21 dagur í HM: Kraftaverkið í Bern Henry Birgir Gunnarsson skrifar 24. maí 2018 11:00 Vestur-Þjóðverjar fagna hér eftir ótrúlegan úrslitaleik. vísir/getty Merkilegt nokk þá er ofurþrenna Jóa Berg gegn Sviss ekki það merkilegasta sem hefur gerst á fótboltavelli í Bern. Í borginni fór nefnilega fram ótrúlegur úrslitaleikur á HM árið 1954. Þá mætti stórkostlegt lið Ungverja liði Vestur-Þjóðverja en ungverska liðið hafði ekki tapað landsleik er kom að úrslitaleiknum. Þessi lið mættust einnig í riðlakeppni mótsins og þá unnu Ungverjar ótrúlega öruggan sigur, 8-3. Það átti því enginn von á öðru en að Ungverjar myndu valta aftur yfir Þjóðverjana. Eftir átta mínútna leik benti fátt til annars en að Ungverjar myndu rúlla þessum leik. Goðsögnin Ferenc Puskas kom þeim yfir á 6. mínútu og Zoltan Czibor bætti öðru marki við tveimur mínútum síðar. Þjóðverjar hafa aldrei verið þekktir fyrir að gefast upp og aðeins tíu mínútum síðar voru þeir búnir að jafna í 2-2. Fjögur mörk á fyrstu 18 mínútum leiksins. Þvílíkur úrslitaleikur. Síðari hálfleikur var eign Ungverja sem óðu í færum en tókst ekki að skora. Það var svo Helmut Rahn sem skoraði sigurmark Þjóðverja sex mínútum fyrir leikslok með glæsilegi langskoti og tryggði Þjóðverjum sinn fyrsta heimsmeistaratitil. Það var mikil dramatík í lok leiksins því Ungverjar skoruðu mark tveimur mínútum fyrir leikslok en það var dæmt af vegna rangstöðu. Þá höfðu dómari og línuvörður rætt málið í rúma mínútu. Ungverjar sturluðust og vildu meina að það hefði verið svindlað á þeim. Ungverjar sökuðu Þjóðverja líka um lyfjasvindl en þeir þóttu óeðlilega sprækir í síðari hálfleik. Því neituðu Þjóðverjar en í heimildarmynd árið 2004 greindi þýskur sagnfræðingur frá því að Þjóðverjar hefðu fengið sprautur með C-vítamíni í hálfleik. Þær voru af sovéskum uppruna. Samkvæmt rannsókn sem fór fram upp úr aldamótum er sagt að Þjóðverjar hafi líka fengið örvandi efni með vítamíninu. Þetta heimsmeistaramót var annars stórmerkilegt fyrir margra hluta sakir. Þetta var fyrsta HM sem var sýnt í sjónvarpi. Varnarleikur var heldur ekki í fyrirrúmi á mótinu enda sáust ótrúlegar tölur í leikjum mótsins. Mest var skorað í leik Sviss og Austurríkis eða tólf mörk. Það er HM-met. Leikurinn fór 7-5 fyrir Austurríki eftir að Sviss hafði komist í 3-0. Stærsti sigur HM kom líka á þessu móti er Ungverjar pökkuðu Suður-Kóreu saman, 9-0. Í heildina voru skoruð 5,38 mörk að meðaltali í leik á þessu móti og það markamet stendur enn og mun líklega seint falla. Ungverjar skoruðu 27 mörk á mótinu eða 5,4 mörk að meðaltali í leik. Það er sturluð tölfræði. Það var ekki eitt 0-0 jafntefli í öllu mótinu og aðeins tvö jafntefli í heildina. Á þessum tíma var boðið upp á framlengingu í leikjum í riðlakeppninni. Engin var þó þó vítakeppnin. Jafntefli kom því ekki fyrr en eftir 120 mínútna leik.60 þúsund manns troðfylltu völlinn.vísir/getty HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir 23 dagar í HM: Þegar Rijkaard hrækti í permóið á Völler Það hefur alltaf andað köldu á milli Hollendinga og Þjóðverja en það sauð eftirminnilega upp úr á fótboltavellinum er liðin mættust á HM árið 1990. 22. maí 2018 11:00 22 dagar í HM: Þegar Platini hélt að liðsfélagi sinn væri dáinn Einn besti leikur í sögu HM fór fram á HM árið 1982 en hans er samt einna helst minnst fyrir líklega ljótasta brot í sögu keppninnar. 23. maí 2018 12:00 28 dagar í HM: Rauðu spjöldin eltu Song frændurna Rigobert Song er einn af dáðustu fótboltamönnum í sögu Kamerún. Hann var fyrirliði landsliðsins og þjálfaði í heimalandinu. Hann á samt nokkur óskemmtileg met tengd heimsmeistarakeppninni í fótbolta og ásamt frænda sínum er einn af mestu skúrkum keppninnar. 17. maí 2018 13:00 27 dagar í HM: Markið sem ekki VAR og Englendingar gráta enn Eitt helsta deilumál fótboltaheimsins síðasta árið hefur verið myndbandsdómgæsla og notkun hennar. Ráðamenn fótboltans eru ekki sammála í þessum efnum. Aleksander Ceferin, forseti UEFA, vill ekki sjá myndbandsdómara í Meistaradeildinni á meðan Gianni Infantino, forseti FIFA, styður notkun þeirra og verður myndbandsdómgæsla notuð á HM í Rússlandi. 18. maí 2018 12:00 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Í beinni: Newcastle - Arsenal | Heimamenn í lykilstöðu Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Sjá meira
Merkilegt nokk þá er ofurþrenna Jóa Berg gegn Sviss ekki það merkilegasta sem hefur gerst á fótboltavelli í Bern. Í borginni fór nefnilega fram ótrúlegur úrslitaleikur á HM árið 1954. Þá mætti stórkostlegt lið Ungverja liði Vestur-Þjóðverja en ungverska liðið hafði ekki tapað landsleik er kom að úrslitaleiknum. Þessi lið mættust einnig í riðlakeppni mótsins og þá unnu Ungverjar ótrúlega öruggan sigur, 8-3. Það átti því enginn von á öðru en að Ungverjar myndu valta aftur yfir Þjóðverjana. Eftir átta mínútna leik benti fátt til annars en að Ungverjar myndu rúlla þessum leik. Goðsögnin Ferenc Puskas kom þeim yfir á 6. mínútu og Zoltan Czibor bætti öðru marki við tveimur mínútum síðar. Þjóðverjar hafa aldrei verið þekktir fyrir að gefast upp og aðeins tíu mínútum síðar voru þeir búnir að jafna í 2-2. Fjögur mörk á fyrstu 18 mínútum leiksins. Þvílíkur úrslitaleikur. Síðari hálfleikur var eign Ungverja sem óðu í færum en tókst ekki að skora. Það var svo Helmut Rahn sem skoraði sigurmark Þjóðverja sex mínútum fyrir leikslok með glæsilegi langskoti og tryggði Þjóðverjum sinn fyrsta heimsmeistaratitil. Það var mikil dramatík í lok leiksins því Ungverjar skoruðu mark tveimur mínútum fyrir leikslok en það var dæmt af vegna rangstöðu. Þá höfðu dómari og línuvörður rætt málið í rúma mínútu. Ungverjar sturluðust og vildu meina að það hefði verið svindlað á þeim. Ungverjar sökuðu Þjóðverja líka um lyfjasvindl en þeir þóttu óeðlilega sprækir í síðari hálfleik. Því neituðu Þjóðverjar en í heimildarmynd árið 2004 greindi þýskur sagnfræðingur frá því að Þjóðverjar hefðu fengið sprautur með C-vítamíni í hálfleik. Þær voru af sovéskum uppruna. Samkvæmt rannsókn sem fór fram upp úr aldamótum er sagt að Þjóðverjar hafi líka fengið örvandi efni með vítamíninu. Þetta heimsmeistaramót var annars stórmerkilegt fyrir margra hluta sakir. Þetta var fyrsta HM sem var sýnt í sjónvarpi. Varnarleikur var heldur ekki í fyrirrúmi á mótinu enda sáust ótrúlegar tölur í leikjum mótsins. Mest var skorað í leik Sviss og Austurríkis eða tólf mörk. Það er HM-met. Leikurinn fór 7-5 fyrir Austurríki eftir að Sviss hafði komist í 3-0. Stærsti sigur HM kom líka á þessu móti er Ungverjar pökkuðu Suður-Kóreu saman, 9-0. Í heildina voru skoruð 5,38 mörk að meðaltali í leik á þessu móti og það markamet stendur enn og mun líklega seint falla. Ungverjar skoruðu 27 mörk á mótinu eða 5,4 mörk að meðaltali í leik. Það er sturluð tölfræði. Það var ekki eitt 0-0 jafntefli í öllu mótinu og aðeins tvö jafntefli í heildina. Á þessum tíma var boðið upp á framlengingu í leikjum í riðlakeppninni. Engin var þó þó vítakeppnin. Jafntefli kom því ekki fyrr en eftir 120 mínútna leik.60 þúsund manns troðfylltu völlinn.vísir/getty
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir 23 dagar í HM: Þegar Rijkaard hrækti í permóið á Völler Það hefur alltaf andað köldu á milli Hollendinga og Þjóðverja en það sauð eftirminnilega upp úr á fótboltavellinum er liðin mættust á HM árið 1990. 22. maí 2018 11:00 22 dagar í HM: Þegar Platini hélt að liðsfélagi sinn væri dáinn Einn besti leikur í sögu HM fór fram á HM árið 1982 en hans er samt einna helst minnst fyrir líklega ljótasta brot í sögu keppninnar. 23. maí 2018 12:00 28 dagar í HM: Rauðu spjöldin eltu Song frændurna Rigobert Song er einn af dáðustu fótboltamönnum í sögu Kamerún. Hann var fyrirliði landsliðsins og þjálfaði í heimalandinu. Hann á samt nokkur óskemmtileg met tengd heimsmeistarakeppninni í fótbolta og ásamt frænda sínum er einn af mestu skúrkum keppninnar. 17. maí 2018 13:00 27 dagar í HM: Markið sem ekki VAR og Englendingar gráta enn Eitt helsta deilumál fótboltaheimsins síðasta árið hefur verið myndbandsdómgæsla og notkun hennar. Ráðamenn fótboltans eru ekki sammála í þessum efnum. Aleksander Ceferin, forseti UEFA, vill ekki sjá myndbandsdómara í Meistaradeildinni á meðan Gianni Infantino, forseti FIFA, styður notkun þeirra og verður myndbandsdómgæsla notuð á HM í Rússlandi. 18. maí 2018 12:00 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Í beinni: Newcastle - Arsenal | Heimamenn í lykilstöðu Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Sjá meira
23 dagar í HM: Þegar Rijkaard hrækti í permóið á Völler Það hefur alltaf andað köldu á milli Hollendinga og Þjóðverja en það sauð eftirminnilega upp úr á fótboltavellinum er liðin mættust á HM árið 1990. 22. maí 2018 11:00
22 dagar í HM: Þegar Platini hélt að liðsfélagi sinn væri dáinn Einn besti leikur í sögu HM fór fram á HM árið 1982 en hans er samt einna helst minnst fyrir líklega ljótasta brot í sögu keppninnar. 23. maí 2018 12:00
28 dagar í HM: Rauðu spjöldin eltu Song frændurna Rigobert Song er einn af dáðustu fótboltamönnum í sögu Kamerún. Hann var fyrirliði landsliðsins og þjálfaði í heimalandinu. Hann á samt nokkur óskemmtileg met tengd heimsmeistarakeppninni í fótbolta og ásamt frænda sínum er einn af mestu skúrkum keppninnar. 17. maí 2018 13:00
27 dagar í HM: Markið sem ekki VAR og Englendingar gráta enn Eitt helsta deilumál fótboltaheimsins síðasta árið hefur verið myndbandsdómgæsla og notkun hennar. Ráðamenn fótboltans eru ekki sammála í þessum efnum. Aleksander Ceferin, forseti UEFA, vill ekki sjá myndbandsdómara í Meistaradeildinni á meðan Gianni Infantino, forseti FIFA, styður notkun þeirra og verður myndbandsdómgæsla notuð á HM í Rússlandi. 18. maí 2018 12:00