Reykjavík til framtíðar Eyþór Arnalds skrifar 10. maí 2018 10:00 Reykjavík stendur á krossgötum. Við getum tekið af skarið og gert betur, eða haldið áfram með óbreytt ástand. Reykjavík þarf að vera samkeppnishæf. Ekki bara við nágrannasveitarfélögin sem hafa vaxið hraðar en borgin. Reykjavík á að vera samkeppnishæf við bestu borgir Evrópu. Hér viljum við að ungt fólk geti keypt og leigt íbúð á viðráðanlegu verði. Í því hverfi sem það velur. Við gerum kröfu um að leikskólarnir hafi pláss fyrir börnin okkar og séu fullmannaðir. Fólk á að komast á milli hverfa borgarinnar á styttri tíma. Og við viljum borg þar sem loftið er hreint og undir hættumörkum. Borg þar sem rými er fyrir þjónustu og fyrirtæki í austurhluta borgarinnar eins og á Keldum og í Mjóddinni. Þar sem skipulag er þannig að umferðin sé ekki stífluð í vesturátt á morgnana og í austur síðdegis. Þar sem almenningssamgöngur virka og eru raunverulegur valkostur. Hér er hægt að gera miklu betur á næstu fjórum árum.Uppfærum stjórnkerfið inn í 21. öldina Við þurfum stjórnkerfi sem er einfalt og skilvirkt. Stjórnunarkostnað sem er í samræmi við umfang og stærð Reykjavíkur. Í takt við þær kröfur sem við gerum til fyrirtækja á 21. öldinni. Til þess þarf breytingar. Borg sem er vel rekin svo ekki þurfi að hækka álögur á íbúa. Borgarstjóra sem er með viðtalstíma og svarar fyrir erfiðu málin. Borgarstjórn sem framkvæmir í stað þess að lofa. Reykjavík á að vera græn, tæknivædd og manneskjuleg borg. Hún hefur alla burði til þess. Það er einfalt að panta sér flugmiða og skrá sig í flug. Það er líka ekki dýrt. Það kostar álíka mikið að senda inn fyrirspurn í stjórnkerfi Reykjavíkur og að kaupa lággjaldafar til London: 17.000 krónur fyrir hverja spurningu. Við vitum hvenær flugvélin fer frá Keflavík. Það er hins vegar ómögulegt að vita hvenær og hvort spurningum sé svarað hjá borginni. Þessu þarf að breyta. Við ætlum að vernda grænu svæðin í borginni. Friðlýsing Elliðaárdals er löngu tímabær. Verndun Laugardals sem útivistar- og íþróttasvæðis er sjálfsögð. Reykjavík á langt í land með að verða snjallborg enda er sumt í stjórnkerfinu sem minnir á 19. aldar bréfaskriftir embættismanna. Þessu ber að breyta. Við viljum að skólarnir fái aukið sjálfstæði og geti undirbúið börnin okkar undir nýjar áskoranir fjórðu iðnbyltingarinnar. Áhersla á sjálfstæða hugsun, samskipti og sköpun skiptir miklu máli. Styðjum kennara og skólana okkar til að mæta þessum verkefnum nýrrar aldar. Þannig snjallborg vil ég sjá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Eyþór Arnalds Kosningar 2018 Mest lesið Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Reykjavík stendur á krossgötum. Við getum tekið af skarið og gert betur, eða haldið áfram með óbreytt ástand. Reykjavík þarf að vera samkeppnishæf. Ekki bara við nágrannasveitarfélögin sem hafa vaxið hraðar en borgin. Reykjavík á að vera samkeppnishæf við bestu borgir Evrópu. Hér viljum við að ungt fólk geti keypt og leigt íbúð á viðráðanlegu verði. Í því hverfi sem það velur. Við gerum kröfu um að leikskólarnir hafi pláss fyrir börnin okkar og séu fullmannaðir. Fólk á að komast á milli hverfa borgarinnar á styttri tíma. Og við viljum borg þar sem loftið er hreint og undir hættumörkum. Borg þar sem rými er fyrir þjónustu og fyrirtæki í austurhluta borgarinnar eins og á Keldum og í Mjóddinni. Þar sem skipulag er þannig að umferðin sé ekki stífluð í vesturátt á morgnana og í austur síðdegis. Þar sem almenningssamgöngur virka og eru raunverulegur valkostur. Hér er hægt að gera miklu betur á næstu fjórum árum.Uppfærum stjórnkerfið inn í 21. öldina Við þurfum stjórnkerfi sem er einfalt og skilvirkt. Stjórnunarkostnað sem er í samræmi við umfang og stærð Reykjavíkur. Í takt við þær kröfur sem við gerum til fyrirtækja á 21. öldinni. Til þess þarf breytingar. Borg sem er vel rekin svo ekki þurfi að hækka álögur á íbúa. Borgarstjóra sem er með viðtalstíma og svarar fyrir erfiðu málin. Borgarstjórn sem framkvæmir í stað þess að lofa. Reykjavík á að vera græn, tæknivædd og manneskjuleg borg. Hún hefur alla burði til þess. Það er einfalt að panta sér flugmiða og skrá sig í flug. Það er líka ekki dýrt. Það kostar álíka mikið að senda inn fyrirspurn í stjórnkerfi Reykjavíkur og að kaupa lággjaldafar til London: 17.000 krónur fyrir hverja spurningu. Við vitum hvenær flugvélin fer frá Keflavík. Það er hins vegar ómögulegt að vita hvenær og hvort spurningum sé svarað hjá borginni. Þessu þarf að breyta. Við ætlum að vernda grænu svæðin í borginni. Friðlýsing Elliðaárdals er löngu tímabær. Verndun Laugardals sem útivistar- og íþróttasvæðis er sjálfsögð. Reykjavík á langt í land með að verða snjallborg enda er sumt í stjórnkerfinu sem minnir á 19. aldar bréfaskriftir embættismanna. Þessu ber að breyta. Við viljum að skólarnir fái aukið sjálfstæði og geti undirbúið börnin okkar undir nýjar áskoranir fjórðu iðnbyltingarinnar. Áhersla á sjálfstæða hugsun, samskipti og sköpun skiptir miklu máli. Styðjum kennara og skólana okkar til að mæta þessum verkefnum nýrrar aldar. Þannig snjallborg vil ég sjá.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun