Skotárásin í Santa Fe: „Ekki nógu hugaður til að fremja sjálfsvíg“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. maí 2018 21:23 Frá vettvangi í Santa Fe-framhaldsskólanum í dag. Vísir/AFP Byssumaðurinn sem skaut tíu til bana í framhaldsskóla í Texas í dag heitir Dimitrios Pagourtzis og er sautján ára gamall. Pagourtzis er nemandi við skólann en komið hefur í ljós að byssurnar, sem hann notaði í árásinni, eru í eigu föður hans.Sjá einnig: Margir taldir af eftir skotárás í skóla í Bandaríkjunum Pagourtzis framdi ódæðisverkið við byrjun skóladags í Santa Fe-framhaldsskólanum en hann gekk inn í myndlistartíma og hóf þar skothríð skömmu fyrir klukkan átta í morgun að staðartíma. Vitni segja kennara hafa komið brunavarnarkerfi skólans af stað til að gera nemendum og starfsfólki viðvart um hættuna sem var á ferðum.Dmitrios Pagourtzis birti þessar myndir af sér á samfélagsmiðlum.Vísir/AFPÞá hefur komið fram að vopnin, sem hinn sautján ára Pagourtzis notaði í árásinni, hafi verið í eigu föður hans sem hafði tilskilin leyfi fyrir notkun þeirra. Um var að ræða haglabyssu og skammbyssu. Lögreglustjóri umdæmisins sagði enn fremur að „nokkrar tegundir af sprengjum“ hefðu fundist í skólanum og í grennd við hann. Í frétt CBS kemur fram að lögregla leiti enn að sprengjum í nágrenni skólans og þá var gerð húsleit á heimili árásarmannsins. Gregg Abbott, ríkisstjóri Texas, vottaði fjölskyldum fórnarlamba árásarinnar samúð sína í dag. Þá sagði hann árásarmanninn hafa gefið sig fram við lögreglu vegna þess að hann „var ekki nógu hugaður til að fremja sjálfsvíg.“ Pagourtzis er nú í haldi lögreglu og þá var annar maður einnig handtekinn vegna árásarinnar en sá hefur ekki verið nafngreindur. Í frétt AP-fréttastofunnar kemur fram að árásarmaðurinn hafi birt mynd af sér á Facebook þar sem hann klæðist bol með áletruninni „Fæddur til að drepa“ (e. Born to Kill). Þá hafa skólafélagar árásarmannsins lýst honum sem „hljóðlátum“ og einhverjir hafa sagt hann áhugasaman um byssur. Í febrúar síðastliðnum skaut byssumaður sautján til bana í Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólanum í Parkland í Flórída-ríki. Emma González, nemandi við skólann sem hefur orðið eitt helsta andlit baráttu fyrir hertri byssulöggjöf í Bandaríkjunum eftir árásina í Parkland, ávarpaði nemendur Santa Fe-framhaldsskólans á Twitter-reikningi sínum í dag. „Þið áttuð þetta ekki skilið,“ skrifaði González meðal annars.Santa Fe High, you didn't deserve this. You deserve peace all your lives, not just after a tombstone saying that is put over you. You deserve more than Thoughts and Prayers, and after supporting us by walking out we will be there to support you by raising up your voices.— Emma González (@Emma4Change) May 18, 2018 Þá vottaði Donald Trump Bandaríkjaforseti nemendum í Santa Fe samúð sína á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag.We grieve for the terrible loss of life, and send our support and love to everyone affected by this horrible attack in Texas. To the students, families, teachers and personnel at Santa Fe High School – we are with you in this tragic hour, and we will be with you forever... pic.twitter.com/LtJ0D29Hsv— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 18, 2018 Frétt Stöðvar 2 um árásina, sem sýnd var í fréttatíma kvöldsins, má sjá í spilaranum hér að neðan. Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Í lögreglufylgd á fyrsta degi skólahalds eftir skotárás Nemendur menntaskólans í Parkland láta í sér heyra og krefjast þess að breytingar verði gerðar á byssulöggjöf. 28. febrúar 2018 13:59 Margir taldir af eftir skotárás í skóla í Bandaríkjunum Einn í haldi. 18. maí 2018 15:27 Leyfa sér um að efast að Trump hefði hlaupið inn í skólann Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram á dögunum að hann hefði hlaupið inn í Stoneman Douglas-skólann í Flórída hefði hann verið á staðnum þegar mannskæð skotárás var framin þar fyrr í mánuðinum. 27. febrúar 2018 20:14 Las upp nöfn fallinna skólafélaga og þagði Emma González var ein þeirra sem steig á svið í Washington D.C. í dag eftir kröfugönguna March for Our Lives. 24. mars 2018 22:51 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Byssumaðurinn sem skaut tíu til bana í framhaldsskóla í Texas í dag heitir Dimitrios Pagourtzis og er sautján ára gamall. Pagourtzis er nemandi við skólann en komið hefur í ljós að byssurnar, sem hann notaði í árásinni, eru í eigu föður hans.Sjá einnig: Margir taldir af eftir skotárás í skóla í Bandaríkjunum Pagourtzis framdi ódæðisverkið við byrjun skóladags í Santa Fe-framhaldsskólanum en hann gekk inn í myndlistartíma og hóf þar skothríð skömmu fyrir klukkan átta í morgun að staðartíma. Vitni segja kennara hafa komið brunavarnarkerfi skólans af stað til að gera nemendum og starfsfólki viðvart um hættuna sem var á ferðum.Dmitrios Pagourtzis birti þessar myndir af sér á samfélagsmiðlum.Vísir/AFPÞá hefur komið fram að vopnin, sem hinn sautján ára Pagourtzis notaði í árásinni, hafi verið í eigu föður hans sem hafði tilskilin leyfi fyrir notkun þeirra. Um var að ræða haglabyssu og skammbyssu. Lögreglustjóri umdæmisins sagði enn fremur að „nokkrar tegundir af sprengjum“ hefðu fundist í skólanum og í grennd við hann. Í frétt CBS kemur fram að lögregla leiti enn að sprengjum í nágrenni skólans og þá var gerð húsleit á heimili árásarmannsins. Gregg Abbott, ríkisstjóri Texas, vottaði fjölskyldum fórnarlamba árásarinnar samúð sína í dag. Þá sagði hann árásarmanninn hafa gefið sig fram við lögreglu vegna þess að hann „var ekki nógu hugaður til að fremja sjálfsvíg.“ Pagourtzis er nú í haldi lögreglu og þá var annar maður einnig handtekinn vegna árásarinnar en sá hefur ekki verið nafngreindur. Í frétt AP-fréttastofunnar kemur fram að árásarmaðurinn hafi birt mynd af sér á Facebook þar sem hann klæðist bol með áletruninni „Fæddur til að drepa“ (e. Born to Kill). Þá hafa skólafélagar árásarmannsins lýst honum sem „hljóðlátum“ og einhverjir hafa sagt hann áhugasaman um byssur. Í febrúar síðastliðnum skaut byssumaður sautján til bana í Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólanum í Parkland í Flórída-ríki. Emma González, nemandi við skólann sem hefur orðið eitt helsta andlit baráttu fyrir hertri byssulöggjöf í Bandaríkjunum eftir árásina í Parkland, ávarpaði nemendur Santa Fe-framhaldsskólans á Twitter-reikningi sínum í dag. „Þið áttuð þetta ekki skilið,“ skrifaði González meðal annars.Santa Fe High, you didn't deserve this. You deserve peace all your lives, not just after a tombstone saying that is put over you. You deserve more than Thoughts and Prayers, and after supporting us by walking out we will be there to support you by raising up your voices.— Emma González (@Emma4Change) May 18, 2018 Þá vottaði Donald Trump Bandaríkjaforseti nemendum í Santa Fe samúð sína á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag.We grieve for the terrible loss of life, and send our support and love to everyone affected by this horrible attack in Texas. To the students, families, teachers and personnel at Santa Fe High School – we are with you in this tragic hour, and we will be with you forever... pic.twitter.com/LtJ0D29Hsv— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 18, 2018 Frétt Stöðvar 2 um árásina, sem sýnd var í fréttatíma kvöldsins, má sjá í spilaranum hér að neðan.
Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Í lögreglufylgd á fyrsta degi skólahalds eftir skotárás Nemendur menntaskólans í Parkland láta í sér heyra og krefjast þess að breytingar verði gerðar á byssulöggjöf. 28. febrúar 2018 13:59 Margir taldir af eftir skotárás í skóla í Bandaríkjunum Einn í haldi. 18. maí 2018 15:27 Leyfa sér um að efast að Trump hefði hlaupið inn í skólann Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram á dögunum að hann hefði hlaupið inn í Stoneman Douglas-skólann í Flórída hefði hann verið á staðnum þegar mannskæð skotárás var framin þar fyrr í mánuðinum. 27. febrúar 2018 20:14 Las upp nöfn fallinna skólafélaga og þagði Emma González var ein þeirra sem steig á svið í Washington D.C. í dag eftir kröfugönguna March for Our Lives. 24. mars 2018 22:51 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Í lögreglufylgd á fyrsta degi skólahalds eftir skotárás Nemendur menntaskólans í Parkland láta í sér heyra og krefjast þess að breytingar verði gerðar á byssulöggjöf. 28. febrúar 2018 13:59
Leyfa sér um að efast að Trump hefði hlaupið inn í skólann Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram á dögunum að hann hefði hlaupið inn í Stoneman Douglas-skólann í Flórída hefði hann verið á staðnum þegar mannskæð skotárás var framin þar fyrr í mánuðinum. 27. febrúar 2018 20:14
Las upp nöfn fallinna skólafélaga og þagði Emma González var ein þeirra sem steig á svið í Washington D.C. í dag eftir kröfugönguna March for Our Lives. 24. mars 2018 22:51