Mætum og kjósum Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 26. maí 2018 10:00 Gengið er til sveitarstjórnarkosninga í dag. Samkvæmt síðustu skoðanakönnunum, sem birtar voru í gær, spáir önnur að meirihlutinn í Reykjavík haldi, hin að hann falli. Í könnun Fréttablaðsins heldur meirihlutinn í Reykjavík. Samfylking fengi 32% og níu menn kjörna. Sjálfstæðisflokkur yrði næststærstur með 26% og sjö menn. Gallup gerði könnun þessa sömu daga. Þar er meirihlutinn í borginni fallinn. Sjálfstæðisflokkur orðinn stærstur og næði inn átta mönnum, Samfylking sjö. Þrátt fyrir ofgnótt framboða og frambjóðenda virðist sem kjósendur líti svo á að þeir séu fyrst og fremst að kjósa milli þessara tveggja risa í reykvískri pólitík. Samfylkingin hefur háð nokkuð hnökralausa kosningabaráttu. Dagur B. Eggertsson hefur verið í fararbroddi og lítið sést til annarra frambjóðenda. Uppleggið virðist hafa verið að leggja upp með einfaldar áherslur, fá hnitmiðuð mál og óskoraðan leiðtoga í fararbroddi. Þetta virðist hafa tekist vel, enda flokkurinn siglt lygnan sjó í baráttunni, sérstaklega í ljósi þess að vera flokkur sitjandi borgarstjóra og grunnstoðin í ríkjandi meirihluta. Sjálfstæðismönnum hefur hins vegar ekki lánast að sigla jafn lygnan sjó. Kosningamálin hafa kannski verið fleiri en skynsamlegt getur talist, og sést hefur mikið til frambjóðenda jafnvel langt niður eftir listanum. Spyrja verður hvort ekki hefði verið skynsamlegra að einfalda boðskapinn, sérstaklega í ljósi þess að lítill áhugi hefur verið á kosningunum og því erfiðara en ella að halda athygli kjósenda. Hvað aðra flokka í núverandi meirihluta varðar þá má velta því upp hvort þeim hafi tekist að skilja sig frá Samfylkingunni? Hvorki Píratar né Vinstri Grænir hafa gagnrýnt Samfylkinguna eða borgarstjóra svo heitið getur. Viðreisn hefur sömuleiðis ekki náð að takast á loft. Hvað önnur framboð varðar, þá væri það að æra óstöðugan að telja þau öll upp. Athyglisvert er þó eins og fram kemur á forsíðu Fréttablaðsins í dag, þá eru ríflega 3.400 manns í framboði. Það samsvarar um 1% þjóðarinnar, og er eins og 640 þúsund manns væru í framboði í Bretlandi, eða 3.25 milljónir manna færu fram í Bandaríkjunum. Auðvitað er það gott að svo margir láti sig pólitík varða, en að sumu leyti gerir það viti borinni umræðu erfiðara fyrir. Fjölmiðlarnir, sem verða að gæta jafnræðis, hafa einfaldlega ekki pláss til að kynna öll framboð svo vel sé. Kannski er það ástæðan fyrir því að svo margir eru óákveðnir nú á lokametrunum. Tæplega fimmti hver kjósandi er óákveðinn, og ríflega annað eins vildi ekki svara eða ætlar að skila auðu, samkvæmt könnun Fréttablaðsins og svipaðar tölur má greina í könnun Gallup. Fylgið virðist vera á flökti og margir ekki enn búnir að ákveða sig. Frammistaða frambjóðenda á lokametrunum getur því skipt miklu. Hvað sem öllum bollaleggingum líður ber að fagna tækifærinu til að tjá skoðun okkar og mæta á kjörstað. Þrátt fyrir að talsverðrar kosningaþreytu kunni að gæta eftir síðustu ár má aldrei gleymast að kosningarétturinn er alls ekki sjálfsagður. Látum ekki vorhretið endalausa draga úr okkur kjark. Mætum og kjósum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Gengið er til sveitarstjórnarkosninga í dag. Samkvæmt síðustu skoðanakönnunum, sem birtar voru í gær, spáir önnur að meirihlutinn í Reykjavík haldi, hin að hann falli. Í könnun Fréttablaðsins heldur meirihlutinn í Reykjavík. Samfylking fengi 32% og níu menn kjörna. Sjálfstæðisflokkur yrði næststærstur með 26% og sjö menn. Gallup gerði könnun þessa sömu daga. Þar er meirihlutinn í borginni fallinn. Sjálfstæðisflokkur orðinn stærstur og næði inn átta mönnum, Samfylking sjö. Þrátt fyrir ofgnótt framboða og frambjóðenda virðist sem kjósendur líti svo á að þeir séu fyrst og fremst að kjósa milli þessara tveggja risa í reykvískri pólitík. Samfylkingin hefur háð nokkuð hnökralausa kosningabaráttu. Dagur B. Eggertsson hefur verið í fararbroddi og lítið sést til annarra frambjóðenda. Uppleggið virðist hafa verið að leggja upp með einfaldar áherslur, fá hnitmiðuð mál og óskoraðan leiðtoga í fararbroddi. Þetta virðist hafa tekist vel, enda flokkurinn siglt lygnan sjó í baráttunni, sérstaklega í ljósi þess að vera flokkur sitjandi borgarstjóra og grunnstoðin í ríkjandi meirihluta. Sjálfstæðismönnum hefur hins vegar ekki lánast að sigla jafn lygnan sjó. Kosningamálin hafa kannski verið fleiri en skynsamlegt getur talist, og sést hefur mikið til frambjóðenda jafnvel langt niður eftir listanum. Spyrja verður hvort ekki hefði verið skynsamlegra að einfalda boðskapinn, sérstaklega í ljósi þess að lítill áhugi hefur verið á kosningunum og því erfiðara en ella að halda athygli kjósenda. Hvað aðra flokka í núverandi meirihluta varðar þá má velta því upp hvort þeim hafi tekist að skilja sig frá Samfylkingunni? Hvorki Píratar né Vinstri Grænir hafa gagnrýnt Samfylkinguna eða borgarstjóra svo heitið getur. Viðreisn hefur sömuleiðis ekki náð að takast á loft. Hvað önnur framboð varðar, þá væri það að æra óstöðugan að telja þau öll upp. Athyglisvert er þó eins og fram kemur á forsíðu Fréttablaðsins í dag, þá eru ríflega 3.400 manns í framboði. Það samsvarar um 1% þjóðarinnar, og er eins og 640 þúsund manns væru í framboði í Bretlandi, eða 3.25 milljónir manna færu fram í Bandaríkjunum. Auðvitað er það gott að svo margir láti sig pólitík varða, en að sumu leyti gerir það viti borinni umræðu erfiðara fyrir. Fjölmiðlarnir, sem verða að gæta jafnræðis, hafa einfaldlega ekki pláss til að kynna öll framboð svo vel sé. Kannski er það ástæðan fyrir því að svo margir eru óákveðnir nú á lokametrunum. Tæplega fimmti hver kjósandi er óákveðinn, og ríflega annað eins vildi ekki svara eða ætlar að skila auðu, samkvæmt könnun Fréttablaðsins og svipaðar tölur má greina í könnun Gallup. Fylgið virðist vera á flökti og margir ekki enn búnir að ákveða sig. Frammistaða frambjóðenda á lokametrunum getur því skipt miklu. Hvað sem öllum bollaleggingum líður ber að fagna tækifærinu til að tjá skoðun okkar og mæta á kjörstað. Þrátt fyrir að talsverðrar kosningaþreytu kunni að gæta eftir síðustu ár má aldrei gleymast að kosningarétturinn er alls ekki sjálfsagður. Látum ekki vorhretið endalausa draga úr okkur kjark. Mætum og kjósum.
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun