Nauðgaði eiginkonu sinni og kom fyrir GPS-tæki í bíl hennar Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. maí 2018 12:47 Maðurinn var dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness. Vísir/GVA Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann á fertugsaldri í fjögurra ára fangelsi fyrir að nauðga þáverandi eiginkonu sinni og að koma GPS-tæki fyrir í bíl konunnar, án hennar vitundar, í þeim tilgangi að fylgjast með ferðum hennar. Þá var hann einnig fundinn sekur um ítrekuð brot á nálgunarbanni og blygðunarsemis- og barnaverndarlagabrot gagnvart syni sínum og þáverandi eiginkonu sinni.Fylgdist með ferðum konunnar í fjóra mánuði Í dómnum yfir manninum kemur fram að hann var ákærður fyrir tilraun til nauðgunar, nauðgun og frelsissviptingu gagnvart þáverandi eiginkonu sinni og blygðunarsemis- og barnaverndarlagabrot gegn syni þeirra. Þá var maðurinn ákærður fyrir ítrekuð brot á nálgunarbanni og brot á fjarskiptalögum með því að hafa látið þjónustaðila koma eftirfararbúnaði og GPS-staðsetningartæki fyrir í bifreið þáverandi eiginkonu hans, án hennar vitundar, í þeim tilgangi að fylgjast með ferðum hennar á um fjögurra mánaða tímabili. Maðurinn neitaði sök í þeim ákæruliðum er hlutu að nauðgunar- og barnaverndarlagabrotum. Hann játaði hins vegar brot á nálgunarbanni og fjarskiptalögum. Sat um hana eftir íslenskunámskeið Í dómi kemur einnig fram að brotaþoli, þáverandi eiginkona mannsins, hafi árið 2016 óskað eftir aðstoð lögreglu vegna endurtekinna ofbeldisbrota af hálfu eiginmanns síns í sinn garð og gagnvart syni þeirra. Hún lýsti ofbeldinu sem andlegu, líkamlegu og kynferðislegu. Um mánuði eftir að konan leitaði fyrst til lögreglu lagði hún fram kæru á hendur ákærða vegna kynferðisbrots og frelsissviptingar sem hafði átt sér stað deginum áður. Konan lýsti því svo að hún hafi verið á íslenskunámskeiði í skóla, en fjölskyldan fluttist til Íslands erlendis frá, þegar ákærði hafi komið að skólanum, setið um hana og beðið eftir henni á bílaplani. Þegar konan hugðist bakka bíl sínum hafi maðurinn hoppað inn og sagt henni að keyra að íbúð þeirra. Þegar þangað var komið hafi hann neytt konuna til munnmaka. Eftir þetta sendi konan vini sínum SMS-skilaboð þar sem hún bað um aðstoð. Maðurinn var fundinn sekur um að hafa nauðgað konunni í þetta tiltekna skipti en sýknaður af því að hafa svipt brotaþola frelsi sínu. Horfði á klám fyrir framan son sinn Þá segir í niðurstöðum dóms að sonur mannsins hafi greint frá því að ákærði, faðir hans, væri oft að horfa á klámmyndir fyrir framan drenginn og „hristi þá á sér typpið í sófastólnum.“ Sagðist drengurinn oft hafa séð þetta. Ákærði var sakfelldur fyrir að hafa sýnt af sér þessa háttsemi í tæpan mánuð. Í niðurstöðu dómsins kemur fram að ákærði hafi verið fundinn sekur um eina nauðgun gegn konunni, sem lýst var hér á undan, auk áðurnefnds blyðgunarsemis- og barnaverndarlagabrots gagnvart syni sínum. Þá játaði maðurinn að hafa ítrekað gert sekur um ótal brot gegn nálgunarbanni og brot á fjarskiptalögum, eins og áður kom fram. Fyrir þessi brot hefur ákærði verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi. Þá var honum einnig gert að greiða fyrrverandi eiginkonu sinni 1,6 milljón króna í skaðabætur auk hluta málskostnaðar. Dóminn má lesa í heild hér. Dómsmál Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann á fertugsaldri í fjögurra ára fangelsi fyrir að nauðga þáverandi eiginkonu sinni og að koma GPS-tæki fyrir í bíl konunnar, án hennar vitundar, í þeim tilgangi að fylgjast með ferðum hennar. Þá var hann einnig fundinn sekur um ítrekuð brot á nálgunarbanni og blygðunarsemis- og barnaverndarlagabrot gagnvart syni sínum og þáverandi eiginkonu sinni.Fylgdist með ferðum konunnar í fjóra mánuði Í dómnum yfir manninum kemur fram að hann var ákærður fyrir tilraun til nauðgunar, nauðgun og frelsissviptingu gagnvart þáverandi eiginkonu sinni og blygðunarsemis- og barnaverndarlagabrot gegn syni þeirra. Þá var maðurinn ákærður fyrir ítrekuð brot á nálgunarbanni og brot á fjarskiptalögum með því að hafa látið þjónustaðila koma eftirfararbúnaði og GPS-staðsetningartæki fyrir í bifreið þáverandi eiginkonu hans, án hennar vitundar, í þeim tilgangi að fylgjast með ferðum hennar á um fjögurra mánaða tímabili. Maðurinn neitaði sök í þeim ákæruliðum er hlutu að nauðgunar- og barnaverndarlagabrotum. Hann játaði hins vegar brot á nálgunarbanni og fjarskiptalögum. Sat um hana eftir íslenskunámskeið Í dómi kemur einnig fram að brotaþoli, þáverandi eiginkona mannsins, hafi árið 2016 óskað eftir aðstoð lögreglu vegna endurtekinna ofbeldisbrota af hálfu eiginmanns síns í sinn garð og gagnvart syni þeirra. Hún lýsti ofbeldinu sem andlegu, líkamlegu og kynferðislegu. Um mánuði eftir að konan leitaði fyrst til lögreglu lagði hún fram kæru á hendur ákærða vegna kynferðisbrots og frelsissviptingar sem hafði átt sér stað deginum áður. Konan lýsti því svo að hún hafi verið á íslenskunámskeiði í skóla, en fjölskyldan fluttist til Íslands erlendis frá, þegar ákærði hafi komið að skólanum, setið um hana og beðið eftir henni á bílaplani. Þegar konan hugðist bakka bíl sínum hafi maðurinn hoppað inn og sagt henni að keyra að íbúð þeirra. Þegar þangað var komið hafi hann neytt konuna til munnmaka. Eftir þetta sendi konan vini sínum SMS-skilaboð þar sem hún bað um aðstoð. Maðurinn var fundinn sekur um að hafa nauðgað konunni í þetta tiltekna skipti en sýknaður af því að hafa svipt brotaþola frelsi sínu. Horfði á klám fyrir framan son sinn Þá segir í niðurstöðum dóms að sonur mannsins hafi greint frá því að ákærði, faðir hans, væri oft að horfa á klámmyndir fyrir framan drenginn og „hristi þá á sér typpið í sófastólnum.“ Sagðist drengurinn oft hafa séð þetta. Ákærði var sakfelldur fyrir að hafa sýnt af sér þessa háttsemi í tæpan mánuð. Í niðurstöðu dómsins kemur fram að ákærði hafi verið fundinn sekur um eina nauðgun gegn konunni, sem lýst var hér á undan, auk áðurnefnds blyðgunarsemis- og barnaverndarlagabrots gagnvart syni sínum. Þá játaði maðurinn að hafa ítrekað gert sekur um ótal brot gegn nálgunarbanni og brot á fjarskiptalögum, eins og áður kom fram. Fyrir þessi brot hefur ákærði verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi. Þá var honum einnig gert að greiða fyrrverandi eiginkonu sinni 1,6 milljón króna í skaðabætur auk hluta málskostnaðar. Dóminn má lesa í heild hér.
Dómsmál Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira