Átta konur saka Morgan Freeman um áreitni eða óviðeigandi hegðun Kjartan Kjartansson skrifar 24. maí 2018 15:32 Mörg vitni segja að Freeman hafi hegðað sér á óviðeigandi hátt í kringum konur í gegnum tíðina. Vísir/AFP Óskarsverðlaunaleikarinn Morgan Freeman hefur verið sakaður um að áreita konur og óviðeigandi hegðun á tökustöðum og við kynningar á kvikmyndum. Ein kona lýsir því hvernig Freeman hafi ítrekað reynt að fletta upp um hana pilsinu. CNN-fréttastöðin hefur rætt við sextán manns um hegðun Freeman og átta þeirra saka leikarann um áreitni og óviðeigandi hegðun. Freeman er áttræður en áreitnin á að hafa átt sér stað á ýmsum stöðum. Á meðal þeirra er ung aðstoðarkona sem starfaði við kvikmyndina „Going in Style“ árið 2015. Hún segir að Freeman hafi ítrekað snert hana gegn vilja hennar og haft uppi ummæli um vöxt hennar og klæðaburð nærri því daglega. Eitt sinn segir konan að Freeman hafi ítrekað reynt að lyfta upp pilsinu hennar og spurt hana hvort hún væri í nærfötum. Þegar Alan Arkin, mótleikari Freeman í myndinni, hafi á endanum sagt honum að hætta hafi komið fát á Freeman. Önnur kona sem vann við framleiðslu á „Now You See Me“ árið 2012 segir að Freeman hafi ítrekað áreitt hana og aðstoðarkonur hennar á tökustað með athugasemdum um líkama þeirra. Heimildarmenn CNN segja að Freeman hafi endurtekið hagað sér þannig að konum hafi liðið illa í vinnunni á tökustöðum undanfarinn áratug. Áreitið á einnig að hafa átt sér stað í kynningarferðum fyrir kvikmyndir og á vettvangi framleiðslufyrirtækis Freeman. Talsmaður Freeman svaraði ekki fyrirspurnum CNN vegna ásakana kvennanna. MeToo Bandaríkin Hollywood Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Óskarsverðlaunaleikarinn Morgan Freeman hefur verið sakaður um að áreita konur og óviðeigandi hegðun á tökustöðum og við kynningar á kvikmyndum. Ein kona lýsir því hvernig Freeman hafi ítrekað reynt að fletta upp um hana pilsinu. CNN-fréttastöðin hefur rætt við sextán manns um hegðun Freeman og átta þeirra saka leikarann um áreitni og óviðeigandi hegðun. Freeman er áttræður en áreitnin á að hafa átt sér stað á ýmsum stöðum. Á meðal þeirra er ung aðstoðarkona sem starfaði við kvikmyndina „Going in Style“ árið 2015. Hún segir að Freeman hafi ítrekað snert hana gegn vilja hennar og haft uppi ummæli um vöxt hennar og klæðaburð nærri því daglega. Eitt sinn segir konan að Freeman hafi ítrekað reynt að lyfta upp pilsinu hennar og spurt hana hvort hún væri í nærfötum. Þegar Alan Arkin, mótleikari Freeman í myndinni, hafi á endanum sagt honum að hætta hafi komið fát á Freeman. Önnur kona sem vann við framleiðslu á „Now You See Me“ árið 2012 segir að Freeman hafi ítrekað áreitt hana og aðstoðarkonur hennar á tökustað með athugasemdum um líkama þeirra. Heimildarmenn CNN segja að Freeman hafi endurtekið hagað sér þannig að konum hafi liðið illa í vinnunni á tökustöðum undanfarinn áratug. Áreitið á einnig að hafa átt sér stað í kynningarferðum fyrir kvikmyndir og á vettvangi framleiðslufyrirtækis Freeman. Talsmaður Freeman svaraði ekki fyrirspurnum CNN vegna ásakana kvennanna.
MeToo Bandaríkin Hollywood Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira