Sjarmi við sjávarplássið Hildur Björnsdóttir skrifar 15. maí 2018 07:00 Ljúfsár lykt af sjávarfangi vekur minningar. Dægradvöl við dorgveiði á sólríkum degi. Skip koma að höfn til hvíldar. Börn bralla við bryggju í brælu. Lifandi tengsl fólks við haf og höfn. Æskuminningar úr sjávarplássinu Hafnarfirði. Búsetukostir og hafnarstarfsemi fóru laglega saman. Gamla höfnin í Reykjavík hefur tekið breytingum. Umsvif útgerðar á hafnarsvæðinu hafa minnkað. Hafnsækin starfsemi þarf nú minna landrými en áður. Ásókn rekstraraðila í húsnæði sem áður hýsti sjávarútveg hefur aukist. Þar finnst nú blómleg verslun og þjónusta. Örfirisey er lifandi – en þar býr ekkert fólk. Það er skortur á íbúðarhúsnæði í Reykjavík. Skorturinn er viðvarandi og endurspeglast í mikilli verðhækkun íbúða. Fjölga þarf hagstæðum búsetukostum vestarlega þar sem eftirspurn er mikil. Tryggja þarf fleiri búsetumöguleika í námunda við stærstu vinnustaði borgarinnar. Tugþúsunda íbúðaþörf næstu ára verður ekki að fullu svarað á þéttingarreitum í miðborg og nágrenni. Það þarf ný svæði og nýjar hugmyndir. Örfirisey er að mestu byggð á landfyllingum – svæðið mætti stækka enn frekar. Með þeim hætti hafa ýmis hverfi höfuðborgarsvæðisins risið. Framkvæmdin er einföld á grunnsævi, fyllingarefni úr húsagrunnum ódýrt og uppdæling af sjávarbotni auðveld. Fjárfestingin er góð enda eignast borgin verðmætt land. Sjálfstæðisflokkurinn sér möguleika á 4.000 íbúða lágreistri byggð með áherslu á spennandi lausnir fyrir ungt fólk. Hagstæðar lóðaúthlutanir til byggingar hagkvæmra búsetueininga. Allt yrði þetta viðfangsefni vandaðrar skipulagsvinnu. Sjálfstæðisflokkurinn vill reisa bíllausa byggð – mannvæna byggð í sátt við útgerð og fiskvinnslu. Vistvæna og græna byggð sem ekki þrengir að hafnsækinni starfsemi. Byggð sem stendur vörð um gömlu höfnina og mikilvægi hennar fyrir atvinnulíf og sögu borgarinnar. Byggð sem blandar saman búsetukostum og borgarstarfsemi – samspil sjávar og mannlífs – sjálfbæra og lifandi Örfirisey. Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir frelsi og val – fjölbreytta borg fyrir fjölbreytt fólk. Frelsið til að velja samgöngukosti og fjölbreytta búsetukosti. Frelsið til að velja bíllausa byggð – til kaupa á fasteign, án kaupa á bílastæði. Val um hagkvæmar búsetueiningar. Val um að eignast heimili. Sáldrandi sjarma við sjávarplássið og lifandi byggð við sjávarsíðuna.Höfundur skipar 2. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hildur Björnsdóttir Kosningar 2018 Mest lesið Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Ljúfsár lykt af sjávarfangi vekur minningar. Dægradvöl við dorgveiði á sólríkum degi. Skip koma að höfn til hvíldar. Börn bralla við bryggju í brælu. Lifandi tengsl fólks við haf og höfn. Æskuminningar úr sjávarplássinu Hafnarfirði. Búsetukostir og hafnarstarfsemi fóru laglega saman. Gamla höfnin í Reykjavík hefur tekið breytingum. Umsvif útgerðar á hafnarsvæðinu hafa minnkað. Hafnsækin starfsemi þarf nú minna landrými en áður. Ásókn rekstraraðila í húsnæði sem áður hýsti sjávarútveg hefur aukist. Þar finnst nú blómleg verslun og þjónusta. Örfirisey er lifandi – en þar býr ekkert fólk. Það er skortur á íbúðarhúsnæði í Reykjavík. Skorturinn er viðvarandi og endurspeglast í mikilli verðhækkun íbúða. Fjölga þarf hagstæðum búsetukostum vestarlega þar sem eftirspurn er mikil. Tryggja þarf fleiri búsetumöguleika í námunda við stærstu vinnustaði borgarinnar. Tugþúsunda íbúðaþörf næstu ára verður ekki að fullu svarað á þéttingarreitum í miðborg og nágrenni. Það þarf ný svæði og nýjar hugmyndir. Örfirisey er að mestu byggð á landfyllingum – svæðið mætti stækka enn frekar. Með þeim hætti hafa ýmis hverfi höfuðborgarsvæðisins risið. Framkvæmdin er einföld á grunnsævi, fyllingarefni úr húsagrunnum ódýrt og uppdæling af sjávarbotni auðveld. Fjárfestingin er góð enda eignast borgin verðmætt land. Sjálfstæðisflokkurinn sér möguleika á 4.000 íbúða lágreistri byggð með áherslu á spennandi lausnir fyrir ungt fólk. Hagstæðar lóðaúthlutanir til byggingar hagkvæmra búsetueininga. Allt yrði þetta viðfangsefni vandaðrar skipulagsvinnu. Sjálfstæðisflokkurinn vill reisa bíllausa byggð – mannvæna byggð í sátt við útgerð og fiskvinnslu. Vistvæna og græna byggð sem ekki þrengir að hafnsækinni starfsemi. Byggð sem stendur vörð um gömlu höfnina og mikilvægi hennar fyrir atvinnulíf og sögu borgarinnar. Byggð sem blandar saman búsetukostum og borgarstarfsemi – samspil sjávar og mannlífs – sjálfbæra og lifandi Örfirisey. Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir frelsi og val – fjölbreytta borg fyrir fjölbreytt fólk. Frelsið til að velja samgöngukosti og fjölbreytta búsetukosti. Frelsið til að velja bíllausa byggð – til kaupa á fasteign, án kaupa á bílastæði. Val um hagkvæmar búsetueiningar. Val um að eignast heimili. Sáldrandi sjarma við sjávarplássið og lifandi byggð við sjávarsíðuna.Höfundur skipar 2. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun