20 dagar í HM: Arabíski Maradona skoraði flottasta mark HM sem aldrei er talað um Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. maí 2018 12:30 Saeed Al-Owairan á ferðinni gegn Belgíu. vísir/getty Argentínska fótboltagoðið Diego Armando Maradona skoraði það sem er talið af flestum flottasta mark í sögu HM í átta liða úrslitum keppninnar á móti Englandi árið 1986 á HM í Mexíkó. Maradona fékk þá boltann á eigin vallarhelmingi, sneri af sér varnarmann og tók á einhvern rosalegasta sprett sem sést hafði þar til arftaki hans Lionel Messi byrjaði að leika sér með boltann á stóra sviðinu um tveimur áratugum síðar. Þessu marki muna allir eftir. En, það muna færri eftir því þegar að Saeed Al-Owairan, landsliðsmaður Sádi-Arabíu, skoraði ekki ósvipað mark í riðlakeppni HM 1994 í Bandaríkjunum og tryggði sínu liði óvæntan sigur á móti Belgíu. Markið er á öllum topplistum yfir fallegustu mörk HM á síðustu öld og heldur vafalítið sæti sínu ofarlega á sömu listum þrátt fyrir að heimsmeistaramótum 21. aldarinnar sé bætt við. Markið er ótrúlegt og saga markaskorarns sömuleiðis.Geggjaður sprettur Saeed Al-Owairan varð aldrei þekktur sem fótboltamaður nema út af þessu marki. Hann var 26 ára þegar að HM 1994 rann í garð og hafði þá aldrei spilað utan heimalandsins vegna reglna um slíkt þar í landi. Hann spilaði allan ferilinn með liðinu Riyadh í heimalandinu og fékk ekki einu einni leyfi til að spreyta sig í Evrópu þrátt fyrir mikinn áhuga á sér eftir að hann skoraði þetta ótrúlega mark. Belgum dugði jafntefli gegn Sádi-Arabíu í lokaumferðinni til að tryggja sig áfram með Hollendingum en sátu eftir með sárt ennið þökk sé marki Al-Owairan. Það var strax á fimmtu mínútu sem að hann fékk sendingu frá liðsfélaga sínum og reykspólaði af stað í átt að marki Belganna. Hann hljóp ríflega 60 metra með boltann, fíflaði fimm Belga og skoraði með góðu skoti framhjá Michel Preud'homme, einum besta markverði þess tíma. „Þetta er flottast mark mótsins,“ öskraði lýsandinn og hann laug engu. Sádarnir komust í 16 liða úrslit í fyrsta og eina skipti í sögu þjóðarinnar þökk sé markinu ótrúlega en fengu 3-1 skell í 16 liða úrslitum þar sem verðandi bronsverðlaunahafar Svía reyndust of stór biti fyrir þá.Eina lið Sádi-Arabíu sem hefur komist upp úr riðli.vísir/gettyHeima má ekki djamma og djúsa Væntingarnar í Sádi-Arabíu þegar kemur að HM eru ekki miklar og hafa leikmenn liðsins fengið veglegar gjafir fyrir það eitt að vinna einn leik og stundum hreinlega að skora eitt mark. Það átti við í þessu tilfelli því Al-Owairan var mikil hetja í heimalandinu eftir þetta mark en við heimkomuna afhenti þáverandi konungur Sádi-Arabíu honum lykla af lúxus bifreið. Eftir það fór allt saman niður á við hjá framherjanum. Al-Owairan var mikill djammari og hann réð ekkert við frægðina. „Markið var tvíeggja sverð fyrir mig. Það var frábært að mörgu leyti en líka skelfilegt því það gerði mig frægan og allir fylgdust með mér,“ sagði hann í viðtali við NY Times í aðdraganda HM 1998. Markaskorarinn lenti tvisvar í miklum vandræðum. Fyrst stakk hann af frá félagi sínu til að slaka á í Marokkó og fékk fyrir það sekt og skammir en árið 1996 sá lögreglan hann drekka og skemmta sér með konum sem ekki voru frá Sádi-Arabíu. Ekki nóg með það heldur var hann að djamma á Ramadan, heilagasta tíma Araba. Al-Owairan var hent í steininn í hálft ár fyrir skemmtanahöldin og hann bannaður frá fótbolta í heilt ár. Hann missti af Asíubikarnum árið 1996 þar sem hans menn stóðu uppi sme sigurvegarar og tryggðu sér sæti á HM 1998.Sádarnir voru kátir í stúkunni.vísir/gettyEkki sama ævintýrið Þrátt fyrir að sitja inni og vera orðinn að hálfgerðri þjóðarskömm komst Al-Owairan aftur í landsliðið. Carlos Alberto Parreira, sem gerði Brasilíu að heimsmeisturum í sömu keppni og Al-Owairan skoraði markið fræga í, var tekinn við Sádunum og vildi fá hann með til Frakklands. „Hann er kominn aftur og hefur lagt mikið á sig til þess. Mér var sagt að hann væri orðinn feitur eftir fangelsisdvölina en hann er í fínu formi,“ sagði brasilíski þjálfarinn fyrir HM 1998 þar sem hann vonaðist eftir öðru eins draumamarki frá Al-Owairan. Ekkert varð úr því. Al-Owairan spilaði tvo af þremur leikjum Sádi-Arabíu í riðlakeppninni sem töpuðust báðir og ekki skoraði hann mark. Sáda-liðið skoraði heldur ekkert fyrr en í þriðja leik þegar að það gerði 2-2 jafntefli við Suður-Afríku en það var ekki nóg. Landsliðsferli Saeed Al-Owairan, sem hafði fjórum árum áður orðið heimsfrægur og verið kjörinn knattspyrnumaður Asíu, var lokið. Nú var enginn lúxus bíll í boði og ekkert sviðsljós. Köttur úti í mýri. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir 23 dagar í HM: Þegar Rijkaard hrækti í permóið á Völler Það hefur alltaf andað köldu á milli Hollendinga og Þjóðverja en það sauð eftirminnilega upp úr á fótboltavellinum er liðin mættust á HM árið 1990. 22. maí 2018 11:00 22 dagar í HM: Þegar Platini hélt að liðsfélagi sinn væri dáinn Einn besti leikur í sögu HM fór fram á HM árið 1982 en hans er samt einna helst minnst fyrir líklega ljótasta brot í sögu keppninnar. 23. maí 2018 12:00 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Í beinni: Newcastle - Arsenal | Heimamenn í lykilstöðu Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Sjá meira
Argentínska fótboltagoðið Diego Armando Maradona skoraði það sem er talið af flestum flottasta mark í sögu HM í átta liða úrslitum keppninnar á móti Englandi árið 1986 á HM í Mexíkó. Maradona fékk þá boltann á eigin vallarhelmingi, sneri af sér varnarmann og tók á einhvern rosalegasta sprett sem sést hafði þar til arftaki hans Lionel Messi byrjaði að leika sér með boltann á stóra sviðinu um tveimur áratugum síðar. Þessu marki muna allir eftir. En, það muna færri eftir því þegar að Saeed Al-Owairan, landsliðsmaður Sádi-Arabíu, skoraði ekki ósvipað mark í riðlakeppni HM 1994 í Bandaríkjunum og tryggði sínu liði óvæntan sigur á móti Belgíu. Markið er á öllum topplistum yfir fallegustu mörk HM á síðustu öld og heldur vafalítið sæti sínu ofarlega á sömu listum þrátt fyrir að heimsmeistaramótum 21. aldarinnar sé bætt við. Markið er ótrúlegt og saga markaskorarns sömuleiðis.Geggjaður sprettur Saeed Al-Owairan varð aldrei þekktur sem fótboltamaður nema út af þessu marki. Hann var 26 ára þegar að HM 1994 rann í garð og hafði þá aldrei spilað utan heimalandsins vegna reglna um slíkt þar í landi. Hann spilaði allan ferilinn með liðinu Riyadh í heimalandinu og fékk ekki einu einni leyfi til að spreyta sig í Evrópu þrátt fyrir mikinn áhuga á sér eftir að hann skoraði þetta ótrúlega mark. Belgum dugði jafntefli gegn Sádi-Arabíu í lokaumferðinni til að tryggja sig áfram með Hollendingum en sátu eftir með sárt ennið þökk sé marki Al-Owairan. Það var strax á fimmtu mínútu sem að hann fékk sendingu frá liðsfélaga sínum og reykspólaði af stað í átt að marki Belganna. Hann hljóp ríflega 60 metra með boltann, fíflaði fimm Belga og skoraði með góðu skoti framhjá Michel Preud'homme, einum besta markverði þess tíma. „Þetta er flottast mark mótsins,“ öskraði lýsandinn og hann laug engu. Sádarnir komust í 16 liða úrslit í fyrsta og eina skipti í sögu þjóðarinnar þökk sé markinu ótrúlega en fengu 3-1 skell í 16 liða úrslitum þar sem verðandi bronsverðlaunahafar Svía reyndust of stór biti fyrir þá.Eina lið Sádi-Arabíu sem hefur komist upp úr riðli.vísir/gettyHeima má ekki djamma og djúsa Væntingarnar í Sádi-Arabíu þegar kemur að HM eru ekki miklar og hafa leikmenn liðsins fengið veglegar gjafir fyrir það eitt að vinna einn leik og stundum hreinlega að skora eitt mark. Það átti við í þessu tilfelli því Al-Owairan var mikil hetja í heimalandinu eftir þetta mark en við heimkomuna afhenti þáverandi konungur Sádi-Arabíu honum lykla af lúxus bifreið. Eftir það fór allt saman niður á við hjá framherjanum. Al-Owairan var mikill djammari og hann réð ekkert við frægðina. „Markið var tvíeggja sverð fyrir mig. Það var frábært að mörgu leyti en líka skelfilegt því það gerði mig frægan og allir fylgdust með mér,“ sagði hann í viðtali við NY Times í aðdraganda HM 1998. Markaskorarinn lenti tvisvar í miklum vandræðum. Fyrst stakk hann af frá félagi sínu til að slaka á í Marokkó og fékk fyrir það sekt og skammir en árið 1996 sá lögreglan hann drekka og skemmta sér með konum sem ekki voru frá Sádi-Arabíu. Ekki nóg með það heldur var hann að djamma á Ramadan, heilagasta tíma Araba. Al-Owairan var hent í steininn í hálft ár fyrir skemmtanahöldin og hann bannaður frá fótbolta í heilt ár. Hann missti af Asíubikarnum árið 1996 þar sem hans menn stóðu uppi sme sigurvegarar og tryggðu sér sæti á HM 1998.Sádarnir voru kátir í stúkunni.vísir/gettyEkki sama ævintýrið Þrátt fyrir að sitja inni og vera orðinn að hálfgerðri þjóðarskömm komst Al-Owairan aftur í landsliðið. Carlos Alberto Parreira, sem gerði Brasilíu að heimsmeisturum í sömu keppni og Al-Owairan skoraði markið fræga í, var tekinn við Sádunum og vildi fá hann með til Frakklands. „Hann er kominn aftur og hefur lagt mikið á sig til þess. Mér var sagt að hann væri orðinn feitur eftir fangelsisdvölina en hann er í fínu formi,“ sagði brasilíski þjálfarinn fyrir HM 1998 þar sem hann vonaðist eftir öðru eins draumamarki frá Al-Owairan. Ekkert varð úr því. Al-Owairan spilaði tvo af þremur leikjum Sádi-Arabíu í riðlakeppninni sem töpuðust báðir og ekki skoraði hann mark. Sáda-liðið skoraði heldur ekkert fyrr en í þriðja leik þegar að það gerði 2-2 jafntefli við Suður-Afríku en það var ekki nóg. Landsliðsferli Saeed Al-Owairan, sem hafði fjórum árum áður orðið heimsfrægur og verið kjörinn knattspyrnumaður Asíu, var lokið. Nú var enginn lúxus bíll í boði og ekkert sviðsljós. Köttur úti í mýri.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir 23 dagar í HM: Þegar Rijkaard hrækti í permóið á Völler Það hefur alltaf andað köldu á milli Hollendinga og Þjóðverja en það sauð eftirminnilega upp úr á fótboltavellinum er liðin mættust á HM árið 1990. 22. maí 2018 11:00 22 dagar í HM: Þegar Platini hélt að liðsfélagi sinn væri dáinn Einn besti leikur í sögu HM fór fram á HM árið 1982 en hans er samt einna helst minnst fyrir líklega ljótasta brot í sögu keppninnar. 23. maí 2018 12:00 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Í beinni: Newcastle - Arsenal | Heimamenn í lykilstöðu Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Sjá meira
23 dagar í HM: Þegar Rijkaard hrækti í permóið á Völler Það hefur alltaf andað köldu á milli Hollendinga og Þjóðverja en það sauð eftirminnilega upp úr á fótboltavellinum er liðin mættust á HM árið 1990. 22. maí 2018 11:00
22 dagar í HM: Þegar Platini hélt að liðsfélagi sinn væri dáinn Einn besti leikur í sögu HM fór fram á HM árið 1982 en hans er samt einna helst minnst fyrir líklega ljótasta brot í sögu keppninnar. 23. maí 2018 12:00