Fjarskiptarisi greiddi lögmanni Trump fyrir ráðgjöf um samruna Kjartan Kjartansson skrifar 10. maí 2018 23:02 AT&T er stærsta fjarskiptafyrirtæki í heimi. Vísir/AFP Bandaríska fjarskiptafyrirtækið AT&T réði persónulegan lögmann Donalds Trump Bandaríkjaforseta aðeins nokkrum dögum eftir að hann sór embættiseið í fyrra til að ráðleggja fyrirtækinu í tengslum við margmilljarða dollara samruna sem var þá á borði bandarískra yfirvalda. Lögmaðurinn fékk meira en hálfa milljón dollara fyrir.Greiðslur AT&T og fleiri stórra fyrirtækja til Michaels Cohen, persónulegs lögmanns Trump, komu í ljós í vikunni í tengslum við mál klámmyndaleikkonu sem vill fá að segja frá kynferðislegu sambandi sem hún segist hafa átt við Trump árið 2006.Washington Post greinir nú frá því að ein af ástæðunum fyrir því að fjarskiptarisinn réði Cohen þremur dögum eftir embættiseiðinn í janúar í fyrra hafi verið sú að hann vildi ráðgjöf í tengslum við 85 milljarða dollara samruna við Time Warner. Samruninn var þá á borði Fjarskiptastofnunar Bandaríkjanna (FCC). Blaðið vísar í skjöl frá skúffufélagi Cohen sem það hefur undir höndum. Cohen fékk greidda 50.000 dollara á mánuði frá AT&T, alls um 600.000 dollara, í gegnum skúffufélagið Essential Consultants. Það er sama félag og greiddi Stephanie Clifford, klámmyndaleikkonunni se, segist hafa átt vingott við Trump, 130.000 dollara fyrir að þegja um sambandið rétt fyrir kosningarnar árið 2016. Bandaríska blaðið segir óljóst hvaða sérþekkingu Cohen bjó yfir sem fyrirtækið ásældist. Hann hefur fyrst og fremst starfað sem lögmaður í fasteignabransanum og rekið leigubílaþjónustu. Alls virðist félag hans hafa þegið milljónir dollara frá stórfyrirtækjum fyrir aðgang og innsýn í stjórn Trump.Segir Trump ekki hafa vitað af samningunum Trump var gagrýninn á samrunann í kosningabaráttunni á sínum tíma og ríkisstjórn hans lagðist gegn honum. Málið er nú fyrir dómstólum. Time Warner á meðal annars CNN-fréttastöðina sem Trump hefur ítrekað sakað um að flytja „falsfréttir“. Talsmenn Cohen og AT&T vildu ekki tjá sig um fréttirnar. Fyrirtækið hefur áður sagst hafa viljað fá innsýn inn í nýju ríkisstjórnina. Rudy Giuliani, lögmaður Trump, segir forsetann ekki hafa vitað af ráðgjafarstörfum Cohen. Svissneski lyfjarisinn Novartis greiddi Cohen einnig fyrir ráðgjafarstörf. Forstjóri þess sagði í gær að samningurinn við Cohen hafi verið „mistök“. Novartis hefur þurft að greiða milljónir dollara í dómssáttir og sektir vegna mútugreiðslna til stjórnmálamanna, embættismanna og lækna í nokkrum löndum. Cohen er nú til alríkisrannsóknar vegna mögulegra fjársvika. Yfirvöld gerðu húsleit á skrifstofu hans, íbúð og hótelherbergi í síðasta mánuði. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump endurgreiddi lögmanninum þagnargreiðsluna Rudy Giuliani segir að Donald Trump hafi endurgreitt lögmanni sínum, Michel Cohen, þá 130 þúsund dali sem varið var til að þagga niður í klámmyndaleikkonunni Stormy Daniels. 3. maí 2018 06:55 FBI réðst inn á skrifstofu lögmanns Bandaríkjaforseta Einhver skjalanna, sem alríkislögreglan lagði hald á, tengjast greiðslum Bandaríkjaforseta til klámstjörnunnar Stormy Daniels. 9. apríl 2018 21:00 Lyfjafyrirtæki ekki lengur með samning við lögmann Trump Svissneskt lyfjafyrirtæki sem hefur orðið uppvíst að spillingu annars staðar greiddi félagi lögmanns Trump Bandaríkjaforseti rúma milljón dollara í fyrra og fram á þetta ár. 9. maí 2018 15:29 Lögmaður Trump var ráðinn af fyrirtæki rússnesks auðjöfurs Michael Cohen er talinn hafa fengið hálfa milljón dala í kjölfar forsetakosninga Bandaríkjanna. 9. maí 2018 08:17 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Bandaríska fjarskiptafyrirtækið AT&T réði persónulegan lögmann Donalds Trump Bandaríkjaforseta aðeins nokkrum dögum eftir að hann sór embættiseið í fyrra til að ráðleggja fyrirtækinu í tengslum við margmilljarða dollara samruna sem var þá á borði bandarískra yfirvalda. Lögmaðurinn fékk meira en hálfa milljón dollara fyrir.Greiðslur AT&T og fleiri stórra fyrirtækja til Michaels Cohen, persónulegs lögmanns Trump, komu í ljós í vikunni í tengslum við mál klámmyndaleikkonu sem vill fá að segja frá kynferðislegu sambandi sem hún segist hafa átt við Trump árið 2006.Washington Post greinir nú frá því að ein af ástæðunum fyrir því að fjarskiptarisinn réði Cohen þremur dögum eftir embættiseiðinn í janúar í fyrra hafi verið sú að hann vildi ráðgjöf í tengslum við 85 milljarða dollara samruna við Time Warner. Samruninn var þá á borði Fjarskiptastofnunar Bandaríkjanna (FCC). Blaðið vísar í skjöl frá skúffufélagi Cohen sem það hefur undir höndum. Cohen fékk greidda 50.000 dollara á mánuði frá AT&T, alls um 600.000 dollara, í gegnum skúffufélagið Essential Consultants. Það er sama félag og greiddi Stephanie Clifford, klámmyndaleikkonunni se, segist hafa átt vingott við Trump, 130.000 dollara fyrir að þegja um sambandið rétt fyrir kosningarnar árið 2016. Bandaríska blaðið segir óljóst hvaða sérþekkingu Cohen bjó yfir sem fyrirtækið ásældist. Hann hefur fyrst og fremst starfað sem lögmaður í fasteignabransanum og rekið leigubílaþjónustu. Alls virðist félag hans hafa þegið milljónir dollara frá stórfyrirtækjum fyrir aðgang og innsýn í stjórn Trump.Segir Trump ekki hafa vitað af samningunum Trump var gagrýninn á samrunann í kosningabaráttunni á sínum tíma og ríkisstjórn hans lagðist gegn honum. Málið er nú fyrir dómstólum. Time Warner á meðal annars CNN-fréttastöðina sem Trump hefur ítrekað sakað um að flytja „falsfréttir“. Talsmenn Cohen og AT&T vildu ekki tjá sig um fréttirnar. Fyrirtækið hefur áður sagst hafa viljað fá innsýn inn í nýju ríkisstjórnina. Rudy Giuliani, lögmaður Trump, segir forsetann ekki hafa vitað af ráðgjafarstörfum Cohen. Svissneski lyfjarisinn Novartis greiddi Cohen einnig fyrir ráðgjafarstörf. Forstjóri þess sagði í gær að samningurinn við Cohen hafi verið „mistök“. Novartis hefur þurft að greiða milljónir dollara í dómssáttir og sektir vegna mútugreiðslna til stjórnmálamanna, embættismanna og lækna í nokkrum löndum. Cohen er nú til alríkisrannsóknar vegna mögulegra fjársvika. Yfirvöld gerðu húsleit á skrifstofu hans, íbúð og hótelherbergi í síðasta mánuði.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump endurgreiddi lögmanninum þagnargreiðsluna Rudy Giuliani segir að Donald Trump hafi endurgreitt lögmanni sínum, Michel Cohen, þá 130 þúsund dali sem varið var til að þagga niður í klámmyndaleikkonunni Stormy Daniels. 3. maí 2018 06:55 FBI réðst inn á skrifstofu lögmanns Bandaríkjaforseta Einhver skjalanna, sem alríkislögreglan lagði hald á, tengjast greiðslum Bandaríkjaforseta til klámstjörnunnar Stormy Daniels. 9. apríl 2018 21:00 Lyfjafyrirtæki ekki lengur með samning við lögmann Trump Svissneskt lyfjafyrirtæki sem hefur orðið uppvíst að spillingu annars staðar greiddi félagi lögmanns Trump Bandaríkjaforseti rúma milljón dollara í fyrra og fram á þetta ár. 9. maí 2018 15:29 Lögmaður Trump var ráðinn af fyrirtæki rússnesks auðjöfurs Michael Cohen er talinn hafa fengið hálfa milljón dala í kjölfar forsetakosninga Bandaríkjanna. 9. maí 2018 08:17 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Trump endurgreiddi lögmanninum þagnargreiðsluna Rudy Giuliani segir að Donald Trump hafi endurgreitt lögmanni sínum, Michel Cohen, þá 130 þúsund dali sem varið var til að þagga niður í klámmyndaleikkonunni Stormy Daniels. 3. maí 2018 06:55
FBI réðst inn á skrifstofu lögmanns Bandaríkjaforseta Einhver skjalanna, sem alríkislögreglan lagði hald á, tengjast greiðslum Bandaríkjaforseta til klámstjörnunnar Stormy Daniels. 9. apríl 2018 21:00
Lyfjafyrirtæki ekki lengur með samning við lögmann Trump Svissneskt lyfjafyrirtæki sem hefur orðið uppvíst að spillingu annars staðar greiddi félagi lögmanns Trump Bandaríkjaforseti rúma milljón dollara í fyrra og fram á þetta ár. 9. maí 2018 15:29
Lögmaður Trump var ráðinn af fyrirtæki rússnesks auðjöfurs Michael Cohen er talinn hafa fengið hálfa milljón dala í kjölfar forsetakosninga Bandaríkjanna. 9. maí 2018 08:17