Innlent

Ölfusingar sigra í Útsvari

Grétar Þór Sigurðsson skrifar
Í ár tóku samtals 28 lið þátt í keppninni.
Í ár tóku samtals 28 lið þátt í keppninni. vísir/ernir
Lið Ölfuss er sigurvegari Útsvars á þessu tímabili. Ölfusingar sigruðu lið Ísafjarðar með 75 stigum gegn 51. Í liði Ölfuss eru þau Árný Leifsdóttir, Hannes Stefánsson og Magnþóra Kristjánsdóttir. Lið mótherjanna frá Ísafirði var skipað þeim Gylfa Ólafssyni, Tinnu Ólafsdóttur og Greipi Gíslasyni.

Í ár tóku samtals 28 lið þátt í keppninni sem hófst í þetta skiptið þann 15 september. Ísafjörður atti einmitt kappi í fyrstu viðureigninni svo keppnistímabilið hefur spannað rúma átta mánuði fyrir liðsmenn Ísafjarðar. Þáttunum var stýrt af þeim Sólmundi Hólm og Guðrúnu Dís Emilsdóttur í fyrsta sinn í ár en Þóra Arnórsdóttir og Sigmar Guðmundsson höfðu farið með stjórn þáttanna frá árinu 2007.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×