Skrefið áfram í umhverfismálum Kristinn Logi Auðunsson skrifar 3. maí 2018 06:15 Sem Íslendingur í námi, tengdu umhverfi, auðlyndum og nýtingu þeirra, í Bandaríkjunum, er fátt skemmtilegra en að vera spurður af samnemendum mínum út í umhverfismál hér á landi. Klassísk spurning er til dæmis hvað hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa sé á Íslandi, viðbrögðin, þegar ég svara að það sé u.þ.b. 99.9%, keyra svo duglega upp í mér föðurlandshrokann. En þó að við séum nógu framarlega í umhverfismálum til að ég geti montað mig af því af og til, er helling sem gera mætti mun betur. Það stærsta sem ég trúi að þurfi að gerast í umhverfismálum hér á landi, er grundavallar hugarfarsbreyting. Eftir að hafa búið í vesturríkjum Bandaríkjana í tvo vetur, hef ég tekið eftir því að hugarfar flestra í umhverfismálum, hérlendis, þótt ótrúlegt megi virðast, er töluvert öflugra heldur en stórs hluta Íslendinga. Þetta gæti haft mikið með það að gera, hve lítið hinn venjulegi Íslendingur finni fyrir áhrifum loftlagsbreytinga og annara afleiðinga neyslusamfélagsins, og erfitt sé að fá fólk til að breyta hegðunn sinni vegna einhvers sem er utan reynslu þeirra. Þökk heppilegrar legu landsins og náttúruskilyrða, þurfa Íslendingar lítið að hafa áhyggjur af þurrkum, skógareldum, og uppskerubrest, sem hrjáir stóra hluta heimsins. En þeir kunningjar mínir hér sem hafa, til dæmis, alist upp við þurrka Kaliforníu, eða skógarelda Colorado eru mun meðvitaðari um umhverfismál. Því má segja að það sé ákveðið lúxusvandamál fólgið í heppni íslendinga. Á dögunum hlýddi ég á stefnuræðu fyrrverandi forsætisráðherra, Sigmundar Davíðs, á landsfundi Miðflokksins. Þar talaði hann fyrir breyttri hugsun í umhverfismálun, lausnamiðaðri en ekki kerfismiðaðri. Hann tók sem dæmi að nýta þyrfti taupoka 173 sinnum til þess að umhverfisvænna væri að nýta hann heldur enn plastpoka. Því væri lausnin ekki fólgin í að banna notkun plastpoka, heldur fara hinn gullna milliveg. Ég tel þó að lausnin sé ekki að finna leiðir til þess að hægt sé að halda áfram núverandi hugarfari, skammtímahugsunar og neysluhyggju, sem byggð er á neyslu einnota og lífsskammra vara. Þvert á móti þurfum við að gangast undir alsherjar hugarfarsbreytingu. Ekki þarf að líta langt aftur í tímann til að sjá að Íslendingar hafa almennt nýtt flesta hluti til hins ýtrasta, og hugsað um hvað við eyðum fjármagni í út frá nytsemi. Til að mynda notaði langamma mín sama burðarpokann til innkaupa á meðan ég man eftir mér. Þótt við lifum við allt aðrar efnahagsaðstæður í dag, en þegar hún var að alast upp, og eigum efnahagslega séð efni á að hugsa öðruvís, þá eigum við lífeðlislega ekki efni á þeirri neyslu sem við stundum. Ef allar þjóðir myndu ganga á auðlyndir og farmleiðslu jarðarinna jafnt og við Íslendingar, myndi jörðin þrufa að vera 6.5 sinnum afkastameiri. Við þurfum að nýta tæki og tól lengur, hætta þeim vana að nýta einnota hluti og almennt hugsa betur um það hvað við þurfum og þurfum ekki. Það er ekki aðeins umhverfisvænna, heldur einnig hagkvæmara. Það getur oft verið erfitt að sjá fyrir sér afleiðingar aðgerða sinna á Íslandi, þar sem við finnum vart fyrir þeim. En samt sem áður ættum við að hafa fulla ástæðu til að hafa áhyggjur. Til að mynda er magn örplasts í höfum heimsin, mest í Norður-Atlantshafi. Þó svo að Íslendingar séu lítil þjóð og hafi kannski ekki mikil bein áhrif á loftlagsbreytingar og önnur umhverfisvandamál, erum við fyrirmynd fyrir margar aðrar þjóðir. Við eigum að vera leiðandi í þessum efnum, og því tel ég að næsta skref sé að tileinka okkur nýtt hugarfar, byggt á minni sóun og betri nýtingu. Samfélag framtíðarinnar er sjálfbært og sóunarlaust, og Ísland hefur alla burði til að leiða þróun heimsins í þá átt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Sem Íslendingur í námi, tengdu umhverfi, auðlyndum og nýtingu þeirra, í Bandaríkjunum, er fátt skemmtilegra en að vera spurður af samnemendum mínum út í umhverfismál hér á landi. Klassísk spurning er til dæmis hvað hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa sé á Íslandi, viðbrögðin, þegar ég svara að það sé u.þ.b. 99.9%, keyra svo duglega upp í mér föðurlandshrokann. En þó að við séum nógu framarlega í umhverfismálum til að ég geti montað mig af því af og til, er helling sem gera mætti mun betur. Það stærsta sem ég trúi að þurfi að gerast í umhverfismálum hér á landi, er grundavallar hugarfarsbreyting. Eftir að hafa búið í vesturríkjum Bandaríkjana í tvo vetur, hef ég tekið eftir því að hugarfar flestra í umhverfismálum, hérlendis, þótt ótrúlegt megi virðast, er töluvert öflugra heldur en stórs hluta Íslendinga. Þetta gæti haft mikið með það að gera, hve lítið hinn venjulegi Íslendingur finni fyrir áhrifum loftlagsbreytinga og annara afleiðinga neyslusamfélagsins, og erfitt sé að fá fólk til að breyta hegðunn sinni vegna einhvers sem er utan reynslu þeirra. Þökk heppilegrar legu landsins og náttúruskilyrða, þurfa Íslendingar lítið að hafa áhyggjur af þurrkum, skógareldum, og uppskerubrest, sem hrjáir stóra hluta heimsins. En þeir kunningjar mínir hér sem hafa, til dæmis, alist upp við þurrka Kaliforníu, eða skógarelda Colorado eru mun meðvitaðari um umhverfismál. Því má segja að það sé ákveðið lúxusvandamál fólgið í heppni íslendinga. Á dögunum hlýddi ég á stefnuræðu fyrrverandi forsætisráðherra, Sigmundar Davíðs, á landsfundi Miðflokksins. Þar talaði hann fyrir breyttri hugsun í umhverfismálun, lausnamiðaðri en ekki kerfismiðaðri. Hann tók sem dæmi að nýta þyrfti taupoka 173 sinnum til þess að umhverfisvænna væri að nýta hann heldur enn plastpoka. Því væri lausnin ekki fólgin í að banna notkun plastpoka, heldur fara hinn gullna milliveg. Ég tel þó að lausnin sé ekki að finna leiðir til þess að hægt sé að halda áfram núverandi hugarfari, skammtímahugsunar og neysluhyggju, sem byggð er á neyslu einnota og lífsskammra vara. Þvert á móti þurfum við að gangast undir alsherjar hugarfarsbreytingu. Ekki þarf að líta langt aftur í tímann til að sjá að Íslendingar hafa almennt nýtt flesta hluti til hins ýtrasta, og hugsað um hvað við eyðum fjármagni í út frá nytsemi. Til að mynda notaði langamma mín sama burðarpokann til innkaupa á meðan ég man eftir mér. Þótt við lifum við allt aðrar efnahagsaðstæður í dag, en þegar hún var að alast upp, og eigum efnahagslega séð efni á að hugsa öðruvís, þá eigum við lífeðlislega ekki efni á þeirri neyslu sem við stundum. Ef allar þjóðir myndu ganga á auðlyndir og farmleiðslu jarðarinna jafnt og við Íslendingar, myndi jörðin þrufa að vera 6.5 sinnum afkastameiri. Við þurfum að nýta tæki og tól lengur, hætta þeim vana að nýta einnota hluti og almennt hugsa betur um það hvað við þurfum og þurfum ekki. Það er ekki aðeins umhverfisvænna, heldur einnig hagkvæmara. Það getur oft verið erfitt að sjá fyrir sér afleiðingar aðgerða sinna á Íslandi, þar sem við finnum vart fyrir þeim. En samt sem áður ættum við að hafa fulla ástæðu til að hafa áhyggjur. Til að mynda er magn örplasts í höfum heimsin, mest í Norður-Atlantshafi. Þó svo að Íslendingar séu lítil þjóð og hafi kannski ekki mikil bein áhrif á loftlagsbreytingar og önnur umhverfisvandamál, erum við fyrirmynd fyrir margar aðrar þjóðir. Við eigum að vera leiðandi í þessum efnum, og því tel ég að næsta skref sé að tileinka okkur nýtt hugarfar, byggt á minni sóun og betri nýtingu. Samfélag framtíðarinnar er sjálfbært og sóunarlaust, og Ísland hefur alla burði til að leiða þróun heimsins í þá átt.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun