Kalla eftir úttekt á loftgæðum innilaugar Sigurður Mikael Jónsson skrifar 15. maí 2018 08:00 Herdís Anna Þorvaldsdóttir segir sundfólk finna fyrir óþægindum í innilaug Laugardalslaugar og vill láta kanna loftgæðin. Vísir/Andri Sjálfstæðismenn í íþrótta- og tómstundaráði vilja að gerð verði óháð úttekt á loftgæðum í innilaug Laugardalslaugar vegna „ítrekaðra tilfella astma- og lungnasjúkdóma“ meðal iðkenda. Forstöðumaður segir mælingar koma vel út. „Ég er í stjórn sunddeildar Fjölnis og dóttir mín er að æfa sund og fær alltaf astma þegar hún fer í innilaugina í Laugardal. Þannig að ég hef persónulega reynslu af þessu og þegar ég fór að tjá mig um þetta í stjórninni og við þjálfarana þá voru fleiri sem þekktu þetta,“ segir varaborgarfulltrúinn Herdís Anna Þorvaldsdóttir sem lagði fram tillöguna. Hún segir tillöguna fela í sér að láta skoða loftgæðin, ekki bara út frá klór, heldur líka hvort sveppur eða mygla þrífist hugsanlega í húsnæðinu sem útskýrt gæti óþægindin sem iðkendur finni fyrir.Logi Sigurfinnsson, forstöðumaður Laugardalslaugar. Fréttablaðið/Eyþór„Það er þekkt meðal sundiðkenda í innilaugum að þegar þú andar að þér loftinu rétt fyrir ofan vatnsyfirborðið ert þú að anda að þér klór. Það er eðlilegt. Spurningin er, af því að þetta er mismikið eftir innilaugum, hvort það séu nógu góð loftskipti þarna eða hvort það sé eitthvað annað að trufla líka.“ Logi Sigurfinnsson, forstöðumaður Laugardalslaugar, kveðst ekki kannast við að innilaug Laugardalslaugar sé verri en aðrar hvað þetta varðar, raunar þvert á móti. Árlegar loftgæðamælingar, á svokölluðu trihalomethane, sýni að Laugardalslaug komi vel út. Logi kveðst hafa mætt á fund ráðsins á föstudaginn með nýjar mælingar rannsóknarstofu í lífefnafræði við Háskóla Íslands. „Ef við útskýrum þetta í einingum trihalomethane, þá leyfir ESB 50 einingar per lítra, Danmörk miðar við 25 og innilaugin í Laugardal hefur frá árinu 2007 aldrei farið yfir sjö. Ég þekki því ekki að loftgæðin í innilauginni séu eitthvað slæm. Og ef loftræstingin eða annað væri slæmt væri ekki svona lágt THM-gildi í loftinu. Þetta er atriði sem verður að passa vel í innilaugum en það hefur oft verið talað í gegnum árin um lélega loftræstingu og hita, laugin er auðvitað gler á alla kanta og þegar mikið af fólki er þar komið saman þá er heitt þarna. En allar mælingar sem við höfum, sýna að allt sé í lagi.“ Logi segir að annað sem hafi hjálpað frá árinu 2007 við að halda loftgæðum jafn góðum og raun ber vitni er að þá fóru þau að framleiða eigin klór sem hafi aukið gæði baðvatnsins mjög. Þau hafi verið í um 18-19 einingum fyrir það en sem fyrr segir aldrei farið yfir sjö síðan. Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Sundlaugar Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Sjálfstæðismenn í íþrótta- og tómstundaráði vilja að gerð verði óháð úttekt á loftgæðum í innilaug Laugardalslaugar vegna „ítrekaðra tilfella astma- og lungnasjúkdóma“ meðal iðkenda. Forstöðumaður segir mælingar koma vel út. „Ég er í stjórn sunddeildar Fjölnis og dóttir mín er að æfa sund og fær alltaf astma þegar hún fer í innilaugina í Laugardal. Þannig að ég hef persónulega reynslu af þessu og þegar ég fór að tjá mig um þetta í stjórninni og við þjálfarana þá voru fleiri sem þekktu þetta,“ segir varaborgarfulltrúinn Herdís Anna Þorvaldsdóttir sem lagði fram tillöguna. Hún segir tillöguna fela í sér að láta skoða loftgæðin, ekki bara út frá klór, heldur líka hvort sveppur eða mygla þrífist hugsanlega í húsnæðinu sem útskýrt gæti óþægindin sem iðkendur finni fyrir.Logi Sigurfinnsson, forstöðumaður Laugardalslaugar. Fréttablaðið/Eyþór„Það er þekkt meðal sundiðkenda í innilaugum að þegar þú andar að þér loftinu rétt fyrir ofan vatnsyfirborðið ert þú að anda að þér klór. Það er eðlilegt. Spurningin er, af því að þetta er mismikið eftir innilaugum, hvort það séu nógu góð loftskipti þarna eða hvort það sé eitthvað annað að trufla líka.“ Logi Sigurfinnsson, forstöðumaður Laugardalslaugar, kveðst ekki kannast við að innilaug Laugardalslaugar sé verri en aðrar hvað þetta varðar, raunar þvert á móti. Árlegar loftgæðamælingar, á svokölluðu trihalomethane, sýni að Laugardalslaug komi vel út. Logi kveðst hafa mætt á fund ráðsins á föstudaginn með nýjar mælingar rannsóknarstofu í lífefnafræði við Háskóla Íslands. „Ef við útskýrum þetta í einingum trihalomethane, þá leyfir ESB 50 einingar per lítra, Danmörk miðar við 25 og innilaugin í Laugardal hefur frá árinu 2007 aldrei farið yfir sjö. Ég þekki því ekki að loftgæðin í innilauginni séu eitthvað slæm. Og ef loftræstingin eða annað væri slæmt væri ekki svona lágt THM-gildi í loftinu. Þetta er atriði sem verður að passa vel í innilaugum en það hefur oft verið talað í gegnum árin um lélega loftræstingu og hita, laugin er auðvitað gler á alla kanta og þegar mikið af fólki er þar komið saman þá er heitt þarna. En allar mælingar sem við höfum, sýna að allt sé í lagi.“ Logi segir að annað sem hafi hjálpað frá árinu 2007 við að halda loftgæðum jafn góðum og raun ber vitni er að þá fóru þau að framleiða eigin klór sem hafi aukið gæði baðvatnsins mjög. Þau hafi verið í um 18-19 einingum fyrir það en sem fyrr segir aldrei farið yfir sjö síðan.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Sundlaugar Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira