Nauðgaði eiginkonu sinni og kom fyrir GPS-tæki í bíl hennar Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. maí 2018 12:47 Maðurinn var dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness. Vísir/GVA Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann á fertugsaldri í fjögurra ára fangelsi fyrir að nauðga þáverandi eiginkonu sinni og að koma GPS-tæki fyrir í bíl konunnar, án hennar vitundar, í þeim tilgangi að fylgjast með ferðum hennar. Þá var hann einnig fundinn sekur um ítrekuð brot á nálgunarbanni og blygðunarsemis- og barnaverndarlagabrot gagnvart syni sínum og þáverandi eiginkonu sinni.Fylgdist með ferðum konunnar í fjóra mánuði Í dómnum yfir manninum kemur fram að hann var ákærður fyrir tilraun til nauðgunar, nauðgun og frelsissviptingu gagnvart þáverandi eiginkonu sinni og blygðunarsemis- og barnaverndarlagabrot gegn syni þeirra. Þá var maðurinn ákærður fyrir ítrekuð brot á nálgunarbanni og brot á fjarskiptalögum með því að hafa látið þjónustaðila koma eftirfararbúnaði og GPS-staðsetningartæki fyrir í bifreið þáverandi eiginkonu hans, án hennar vitundar, í þeim tilgangi að fylgjast með ferðum hennar á um fjögurra mánaða tímabili. Maðurinn neitaði sök í þeim ákæruliðum er hlutu að nauðgunar- og barnaverndarlagabrotum. Hann játaði hins vegar brot á nálgunarbanni og fjarskiptalögum. Sat um hana eftir íslenskunámskeið Í dómi kemur einnig fram að brotaþoli, þáverandi eiginkona mannsins, hafi árið 2016 óskað eftir aðstoð lögreglu vegna endurtekinna ofbeldisbrota af hálfu eiginmanns síns í sinn garð og gagnvart syni þeirra. Hún lýsti ofbeldinu sem andlegu, líkamlegu og kynferðislegu. Um mánuði eftir að konan leitaði fyrst til lögreglu lagði hún fram kæru á hendur ákærða vegna kynferðisbrots og frelsissviptingar sem hafði átt sér stað deginum áður. Konan lýsti því svo að hún hafi verið á íslenskunámskeiði í skóla, en fjölskyldan fluttist til Íslands erlendis frá, þegar ákærði hafi komið að skólanum, setið um hana og beðið eftir henni á bílaplani. Þegar konan hugðist bakka bíl sínum hafi maðurinn hoppað inn og sagt henni að keyra að íbúð þeirra. Þegar þangað var komið hafi hann neytt konuna til munnmaka. Eftir þetta sendi konan vini sínum SMS-skilaboð þar sem hún bað um aðstoð. Maðurinn var fundinn sekur um að hafa nauðgað konunni í þetta tiltekna skipti en sýknaður af því að hafa svipt brotaþola frelsi sínu. Horfði á klám fyrir framan son sinn Þá segir í niðurstöðum dóms að sonur mannsins hafi greint frá því að ákærði, faðir hans, væri oft að horfa á klámmyndir fyrir framan drenginn og „hristi þá á sér typpið í sófastólnum.“ Sagðist drengurinn oft hafa séð þetta. Ákærði var sakfelldur fyrir að hafa sýnt af sér þessa háttsemi í tæpan mánuð. Í niðurstöðu dómsins kemur fram að ákærði hafi verið fundinn sekur um eina nauðgun gegn konunni, sem lýst var hér á undan, auk áðurnefnds blyðgunarsemis- og barnaverndarlagabrots gagnvart syni sínum. Þá játaði maðurinn að hafa ítrekað gert sekur um ótal brot gegn nálgunarbanni og brot á fjarskiptalögum, eins og áður kom fram. Fyrir þessi brot hefur ákærði verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi. Þá var honum einnig gert að greiða fyrrverandi eiginkonu sinni 1,6 milljón króna í skaðabætur auk hluta málskostnaðar. Dóminn má lesa í heild hér. Dómsmál Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann á fertugsaldri í fjögurra ára fangelsi fyrir að nauðga þáverandi eiginkonu sinni og að koma GPS-tæki fyrir í bíl konunnar, án hennar vitundar, í þeim tilgangi að fylgjast með ferðum hennar. Þá var hann einnig fundinn sekur um ítrekuð brot á nálgunarbanni og blygðunarsemis- og barnaverndarlagabrot gagnvart syni sínum og þáverandi eiginkonu sinni.Fylgdist með ferðum konunnar í fjóra mánuði Í dómnum yfir manninum kemur fram að hann var ákærður fyrir tilraun til nauðgunar, nauðgun og frelsissviptingu gagnvart þáverandi eiginkonu sinni og blygðunarsemis- og barnaverndarlagabrot gegn syni þeirra. Þá var maðurinn ákærður fyrir ítrekuð brot á nálgunarbanni og brot á fjarskiptalögum með því að hafa látið þjónustaðila koma eftirfararbúnaði og GPS-staðsetningartæki fyrir í bifreið þáverandi eiginkonu hans, án hennar vitundar, í þeim tilgangi að fylgjast með ferðum hennar á um fjögurra mánaða tímabili. Maðurinn neitaði sök í þeim ákæruliðum er hlutu að nauðgunar- og barnaverndarlagabrotum. Hann játaði hins vegar brot á nálgunarbanni og fjarskiptalögum. Sat um hana eftir íslenskunámskeið Í dómi kemur einnig fram að brotaþoli, þáverandi eiginkona mannsins, hafi árið 2016 óskað eftir aðstoð lögreglu vegna endurtekinna ofbeldisbrota af hálfu eiginmanns síns í sinn garð og gagnvart syni þeirra. Hún lýsti ofbeldinu sem andlegu, líkamlegu og kynferðislegu. Um mánuði eftir að konan leitaði fyrst til lögreglu lagði hún fram kæru á hendur ákærða vegna kynferðisbrots og frelsissviptingar sem hafði átt sér stað deginum áður. Konan lýsti því svo að hún hafi verið á íslenskunámskeiði í skóla, en fjölskyldan fluttist til Íslands erlendis frá, þegar ákærði hafi komið að skólanum, setið um hana og beðið eftir henni á bílaplani. Þegar konan hugðist bakka bíl sínum hafi maðurinn hoppað inn og sagt henni að keyra að íbúð þeirra. Þegar þangað var komið hafi hann neytt konuna til munnmaka. Eftir þetta sendi konan vini sínum SMS-skilaboð þar sem hún bað um aðstoð. Maðurinn var fundinn sekur um að hafa nauðgað konunni í þetta tiltekna skipti en sýknaður af því að hafa svipt brotaþola frelsi sínu. Horfði á klám fyrir framan son sinn Þá segir í niðurstöðum dóms að sonur mannsins hafi greint frá því að ákærði, faðir hans, væri oft að horfa á klámmyndir fyrir framan drenginn og „hristi þá á sér typpið í sófastólnum.“ Sagðist drengurinn oft hafa séð þetta. Ákærði var sakfelldur fyrir að hafa sýnt af sér þessa háttsemi í tæpan mánuð. Í niðurstöðu dómsins kemur fram að ákærði hafi verið fundinn sekur um eina nauðgun gegn konunni, sem lýst var hér á undan, auk áðurnefnds blyðgunarsemis- og barnaverndarlagabrots gagnvart syni sínum. Þá játaði maðurinn að hafa ítrekað gert sekur um ótal brot gegn nálgunarbanni og brot á fjarskiptalögum, eins og áður kom fram. Fyrir þessi brot hefur ákærði verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi. Þá var honum einnig gert að greiða fyrrverandi eiginkonu sinni 1,6 milljón króna í skaðabætur auk hluta málskostnaðar. Dóminn má lesa í heild hér.
Dómsmál Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira