Skotárásin í Santa Fe: „Ekki nógu hugaður til að fremja sjálfsvíg“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. maí 2018 21:23 Frá vettvangi í Santa Fe-framhaldsskólanum í dag. Vísir/AFP Byssumaðurinn sem skaut tíu til bana í framhaldsskóla í Texas í dag heitir Dimitrios Pagourtzis og er sautján ára gamall. Pagourtzis er nemandi við skólann en komið hefur í ljós að byssurnar, sem hann notaði í árásinni, eru í eigu föður hans.Sjá einnig: Margir taldir af eftir skotárás í skóla í Bandaríkjunum Pagourtzis framdi ódæðisverkið við byrjun skóladags í Santa Fe-framhaldsskólanum en hann gekk inn í myndlistartíma og hóf þar skothríð skömmu fyrir klukkan átta í morgun að staðartíma. Vitni segja kennara hafa komið brunavarnarkerfi skólans af stað til að gera nemendum og starfsfólki viðvart um hættuna sem var á ferðum.Dmitrios Pagourtzis birti þessar myndir af sér á samfélagsmiðlum.Vísir/AFPÞá hefur komið fram að vopnin, sem hinn sautján ára Pagourtzis notaði í árásinni, hafi verið í eigu föður hans sem hafði tilskilin leyfi fyrir notkun þeirra. Um var að ræða haglabyssu og skammbyssu. Lögreglustjóri umdæmisins sagði enn fremur að „nokkrar tegundir af sprengjum“ hefðu fundist í skólanum og í grennd við hann. Í frétt CBS kemur fram að lögregla leiti enn að sprengjum í nágrenni skólans og þá var gerð húsleit á heimili árásarmannsins. Gregg Abbott, ríkisstjóri Texas, vottaði fjölskyldum fórnarlamba árásarinnar samúð sína í dag. Þá sagði hann árásarmanninn hafa gefið sig fram við lögreglu vegna þess að hann „var ekki nógu hugaður til að fremja sjálfsvíg.“ Pagourtzis er nú í haldi lögreglu og þá var annar maður einnig handtekinn vegna árásarinnar en sá hefur ekki verið nafngreindur. Í frétt AP-fréttastofunnar kemur fram að árásarmaðurinn hafi birt mynd af sér á Facebook þar sem hann klæðist bol með áletruninni „Fæddur til að drepa“ (e. Born to Kill). Þá hafa skólafélagar árásarmannsins lýst honum sem „hljóðlátum“ og einhverjir hafa sagt hann áhugasaman um byssur. Í febrúar síðastliðnum skaut byssumaður sautján til bana í Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólanum í Parkland í Flórída-ríki. Emma González, nemandi við skólann sem hefur orðið eitt helsta andlit baráttu fyrir hertri byssulöggjöf í Bandaríkjunum eftir árásina í Parkland, ávarpaði nemendur Santa Fe-framhaldsskólans á Twitter-reikningi sínum í dag. „Þið áttuð þetta ekki skilið,“ skrifaði González meðal annars.Santa Fe High, you didn't deserve this. You deserve peace all your lives, not just after a tombstone saying that is put over you. You deserve more than Thoughts and Prayers, and after supporting us by walking out we will be there to support you by raising up your voices.— Emma González (@Emma4Change) May 18, 2018 Þá vottaði Donald Trump Bandaríkjaforseti nemendum í Santa Fe samúð sína á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag.We grieve for the terrible loss of life, and send our support and love to everyone affected by this horrible attack in Texas. To the students, families, teachers and personnel at Santa Fe High School – we are with you in this tragic hour, and we will be with you forever... pic.twitter.com/LtJ0D29Hsv— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 18, 2018 Frétt Stöðvar 2 um árásina, sem sýnd var í fréttatíma kvöldsins, má sjá í spilaranum hér að neðan. Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Í lögreglufylgd á fyrsta degi skólahalds eftir skotárás Nemendur menntaskólans í Parkland láta í sér heyra og krefjast þess að breytingar verði gerðar á byssulöggjöf. 28. febrúar 2018 13:59 Margir taldir af eftir skotárás í skóla í Bandaríkjunum Einn í haldi. 18. maí 2018 15:27 Leyfa sér um að efast að Trump hefði hlaupið inn í skólann Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram á dögunum að hann hefði hlaupið inn í Stoneman Douglas-skólann í Flórída hefði hann verið á staðnum þegar mannskæð skotárás var framin þar fyrr í mánuðinum. 27. febrúar 2018 20:14 Las upp nöfn fallinna skólafélaga og þagði Emma González var ein þeirra sem steig á svið í Washington D.C. í dag eftir kröfugönguna March for Our Lives. 24. mars 2018 22:51 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið hafnar undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Byssumaðurinn sem skaut tíu til bana í framhaldsskóla í Texas í dag heitir Dimitrios Pagourtzis og er sautján ára gamall. Pagourtzis er nemandi við skólann en komið hefur í ljós að byssurnar, sem hann notaði í árásinni, eru í eigu föður hans.Sjá einnig: Margir taldir af eftir skotárás í skóla í Bandaríkjunum Pagourtzis framdi ódæðisverkið við byrjun skóladags í Santa Fe-framhaldsskólanum en hann gekk inn í myndlistartíma og hóf þar skothríð skömmu fyrir klukkan átta í morgun að staðartíma. Vitni segja kennara hafa komið brunavarnarkerfi skólans af stað til að gera nemendum og starfsfólki viðvart um hættuna sem var á ferðum.Dmitrios Pagourtzis birti þessar myndir af sér á samfélagsmiðlum.Vísir/AFPÞá hefur komið fram að vopnin, sem hinn sautján ára Pagourtzis notaði í árásinni, hafi verið í eigu föður hans sem hafði tilskilin leyfi fyrir notkun þeirra. Um var að ræða haglabyssu og skammbyssu. Lögreglustjóri umdæmisins sagði enn fremur að „nokkrar tegundir af sprengjum“ hefðu fundist í skólanum og í grennd við hann. Í frétt CBS kemur fram að lögregla leiti enn að sprengjum í nágrenni skólans og þá var gerð húsleit á heimili árásarmannsins. Gregg Abbott, ríkisstjóri Texas, vottaði fjölskyldum fórnarlamba árásarinnar samúð sína í dag. Þá sagði hann árásarmanninn hafa gefið sig fram við lögreglu vegna þess að hann „var ekki nógu hugaður til að fremja sjálfsvíg.“ Pagourtzis er nú í haldi lögreglu og þá var annar maður einnig handtekinn vegna árásarinnar en sá hefur ekki verið nafngreindur. Í frétt AP-fréttastofunnar kemur fram að árásarmaðurinn hafi birt mynd af sér á Facebook þar sem hann klæðist bol með áletruninni „Fæddur til að drepa“ (e. Born to Kill). Þá hafa skólafélagar árásarmannsins lýst honum sem „hljóðlátum“ og einhverjir hafa sagt hann áhugasaman um byssur. Í febrúar síðastliðnum skaut byssumaður sautján til bana í Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólanum í Parkland í Flórída-ríki. Emma González, nemandi við skólann sem hefur orðið eitt helsta andlit baráttu fyrir hertri byssulöggjöf í Bandaríkjunum eftir árásina í Parkland, ávarpaði nemendur Santa Fe-framhaldsskólans á Twitter-reikningi sínum í dag. „Þið áttuð þetta ekki skilið,“ skrifaði González meðal annars.Santa Fe High, you didn't deserve this. You deserve peace all your lives, not just after a tombstone saying that is put over you. You deserve more than Thoughts and Prayers, and after supporting us by walking out we will be there to support you by raising up your voices.— Emma González (@Emma4Change) May 18, 2018 Þá vottaði Donald Trump Bandaríkjaforseti nemendum í Santa Fe samúð sína á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag.We grieve for the terrible loss of life, and send our support and love to everyone affected by this horrible attack in Texas. To the students, families, teachers and personnel at Santa Fe High School – we are with you in this tragic hour, and we will be with you forever... pic.twitter.com/LtJ0D29Hsv— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 18, 2018 Frétt Stöðvar 2 um árásina, sem sýnd var í fréttatíma kvöldsins, má sjá í spilaranum hér að neðan.
Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Í lögreglufylgd á fyrsta degi skólahalds eftir skotárás Nemendur menntaskólans í Parkland láta í sér heyra og krefjast þess að breytingar verði gerðar á byssulöggjöf. 28. febrúar 2018 13:59 Margir taldir af eftir skotárás í skóla í Bandaríkjunum Einn í haldi. 18. maí 2018 15:27 Leyfa sér um að efast að Trump hefði hlaupið inn í skólann Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram á dögunum að hann hefði hlaupið inn í Stoneman Douglas-skólann í Flórída hefði hann verið á staðnum þegar mannskæð skotárás var framin þar fyrr í mánuðinum. 27. febrúar 2018 20:14 Las upp nöfn fallinna skólafélaga og þagði Emma González var ein þeirra sem steig á svið í Washington D.C. í dag eftir kröfugönguna March for Our Lives. 24. mars 2018 22:51 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið hafnar undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Í lögreglufylgd á fyrsta degi skólahalds eftir skotárás Nemendur menntaskólans í Parkland láta í sér heyra og krefjast þess að breytingar verði gerðar á byssulöggjöf. 28. febrúar 2018 13:59
Leyfa sér um að efast að Trump hefði hlaupið inn í skólann Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram á dögunum að hann hefði hlaupið inn í Stoneman Douglas-skólann í Flórída hefði hann verið á staðnum þegar mannskæð skotárás var framin þar fyrr í mánuðinum. 27. febrúar 2018 20:14
Las upp nöfn fallinna skólafélaga og þagði Emma González var ein þeirra sem steig á svið í Washington D.C. í dag eftir kröfugönguna March for Our Lives. 24. mars 2018 22:51