(V) fyrir veganvæna Reykjavík Þorsteinn V. Einarsson skrifar 25. maí 2018 10:00 Til þess að Reykjavík verði grænni þurfum við að búa til hvata og gera fólki það auðvelt að vera umhverfisvænt. Ekkert okkar getur litið undan þeirri vá sem steðjar að jörðinni enda gerum við öll okkar besta til að lifa grænna og umhverfisvænna lífi. Aðstæður fólks eru samt ólíkar og við förum misjafnar leiðir í að vera umhverfisvæn. Stjórnmálin eiga að auðvelda okkur að velja umhverfisvænan og grænan lífsstíl sem hentar okkar lífsgildum.Valkostir í samgöngum Margt fólk sér ekki fyrir sér að komast á milli staða nema á eigin bíl. Á meðan svo er, og á meðan við sjáum ekki fyrir okkur að geta nýtt strætó, borgarlínu eða hjólað, þá eigum við að geta valið vistvænan fararskjóta. Vinstri græn ætla að auðvelda fólki að skipta út bensín og dísel bílum fyrir umhverfisvænni fararskjóta. Það getum við meðal annars gert með því að fjölga hleðslustöðvum um alla borg, í þéttri byggð og bílastæðahúsum. Á sama tíma þurfum við að gera strætó að raunverulegum valkost fyrir fólk sem reiðir sig á einkabílinn m.a. með sveigjanlegum afsláttarkortum, tíðari ferðum og fleiri forgangsreinum.Vinnum með fólki í að flokka Við erum alltaf að verða betri í að flokka. Flokkum plast og pappír, setjum batteríin í krukku og förum með flöskur í Sorpu. Hendumst út á grenndarstöð eða erum búin að panta sérstakar flokkunartunnur. Hins vegar þarf borgin að gera öllum það auðvelt að flokka og hafa val um hvort fólk geri það heima hjá sér eða nýti sér grenndarstöðvarnar i meira mæli og lækki þannig sorphirðukostnaðinn.Veganvæn borg Talandi um snjallar lausnir. Sprenging hefur orðið á þeim fjölda sem kýs að lifa vegan-lífsstílnum. Lífsstíll friðar og umhverfisverndar. Vinstri græn vilja gera Reykjavík að veganvænni borg meðal annars með því að þróa hvata fyrir veitingastaði til að bjóða upp á sérkmerkta vegan valkosti. Sömuleiðis mætti þróa hvata fyrir verslanir og fyrirtæki til að merkja sérstaklega vistvænar vörur sem sýna fram á lítið kolefnisfótspor við framleiðsluna. Mötuneyti borgarinnar, fyrir starfsfólk og börn, þurfa að taka frekara tillit til þeirra sem velja vegan. Sérstaka hvatningu og jafnvel fjárhagslegan stuðning mætti veita félagasamtökum og einstaklingum sem stuðla að frekari veganvænni og vistvænni Reykjavíkurborg. Höldum áfram á réttri braut í umhverfismálum. Þótt maður upplifi stundum að sitt framlag skipti ekki máli í stóra samhenginu þá er það alltaf þannig að margt smátt gerir eitt stórt. Ég hef staðfasta trú á að við munum standa við okkar skuldbindingu um kolefnishlutleysi og að við getum náð því fyrr en Parísarsáttmálinn kveður á um. Verum róttækir umhverfissinnar saman, eitt skref í einu.Þorsteinn V. Einarsson skipar 3. sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Mest lesið Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Stjórnmálin verða að virka Bjarni Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Sjá meira
Til þess að Reykjavík verði grænni þurfum við að búa til hvata og gera fólki það auðvelt að vera umhverfisvænt. Ekkert okkar getur litið undan þeirri vá sem steðjar að jörðinni enda gerum við öll okkar besta til að lifa grænna og umhverfisvænna lífi. Aðstæður fólks eru samt ólíkar og við förum misjafnar leiðir í að vera umhverfisvæn. Stjórnmálin eiga að auðvelda okkur að velja umhverfisvænan og grænan lífsstíl sem hentar okkar lífsgildum.Valkostir í samgöngum Margt fólk sér ekki fyrir sér að komast á milli staða nema á eigin bíl. Á meðan svo er, og á meðan við sjáum ekki fyrir okkur að geta nýtt strætó, borgarlínu eða hjólað, þá eigum við að geta valið vistvænan fararskjóta. Vinstri græn ætla að auðvelda fólki að skipta út bensín og dísel bílum fyrir umhverfisvænni fararskjóta. Það getum við meðal annars gert með því að fjölga hleðslustöðvum um alla borg, í þéttri byggð og bílastæðahúsum. Á sama tíma þurfum við að gera strætó að raunverulegum valkost fyrir fólk sem reiðir sig á einkabílinn m.a. með sveigjanlegum afsláttarkortum, tíðari ferðum og fleiri forgangsreinum.Vinnum með fólki í að flokka Við erum alltaf að verða betri í að flokka. Flokkum plast og pappír, setjum batteríin í krukku og förum með flöskur í Sorpu. Hendumst út á grenndarstöð eða erum búin að panta sérstakar flokkunartunnur. Hins vegar þarf borgin að gera öllum það auðvelt að flokka og hafa val um hvort fólk geri það heima hjá sér eða nýti sér grenndarstöðvarnar i meira mæli og lækki þannig sorphirðukostnaðinn.Veganvæn borg Talandi um snjallar lausnir. Sprenging hefur orðið á þeim fjölda sem kýs að lifa vegan-lífsstílnum. Lífsstíll friðar og umhverfisverndar. Vinstri græn vilja gera Reykjavík að veganvænni borg meðal annars með því að þróa hvata fyrir veitingastaði til að bjóða upp á sérkmerkta vegan valkosti. Sömuleiðis mætti þróa hvata fyrir verslanir og fyrirtæki til að merkja sérstaklega vistvænar vörur sem sýna fram á lítið kolefnisfótspor við framleiðsluna. Mötuneyti borgarinnar, fyrir starfsfólk og börn, þurfa að taka frekara tillit til þeirra sem velja vegan. Sérstaka hvatningu og jafnvel fjárhagslegan stuðning mætti veita félagasamtökum og einstaklingum sem stuðla að frekari veganvænni og vistvænni Reykjavíkurborg. Höldum áfram á réttri braut í umhverfismálum. Þótt maður upplifi stundum að sitt framlag skipti ekki máli í stóra samhenginu þá er það alltaf þannig að margt smátt gerir eitt stórt. Ég hef staðfasta trú á að við munum standa við okkar skuldbindingu um kolefnishlutleysi og að við getum náð því fyrr en Parísarsáttmálinn kveður á um. Verum róttækir umhverfissinnar saman, eitt skref í einu.Þorsteinn V. Einarsson skipar 3. sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavík.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun