Reykjavík til framtíðar Eyþór Arnalds skrifar 10. maí 2018 10:00 Reykjavík stendur á krossgötum. Við getum tekið af skarið og gert betur, eða haldið áfram með óbreytt ástand. Reykjavík þarf að vera samkeppnishæf. Ekki bara við nágrannasveitarfélögin sem hafa vaxið hraðar en borgin. Reykjavík á að vera samkeppnishæf við bestu borgir Evrópu. Hér viljum við að ungt fólk geti keypt og leigt íbúð á viðráðanlegu verði. Í því hverfi sem það velur. Við gerum kröfu um að leikskólarnir hafi pláss fyrir börnin okkar og séu fullmannaðir. Fólk á að komast á milli hverfa borgarinnar á styttri tíma. Og við viljum borg þar sem loftið er hreint og undir hættumörkum. Borg þar sem rými er fyrir þjónustu og fyrirtæki í austurhluta borgarinnar eins og á Keldum og í Mjóddinni. Þar sem skipulag er þannig að umferðin sé ekki stífluð í vesturátt á morgnana og í austur síðdegis. Þar sem almenningssamgöngur virka og eru raunverulegur valkostur. Hér er hægt að gera miklu betur á næstu fjórum árum.Uppfærum stjórnkerfið inn í 21. öldina Við þurfum stjórnkerfi sem er einfalt og skilvirkt. Stjórnunarkostnað sem er í samræmi við umfang og stærð Reykjavíkur. Í takt við þær kröfur sem við gerum til fyrirtækja á 21. öldinni. Til þess þarf breytingar. Borg sem er vel rekin svo ekki þurfi að hækka álögur á íbúa. Borgarstjóra sem er með viðtalstíma og svarar fyrir erfiðu málin. Borgarstjórn sem framkvæmir í stað þess að lofa. Reykjavík á að vera græn, tæknivædd og manneskjuleg borg. Hún hefur alla burði til þess. Það er einfalt að panta sér flugmiða og skrá sig í flug. Það er líka ekki dýrt. Það kostar álíka mikið að senda inn fyrirspurn í stjórnkerfi Reykjavíkur og að kaupa lággjaldafar til London: 17.000 krónur fyrir hverja spurningu. Við vitum hvenær flugvélin fer frá Keflavík. Það er hins vegar ómögulegt að vita hvenær og hvort spurningum sé svarað hjá borginni. Þessu þarf að breyta. Við ætlum að vernda grænu svæðin í borginni. Friðlýsing Elliðaárdals er löngu tímabær. Verndun Laugardals sem útivistar- og íþróttasvæðis er sjálfsögð. Reykjavík á langt í land með að verða snjallborg enda er sumt í stjórnkerfinu sem minnir á 19. aldar bréfaskriftir embættismanna. Þessu ber að breyta. Við viljum að skólarnir fái aukið sjálfstæði og geti undirbúið börnin okkar undir nýjar áskoranir fjórðu iðnbyltingarinnar. Áhersla á sjálfstæða hugsun, samskipti og sköpun skiptir miklu máli. Styðjum kennara og skólana okkar til að mæta þessum verkefnum nýrrar aldar. Þannig snjallborg vil ég sjá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Eyþór Arnalds Kosningar 2018 Mest lesið Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Reykjavík stendur á krossgötum. Við getum tekið af skarið og gert betur, eða haldið áfram með óbreytt ástand. Reykjavík þarf að vera samkeppnishæf. Ekki bara við nágrannasveitarfélögin sem hafa vaxið hraðar en borgin. Reykjavík á að vera samkeppnishæf við bestu borgir Evrópu. Hér viljum við að ungt fólk geti keypt og leigt íbúð á viðráðanlegu verði. Í því hverfi sem það velur. Við gerum kröfu um að leikskólarnir hafi pláss fyrir börnin okkar og séu fullmannaðir. Fólk á að komast á milli hverfa borgarinnar á styttri tíma. Og við viljum borg þar sem loftið er hreint og undir hættumörkum. Borg þar sem rými er fyrir þjónustu og fyrirtæki í austurhluta borgarinnar eins og á Keldum og í Mjóddinni. Þar sem skipulag er þannig að umferðin sé ekki stífluð í vesturátt á morgnana og í austur síðdegis. Þar sem almenningssamgöngur virka og eru raunverulegur valkostur. Hér er hægt að gera miklu betur á næstu fjórum árum.Uppfærum stjórnkerfið inn í 21. öldina Við þurfum stjórnkerfi sem er einfalt og skilvirkt. Stjórnunarkostnað sem er í samræmi við umfang og stærð Reykjavíkur. Í takt við þær kröfur sem við gerum til fyrirtækja á 21. öldinni. Til þess þarf breytingar. Borg sem er vel rekin svo ekki þurfi að hækka álögur á íbúa. Borgarstjóra sem er með viðtalstíma og svarar fyrir erfiðu málin. Borgarstjórn sem framkvæmir í stað þess að lofa. Reykjavík á að vera græn, tæknivædd og manneskjuleg borg. Hún hefur alla burði til þess. Það er einfalt að panta sér flugmiða og skrá sig í flug. Það er líka ekki dýrt. Það kostar álíka mikið að senda inn fyrirspurn í stjórnkerfi Reykjavíkur og að kaupa lággjaldafar til London: 17.000 krónur fyrir hverja spurningu. Við vitum hvenær flugvélin fer frá Keflavík. Það er hins vegar ómögulegt að vita hvenær og hvort spurningum sé svarað hjá borginni. Þessu þarf að breyta. Við ætlum að vernda grænu svæðin í borginni. Friðlýsing Elliðaárdals er löngu tímabær. Verndun Laugardals sem útivistar- og íþróttasvæðis er sjálfsögð. Reykjavík á langt í land með að verða snjallborg enda er sumt í stjórnkerfinu sem minnir á 19. aldar bréfaskriftir embættismanna. Þessu ber að breyta. Við viljum að skólarnir fái aukið sjálfstæði og geti undirbúið börnin okkar undir nýjar áskoranir fjórðu iðnbyltingarinnar. Áhersla á sjálfstæða hugsun, samskipti og sköpun skiptir miklu máli. Styðjum kennara og skólana okkar til að mæta þessum verkefnum nýrrar aldar. Þannig snjallborg vil ég sjá.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun