Annar blær yfir Þýskalandi 26. maí 2018 23:30 Þjóðverjar taka við bikarnum. vísir/getty Titilvörn Þýskalands hefst þann 17. júní á stærsta velli Rússlands, Luzhniki-vellinum, gegn Mexíkó en líkt og á hverju móti er krafan að liðið komist alla leið. Fyrirfram er Þýskaland með einn sterkasta hópinn og leikreyndan þjálfara í Joachim Löw sem stýrir þýska liðinu á sjötta stórmótinu í röð. Undir hans stjórn hafa Þjóðverjar alltaf komist að minnsta kosti í undanúrslit og tvívegis leikið til úrslita, á Evrópumótinu 2008 þar sem þeir töpuðu gegn Spáni og Heimsmeistaramótinu 2014 gegn Argentínu þar sem gullið vannst. Vandinn er hins vegar að engu liði hefur tekist að verja titilinn á heimsmeistaramóti í 36 ár eða allt frá því að brasilíska liðið varði titilinn gegn Tékkóslóvakíu í Santiago í Chile árið 1962. Í raun hefur gengi ríkjandi meistara verið afleitt undanfarin mót, fyrir utan Brasilíu árið 2006 hefur engum sigurvegara tekist að komast upp úr riðlakeppninni í næsta móti. Frakkland lenti í neðsta sæti riðilsins árið 2002 líkt og Ítalía átta árum síðar en titilvörn gullkynslóðar Spánverja lauk í 3. sæti B-riðilsins árið 2014.Margir horfnir á braut Með gullinu í Brasilíu ákváðu leikmenn á borð við Miroslav Klose, Phillipp Lahm og Per Mertesacker að hætta með þýska landsliðinu. Tveimur árum síðar fylgdu Lukas Podolski og Bastian Schweinsteiger þeim og voru fimm reyndustu leikmenn liðsins þá horfnir á braut. Áttu þeir samanlagt 605 leiki að baki fyrir hönd Þýskalands. Ári síðar tefldu Þjóðverjar fram hálfgerðu varaliði í Álfukeppninni þar sem allir voru undir þrítugu en þeir fóru alla leið og komu heim með gullið. Kom þar í ljós að komið var að kynslóðaskiptum og að næsta kynslóð væri tilbúin að taka við keflinu. Fjórtán leikmenn úr hópnum sem tók gullið í Álfukeppninni í Rússlandi síðasta sumar eru í hópnum sem fer til Rússlands í sumar, fimmtán ef Leroy Sane er bætt við en hann þurfti að draga sig út úr hópnum í fyrra vegna meiðsla. Alls koma fjórtán nýir leikmenn inn í 27 manna hópinn sem Joachim Löw valdi frá síðasta móti og sýnir hann enga miskunn. Leikmenn á borð við Mario Götze, sem skoraði sigurmarkið í Ríó, fengu ekki farmiða enda óverðskuldað eftir að hafa lítið leikið á tímabilinu og frammistaðan ekki eftirtektarverð. Hryggjarsúlan verður byggð á leikmönnum sem fengu gullið í Brasilíu, Mesut Özil, Toni Kroos, Thomas Müller, Sami Khedira og miðvarðaparinu Jerome Boateng og Mats Hummels en óvíst er hvort Manuel Neuer verður klár í slaginn. Verður aukin ábyrgð á herðum yngri leikmanna á borð við Timo Werner, Leroy Sane, Julian Draxler og Julian Brandt að bera sóknarleikinn uppi. Þá verður fróðlegt að sjá hvort markahrókurinn Nils Petersen fái tækifæri en Petersen sem verður þrítugur á þessu ári hefur aldrei leikið fyrir A-landslið Þýskalands.Titilvörnin er erfið Eins og getið var um í upphafsorðunum hefur engu liði tekist að verja titilinn frá því að Brasilíumenn náðu því árið 1962. Aðeins einu liði hefur tekist að leika til úrslita í næstu keppni á eftir, Argentínumenn höfðu betur, 3-2, gegn Vestur-Þýskalandi árið 1986 en Þjóðverjar svöruðu fyrir það fjórum árum seinna með 1-0 sigri í Rómaborg og unnu þar sinn fjórða heimsmeistaratitil. Þýskaland er ásamt Ítalíu næstsigursælasta þjóðin á Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu með fjóra meistaratitla en aðeins Brasilía hefur unnið fimm titla. Í þremur tilraunum til að verja meistaratitilinn til þessa komst Þýskaland næst því árið 1958 þegar Þjóðverjar féllu úr leik gegn heimamönnum í Svíþjóð í undanúrslitaleiknum í Gautaborg. Tuttugu árum síðar féllu þeir úr leik sem eitt af átta síðustu liðunum á Heimsmeistaramótinu í Argentínu. Sömu örlög biðu Þjóðverja í Bandaríkjunum, sprækir Búlgarar sendu þá heim úr átta liða úrslitunum. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Sjá meira
Titilvörn Þýskalands hefst þann 17. júní á stærsta velli Rússlands, Luzhniki-vellinum, gegn Mexíkó en líkt og á hverju móti er krafan að liðið komist alla leið. Fyrirfram er Þýskaland með einn sterkasta hópinn og leikreyndan þjálfara í Joachim Löw sem stýrir þýska liðinu á sjötta stórmótinu í röð. Undir hans stjórn hafa Þjóðverjar alltaf komist að minnsta kosti í undanúrslit og tvívegis leikið til úrslita, á Evrópumótinu 2008 þar sem þeir töpuðu gegn Spáni og Heimsmeistaramótinu 2014 gegn Argentínu þar sem gullið vannst. Vandinn er hins vegar að engu liði hefur tekist að verja titilinn á heimsmeistaramóti í 36 ár eða allt frá því að brasilíska liðið varði titilinn gegn Tékkóslóvakíu í Santiago í Chile árið 1962. Í raun hefur gengi ríkjandi meistara verið afleitt undanfarin mót, fyrir utan Brasilíu árið 2006 hefur engum sigurvegara tekist að komast upp úr riðlakeppninni í næsta móti. Frakkland lenti í neðsta sæti riðilsins árið 2002 líkt og Ítalía átta árum síðar en titilvörn gullkynslóðar Spánverja lauk í 3. sæti B-riðilsins árið 2014.Margir horfnir á braut Með gullinu í Brasilíu ákváðu leikmenn á borð við Miroslav Klose, Phillipp Lahm og Per Mertesacker að hætta með þýska landsliðinu. Tveimur árum síðar fylgdu Lukas Podolski og Bastian Schweinsteiger þeim og voru fimm reyndustu leikmenn liðsins þá horfnir á braut. Áttu þeir samanlagt 605 leiki að baki fyrir hönd Þýskalands. Ári síðar tefldu Þjóðverjar fram hálfgerðu varaliði í Álfukeppninni þar sem allir voru undir þrítugu en þeir fóru alla leið og komu heim með gullið. Kom þar í ljós að komið var að kynslóðaskiptum og að næsta kynslóð væri tilbúin að taka við keflinu. Fjórtán leikmenn úr hópnum sem tók gullið í Álfukeppninni í Rússlandi síðasta sumar eru í hópnum sem fer til Rússlands í sumar, fimmtán ef Leroy Sane er bætt við en hann þurfti að draga sig út úr hópnum í fyrra vegna meiðsla. Alls koma fjórtán nýir leikmenn inn í 27 manna hópinn sem Joachim Löw valdi frá síðasta móti og sýnir hann enga miskunn. Leikmenn á borð við Mario Götze, sem skoraði sigurmarkið í Ríó, fengu ekki farmiða enda óverðskuldað eftir að hafa lítið leikið á tímabilinu og frammistaðan ekki eftirtektarverð. Hryggjarsúlan verður byggð á leikmönnum sem fengu gullið í Brasilíu, Mesut Özil, Toni Kroos, Thomas Müller, Sami Khedira og miðvarðaparinu Jerome Boateng og Mats Hummels en óvíst er hvort Manuel Neuer verður klár í slaginn. Verður aukin ábyrgð á herðum yngri leikmanna á borð við Timo Werner, Leroy Sane, Julian Draxler og Julian Brandt að bera sóknarleikinn uppi. Þá verður fróðlegt að sjá hvort markahrókurinn Nils Petersen fái tækifæri en Petersen sem verður þrítugur á þessu ári hefur aldrei leikið fyrir A-landslið Þýskalands.Titilvörnin er erfið Eins og getið var um í upphafsorðunum hefur engu liði tekist að verja titilinn frá því að Brasilíumenn náðu því árið 1962. Aðeins einu liði hefur tekist að leika til úrslita í næstu keppni á eftir, Argentínumenn höfðu betur, 3-2, gegn Vestur-Þýskalandi árið 1986 en Þjóðverjar svöruðu fyrir það fjórum árum seinna með 1-0 sigri í Rómaborg og unnu þar sinn fjórða heimsmeistaratitil. Þýskaland er ásamt Ítalíu næstsigursælasta þjóðin á Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu með fjóra meistaratitla en aðeins Brasilía hefur unnið fimm titla. Í þremur tilraunum til að verja meistaratitilinn til þessa komst Þýskaland næst því árið 1958 þegar Þjóðverjar féllu úr leik gegn heimamönnum í Svíþjóð í undanúrslitaleiknum í Gautaborg. Tuttugu árum síðar féllu þeir úr leik sem eitt af átta síðustu liðunum á Heimsmeistaramótinu í Argentínu. Sömu örlög biðu Þjóðverja í Bandaríkjunum, sprækir Búlgarar sendu þá heim úr átta liða úrslitunum.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Sjá meira