Lögmaður Trump var ráðinn af fyrirtæki rússnesks auðjöfurs Samúel Karl Ólason skrifar 9. maí 2018 08:17 Michael Cohen hefur verið persónulegur lögmaður Donald Trump til langs tíma. Vísir/AP Michael Cohen, lögmaður Donald Trump, var í fyrra ráðinn af fyrirtækinu Columbus Nova sem tengist rússneska auðjöfrinum Viktor Vekselberg. Auðjöfurinn var viðstaddur embættistöku Trump en var svo beittur viðskiptaþvingunum af yfirvöldum Bandaríkjanna í síðasta mánuði, ásamt öðrum auðjöfrum sem tengjast Vladimir Putin. Columbus Nova sendi út tilkynningu eftir að Michael Avenatti, lögmaður klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels, birti yfirlit yfir greiðsluna á Twitter í gærkvöldi. Avenatti segir að Cohen hafi fengið hálfa milljón dala frá auðjöfrinum og hafi upphæðin verið greidd til félagsins Essential Consultants. Cohen stofnaði félagið í október 2016 og notaði það til þess að greiða Daniels 130 þúsund dali fyrir þögn hennar um meint framhjáhald hennar og Donald Trump árið 2005. Avenatti segir greiðsluna hafa borist Cohen á milli janúar og ágúst í fyrra. CNN hefur heimildir fyrir því að rannsakendur Robert Mueller, sérstaks saksóknara Dómsmálaráðuneytisins, hafi spurt Cohen og Vekselberg út í greiðslurnar. Hann var einnig spurður út í 300 þúsunda dala fjárveitingu sem yfirmaður bandarísks fyrirtækis hans veitti framboði Trump.Washington Post hefur heimildir fyrir því að rannsakendur Mueller skoði hvort að embættistaka Trump hafi að hluta til verið fjármögnuð með peningum erlendis frá, sem er bannað samkvæmt lögum Bandaríkjanna.After significant investigation, we have discovered that Mr. Trump’s atty Mr. Cohen received approximately $500,000 in the mos. after the election from a company controlled by a Russian Oligarc with close ties to Mr. Putin. These monies may have reimbursed the $130k payment. — Michael Avenatti (@MichaelAvenatti) May 8, 2018The Executive Summary from our first Preliminary Report on Findings may be accessed via the link below. Mr. Trump and Mr. Cohen have a lot of explaining to do.https://t.co/179WvIkRlD — Michael Avenatti (@MichaelAvenatti) May 8, 2018 Í kjölfar yfirlýsingar Avenatti var greiðslan staðfest af fjölmiðlum í Bandaríkjunum. Í kjölfarið sendi Columbus Nova út tilkynningu um að Cohen hefði fengið greitt vegna ráðgjafastarfa hans fyrir fyrirtækið í sambandi við fasteignaviðskipti og að Vekselberg sjálfur hefði ekki komið að málinu með nokkrum hætti. Bandaríska fyrirtækið AT&T greiddi Cohen einnig 50 þúsund dali á mánuði í fjóra mánuði, skömmu áður en Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna reyndi að koma í veg fyrir samruna AT&T og Time Warner. Talsmaður AT&T segir að Cohen hafi verið ráðinn til að veita fyrirtækinu „innsýn“ í ríkisstjórn Trump. Greiðslurnar runnu einnig inn í Essential Consultants. Avenatti heldur því einnig fram að fyrirtækin Novartis Investments og Korea Aerospace Industries hafi greitt Cohen háar fjárhæðir í gegnum Essential Consultants. Bæði fyrirtækin eiga í umfangsmiklum viðskiptum við stjórnvöld Bandaríkjanna. Skömmu eftir að Cohen fékk síðustu greiðsluna frá Novartis fundaði Trump með nýjum forstjóra fyrirtækisins í Davos í Sviss. Í yfirlýsingu til Washington Post segir að greiðslurnar til Cohen hafi ekki tengst fundinum. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fleiri fréttir Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Sjá meira
Michael Cohen, lögmaður Donald Trump, var í fyrra ráðinn af fyrirtækinu Columbus Nova sem tengist rússneska auðjöfrinum Viktor Vekselberg. Auðjöfurinn var viðstaddur embættistöku Trump en var svo beittur viðskiptaþvingunum af yfirvöldum Bandaríkjanna í síðasta mánuði, ásamt öðrum auðjöfrum sem tengjast Vladimir Putin. Columbus Nova sendi út tilkynningu eftir að Michael Avenatti, lögmaður klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels, birti yfirlit yfir greiðsluna á Twitter í gærkvöldi. Avenatti segir að Cohen hafi fengið hálfa milljón dala frá auðjöfrinum og hafi upphæðin verið greidd til félagsins Essential Consultants. Cohen stofnaði félagið í október 2016 og notaði það til þess að greiða Daniels 130 þúsund dali fyrir þögn hennar um meint framhjáhald hennar og Donald Trump árið 2005. Avenatti segir greiðsluna hafa borist Cohen á milli janúar og ágúst í fyrra. CNN hefur heimildir fyrir því að rannsakendur Robert Mueller, sérstaks saksóknara Dómsmálaráðuneytisins, hafi spurt Cohen og Vekselberg út í greiðslurnar. Hann var einnig spurður út í 300 þúsunda dala fjárveitingu sem yfirmaður bandarísks fyrirtækis hans veitti framboði Trump.Washington Post hefur heimildir fyrir því að rannsakendur Mueller skoði hvort að embættistaka Trump hafi að hluta til verið fjármögnuð með peningum erlendis frá, sem er bannað samkvæmt lögum Bandaríkjanna.After significant investigation, we have discovered that Mr. Trump’s atty Mr. Cohen received approximately $500,000 in the mos. after the election from a company controlled by a Russian Oligarc with close ties to Mr. Putin. These monies may have reimbursed the $130k payment. — Michael Avenatti (@MichaelAvenatti) May 8, 2018The Executive Summary from our first Preliminary Report on Findings may be accessed via the link below. Mr. Trump and Mr. Cohen have a lot of explaining to do.https://t.co/179WvIkRlD — Michael Avenatti (@MichaelAvenatti) May 8, 2018 Í kjölfar yfirlýsingar Avenatti var greiðslan staðfest af fjölmiðlum í Bandaríkjunum. Í kjölfarið sendi Columbus Nova út tilkynningu um að Cohen hefði fengið greitt vegna ráðgjafastarfa hans fyrir fyrirtækið í sambandi við fasteignaviðskipti og að Vekselberg sjálfur hefði ekki komið að málinu með nokkrum hætti. Bandaríska fyrirtækið AT&T greiddi Cohen einnig 50 þúsund dali á mánuði í fjóra mánuði, skömmu áður en Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna reyndi að koma í veg fyrir samruna AT&T og Time Warner. Talsmaður AT&T segir að Cohen hafi verið ráðinn til að veita fyrirtækinu „innsýn“ í ríkisstjórn Trump. Greiðslurnar runnu einnig inn í Essential Consultants. Avenatti heldur því einnig fram að fyrirtækin Novartis Investments og Korea Aerospace Industries hafi greitt Cohen háar fjárhæðir í gegnum Essential Consultants. Bæði fyrirtækin eiga í umfangsmiklum viðskiptum við stjórnvöld Bandaríkjanna. Skömmu eftir að Cohen fékk síðustu greiðsluna frá Novartis fundaði Trump með nýjum forstjóra fyrirtækisins í Davos í Sviss. Í yfirlýsingu til Washington Post segir að greiðslurnar til Cohen hafi ekki tengst fundinum.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fleiri fréttir Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Sjá meira