Göngugötur allt árið Pawel Bartoszek skrifar 1. maí 2018 07:00 Árið 1931 var Laugavegurinn gerður að einstefnu í vesturátt og samtímis varð Hverfisgata að einstefnu í austurátt. Þetta var fullkomlega rökrétt í vinstri umferð og fyrirkomulagið hélst óbreytt þegar skipt var yfir í hægri umferð fyrir um hálfri öld. Þetta veldur því reyndar að umferðin í kringum Hlemm er enn dálítið ankannaleg, enda í raun blanda af hægri- og vinstri umferð. Rekstur verslana sem gripu fólk á leið í bæinn reyndist ganga betur en rekstur verslana sem blöstu við fólki á leið úr honum og því varð Laugavegurinn blómlegri verslunargata en Hverfisgatan, þrátt fyrir að Hverfisgatan ætti í raun að hafa betri burði til þess að bera gott götulíf, hún er jafnan bjartari og liggur í minni halla en Laugavegurinn. Hverfisgatan hefur batnað mikið frá því að hún var tvíbreið einstefnu-hraðbraut á seinustu öld. Ég gríp mig í því að fara nú oft Hverfisgötuna frekar en Laugarveginn þegar ég geng eða hjóla niður í bæ. Ég er ekki einn. En þar sem Hverfisgatan er ekki lengur einstefna er ekki lengur þörf fyrir að hafa umferð niður Laugaveginn. Laugavegurinn ætti einfaldlega að vera eins og Strikið í Kaupmannahöfn: göngugata allt árið. Við höfum ekki margar götur á Íslandi sem geta auðveldlega búið til þetta andrúmsloft, en Laugavegurinn er ein þeirra. Við eigum að opna Laugaveginn fyrir gangandi fólki, allt árið um kring.Höfundur skipar 2. sæti Viðreisnar í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Pawel Bartoszek Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum martha árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Árið 1931 var Laugavegurinn gerður að einstefnu í vesturátt og samtímis varð Hverfisgata að einstefnu í austurátt. Þetta var fullkomlega rökrétt í vinstri umferð og fyrirkomulagið hélst óbreytt þegar skipt var yfir í hægri umferð fyrir um hálfri öld. Þetta veldur því reyndar að umferðin í kringum Hlemm er enn dálítið ankannaleg, enda í raun blanda af hægri- og vinstri umferð. Rekstur verslana sem gripu fólk á leið í bæinn reyndist ganga betur en rekstur verslana sem blöstu við fólki á leið úr honum og því varð Laugavegurinn blómlegri verslunargata en Hverfisgatan, þrátt fyrir að Hverfisgatan ætti í raun að hafa betri burði til þess að bera gott götulíf, hún er jafnan bjartari og liggur í minni halla en Laugavegurinn. Hverfisgatan hefur batnað mikið frá því að hún var tvíbreið einstefnu-hraðbraut á seinustu öld. Ég gríp mig í því að fara nú oft Hverfisgötuna frekar en Laugarveginn þegar ég geng eða hjóla niður í bæ. Ég er ekki einn. En þar sem Hverfisgatan er ekki lengur einstefna er ekki lengur þörf fyrir að hafa umferð niður Laugaveginn. Laugavegurinn ætti einfaldlega að vera eins og Strikið í Kaupmannahöfn: göngugata allt árið. Við höfum ekki margar götur á Íslandi sem geta auðveldlega búið til þetta andrúmsloft, en Laugavegurinn er ein þeirra. Við eigum að opna Laugaveginn fyrir gangandi fólki, allt árið um kring.Höfundur skipar 2. sæti Viðreisnar í Reykjavík
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar