir (80 mkr.) á hverja fjögurra manna fjölskyldu í Noregi. Engin önnur þjóð heimsins á gildari auðlindasjóð en þennan. Norska þingið setti sjálfu sér og sjóðnum siðareglur („boðorð“) til að tryggja að ráðstöfun sjóðsins gagnaðist núlifandi og óbornum kynslóðum Norðmanna í senn. Eftir að Seðlabanka Noregs var tryggt aukið sjálfstæði 2001 var bankanum falin stjórn olíusjóðsins fyrir hönd fjármálaráðuneytisins. Þetta var gert til að halda stjórnmálamönnum í hæfilegri fjarlægð frá sjóðnum. Þannig hefur Norðmönnum tekizt að komast hjá rentusókn og tengdum vandamálum sem hafa hrjáð fjölmörg önnur olíuríki um allan heim.Jöfn skipting Skipting þjóðarauðsins í Noregi er ívið jafnari en í Svíþjóð og mun jafnari en á Íslandi svo sem fram kemur t.d. í bók Stefáns Ólafssonar og Arnalds Sölva Kristjánssonar, Ójöfnuður á Íslandi (2017, bls. 385). Norðmönnum hefur tekizt að komast hjá skaðlegum átökum um skiptingu olíurentunnar eða a.m.k. girða fyrir að slík átök leiddu til teljandi misskiptingar. Noregur var fullþroska lýðræðisríki löngu áður en olían fannst. Það skiptir máli. Lýðræðisríki eru ólíklegri en einræðisríki til að láta menn komast upp með að sölsa undir sig eigur annarra, þ.m.t. auðlindir, til að tryggja völd sín.Vitlaust gefið Ólíkt olíustjórn Norðmanna er fiskveiðistjórnin hér heima reist á innbyrðis þversögn. Kvótakerfið er reist á upphaflegri úthlutun veiðiheimilda sem mismunaði mönnum og braut þar með gegn stjórnarskránni eins og mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna staðfesti 2007 og Hæstiréttur Íslands hafði áður staðfest 1998. Frjálst framsal kvóta var æskilegt af hagkvæmnisástæðum en slíkt framsalsfrelsi útheimti upphaflega úthlutun án mismununar. Vandinn liggur því ekki í kvótanum sjálfum og viðskiptum með hann heldur í mismununinni við upphaflega úthlutun sem var reist á veiðireynslu áranna 1980-1983. Vandinn hefur undið upp á sig. Alþingi gafst loksins upp fyrir kröfunni um veiðigjald 2002, en þá aðeins til málamynda. Skv. útreikningum Indriða Þorlákssonar fv. ríkisskattstjóra duga veiðigjöldin aðeins til að beina 10% fiskveiðirentunnar til rétts eiganda, fólksins í landinu, meðan 90% renna áfram til útvegsmanna. Þetta fyrirkomulag er eins langt frá norskri olíustjórn og hugsazt getur. Norska fyrirmyndin um auðlindir í þjóðareigu gat varla nærtækari verið en hún var ekki rædd á Alþingi. Fyrstu lögin um fiskveiðistjórnina voru samin á skrifstofum LÍÚ eins og Halldór Jónsson rekur í ritgerð sinni „Ákvarðanataka í sjávarútvegi og stjórnun fiskveiða“ (Samfélagstíðindi 1990, bls. 99-141). Frekar en að taka norska olíustjórn sér til fyrirmyndar kaus Alþingi í reyndinni að fylgja fordæmi norskrar fiskveiðistjórnar þar sem veiðileyfum er úthlutað til skipa án endurgjalds líkt og tíðkast annars staðar í Evrópu þótt fiskstofnar séu þar sumir á hverfanda hveli. Noregur og önnur Evrópulönd telja sig hafa efni á slíku ráðslagi þar eð sjávarútvegur skiptir þar ekki miklu máli. Það á ekki við um Ísland þar sem sjávarútvegur gegnir mikilvægu hlutverki í þjóðarbúskapnum og ekki bara í einstökum fámennum byggðarlögum líkt og í Noregi og úti í Evrópu. Þar liggur mikilvægur munur.Gúglaðu „bófaflokkur“ Norðmenn ákváðu fyrir löngu að niðurgreiða sjávarútveg myndarlega líkt og landbúnað einkum til að styrkja Norður-Noreg. Þar eð sjávarútvegur skiptir litlu máli í norskum þjóðarbúskap á heildina litið hafa menn ekki sett kostnaðinn fyrir sig. Snemma varð ljóst að olía myndi skipta norskan þjóðarbúskap miklu máli. Þess vegna m.a. kom ekki til álita að sóa olíurentunni líkt og fiskirentunni. Þess vegna sló norska þingið eign þjóðarinnar á olíulindirnar frá byrjun frekar en að sleppa þeim í hendur einkavina líkt og Rússar og ýmsar aðrar olíuþjóðir hafa gert. Alþingi fór rússnesku leiðina í fiskveiðistjórnarmálinu. Það hefur reynzt afdrifaríkt. Gúglaðu „bófaflokkur“ og nafn Sjálfstæðisflokksins kemur upp strax í fimmtu línu. Þannig fer ævinlega fyrir þeim sem fara í útreiðartúr á tígrisdýri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Jens Evensen hét maður. Hann má kalla höfuðarkitekt þeirrar auðlindastjórnar sem hefur gert Noreg að fyrirmynd annarra olíuríkja. Evensen varð síðar hafréttarráðherra Noregs, en hann var embættismaður í fjármálaráðuneytinu í Ósló þegar olían fannst í norskri lögsögu fyrir 1970. Hann taldi sér skylt að koma stjórnmálamönnum í skilning um að olíuauðinn skyldi skoða sem sameign norsku þjóðarinnar. Þannig tókst Norðmönnum að girða fyrir rentusókn. Nú, hálfri öld síðar, eru „olíufurstar“ nær óþekktir í Noregi. Orðið kemur varla fyrir í máli manna. Öðru máli gegnir því um Noreg en Ísland þar sem „kvótakóngar“ og „sægreifar“ hafa lengi verið meðal algengustu orða í þjóðmálaumræðunni líkt og fáráðar (e. oligarchs) í Rússlandi.Gildasti auðlindasjóður heims Stjórn Norðmanna á olíuauði sínum markast af því að olía og gas innan norskrar lögsögu voru frá öndverðu skilgreind í lögum sem sameignarauðlindir. Lögin innsigluðu rétt norsku þjóðarinnar til auðlindarentunnar, þ.e. til teknanna af olíulindunum. Á grundvelli þessara laga hefur norska ríkið með árunum leyst til sín um 80% af auðlindarentunni fyrir hönd skattgreiðenda og lagt mestan hluta fjárins í olíusjóð sem heitir nú lífeyrissjóður. Í honum er nú meira en ein trilljón Bandaríkjadala eða 800.000 dalir (80 mkr.) á hverja fjögurra manna fjölskyldu í Noregi. Engin önnur þjóð heimsins á gildari auðlindasjóð en þennan. Norska þingið setti sjálfu sér og sjóðnum siðareglur („boðorð“) til að tryggja að ráðstöfun sjóðsins gagnaðist núlifandi og óbornum kynslóðum Norðmanna í senn. Eftir að Seðlabanka Noregs var tryggt aukið sjálfstæði 2001 var bankanum falin stjórn olíusjóðsins fyrir hönd fjármálaráðuneytisins. Þetta var gert til að halda stjórnmálamönnum í hæfilegri fjarlægð frá sjóðnum. Þannig hefur Norðmönnum tekizt að komast hjá rentusókn og tengdum vandamálum sem hafa hrjáð fjölmörg önnur olíuríki um allan heim.Jöfn skipting Skipting þjóðarauðsins í Noregi er ívið jafnari en í Svíþjóð og mun jafnari en á Íslandi svo sem fram kemur t.d. í bók Stefáns Ólafssonar og Arnalds Sölva Kristjánssonar, Ójöfnuður á Íslandi (2017, bls. 385). Norðmönnum hefur tekizt að komast hjá skaðlegum átökum um skiptingu olíurentunnar eða a.m.k. girða fyrir að slík átök leiddu til teljandi misskiptingar. Noregur var fullþroska lýðræðisríki löngu áður en olían fannst. Það skiptir máli. Lýðræðisríki eru ólíklegri en einræðisríki til að láta menn komast upp með að sölsa undir sig eigur annarra, þ.m.t. auðlindir, til að tryggja völd sín.Vitlaust gefið Ólíkt olíustjórn Norðmanna er fiskveiðistjórnin hér heima reist á innbyrðis þversögn. Kvótakerfið er reist á upphaflegri úthlutun veiðiheimilda sem mismunaði mönnum og braut þar með gegn stjórnarskránni eins og mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna staðfesti 2007 og Hæstiréttur Íslands hafði áður staðfest 1998. Frjálst framsal kvóta var æskilegt af hagkvæmnisástæðum en slíkt framsalsfrelsi útheimti upphaflega úthlutun án mismununar. Vandinn liggur því ekki í kvótanum sjálfum og viðskiptum með hann heldur í mismununinni við upphaflega úthlutun sem var reist á veiðireynslu áranna 1980-1983. Vandinn hefur undið upp á sig. Alþingi gafst loksins upp fyrir kröfunni um veiðigjald 2002, en þá aðeins til málamynda. Skv. útreikningum Indriða Þorlákssonar fv. ríkisskattstjóra duga veiðigjöldin aðeins til að beina 10% fiskveiðirentunnar til rétts eiganda, fólksins í landinu, meðan 90% renna áfram til útvegsmanna. Þetta fyrirkomulag er eins langt frá norskri olíustjórn og hugsazt getur. Norska fyrirmyndin um auðlindir í þjóðareigu gat varla nærtækari verið en hún var ekki rædd á Alþingi. Fyrstu lögin um fiskveiðistjórnina voru samin á skrifstofum LÍÚ eins og Halldór Jónsson rekur í ritgerð sinni „Ákvarðanataka í sjávarútvegi og stjórnun fiskveiða“ (Samfélagstíðindi 1990, bls. 99-141). Frekar en að taka norska olíustjórn sér til fyrirmyndar kaus Alþingi í reyndinni að fylgja fordæmi norskrar fiskveiðistjórnar þar sem veiðileyfum er úthlutað til skipa án endurgjalds líkt og tíðkast annars staðar í Evrópu þótt fiskstofnar séu þar sumir á hverfanda hveli. Noregur og önnur Evrópulönd telja sig hafa efni á slíku ráðslagi þar eð sjávarútvegur skiptir þar ekki miklu máli. Það á ekki við um Ísland þar sem sjávarútvegur gegnir mikilvægu hlutverki í þjóðarbúskapnum og ekki bara í einstökum fámennum byggðarlögum líkt og í Noregi og úti í Evrópu. Þar liggur mikilvægur munur.Gúglaðu „bófaflokkur“ Norðmenn ákváðu fyrir löngu að niðurgreiða sjávarútveg myndarlega líkt og landbúnað einkum til að styrkja Norður-Noreg. Þar eð sjávarútvegur skiptir litlu máli í norskum þjóðarbúskap á heildina litið hafa menn ekki sett kostnaðinn fyrir sig. Snemma varð ljóst að olía myndi skipta norskan þjóðarbúskap miklu máli. Þess vegna m.a. kom ekki til álita að sóa olíurentunni líkt og fiskirentunni. Þess vegna sló norska þingið eign þjóðarinnar á olíulindirnar frá byrjun frekar en að sleppa þeim í hendur einkavina líkt og Rússar og ýmsar aðrar olíuþjóðir hafa gert. Alþingi fór rússnesku leiðina í fiskveiðistjórnarmálinu. Það hefur reynzt afdrifaríkt. Gúglaðu „bófaflokkur“ og nafn Sjálfstæðisflokksins kemur upp strax í fimmtu línu. Þannig fer ævinlega fyrir þeim sem fara í útreiðartúr á tígrisdýri.
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar