Kári Kristján tók „Eina“ á Gaupa í viðtali eftir sigurinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. maí 2018 13:30 Kári Kristján Kristjánsson, línumaður ÍBV, var góður í endurkomusigrinum, 25-22, á móti Haukum í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta í gærkvöldi. Eyjamenn eru komnir í 2-0 í einvíginu og geta sópað Haukum í sumarfrí á laugardaginn en útlitið var ekki gott í hálfleik þar sem að Haukarnir voru 15-9 yfir. „Þetta var göngubolti hjá okkur í fyrri hálfleik. Ég náði að stíga þá út vel fyrsta korterið en svo loka þeir á mig og Bjöggi er að verja vel. Þeir voru sex mörkum yfir í hálfleik þar sem að við vorum frekar hægir og pínu þreyttir eftir þetta Evrópufjör,“ sagði Kári í viðtali við Guðjón Guðmundsson eftir leikinn.Skemmti mér vel í kvöld. Gaman að vinna með góðu fólki. Frábær umgjörð hjá Haukum. Það er í raun forréttindi fyrir mig að lýsa þessari íþrótt. Handboltinn Olís deildin hefur náð nýjum hæðum hér heima. Eina. — Guðjón Guðmundsson (@gaupinn) May 3, 2018 Gaupi á líklega frægasta Twitter-frasa Íslands eða frægasta orðið. Hann endar öll tíst sín á orðinu „Eina“ sem margir hafa spurt sig hvað þýðir. Kári Kristján er húmoristi mikill og nýtti tækifærið til að nota þetta orð í viðtalinu. „Við vorum frábærir í seinni hálfleik. Andri Heimir var frábær. Dagur kemur inn á og stjórnar sóknarleiknum síðasta korterið. Hann var frábær. Aron Rafn var frábær. Eina,“ sagði Kári en kom Gaupa ekki úr jafnvægi. Línumaður öflugi hlakkar mikið til laugardagsins en Eyjaliðið er líklegt til að vinna þrennuna þar sem að það er einnig deildarmeistari og bikarmeistari. „Þetta er búið að vera ógeðslega gaman. Ég verð að viðurkenna að það er drullulangt síðan að mér fannst þetta svona ógeðslega gaman. Það verður pakkfullt í Vestmannaeyjum klukkan fimm á laugardaginn,“ sagði Kári Kristján Kristjánsson. Viðtalið má sjá hér að ofan. Olís-deild karla Tengdar fréttir Aron og Hákon Daði kepptu í þrautabraut á bensínstöð | Myndband Aron Rafn Eðvarðsson og Hákon Daði Styrmisson mættust í skemmtilegri þrautabraut á Olís í Norðlingaholti. 3. maí 2018 13:30 Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍBV 22-25 │Frábær viðsnúningur ÍBV á Ásvöllum ÍBV er komið í 2-0 gegn Haukum í undanúrslitum Olís-deildar karla. Næsti leikur fer fram í Eyjum á laugardag og þar geta Eyjamenn sópað Haukum í sumarfrí. 3. maí 2018 21:45 Arnar: Hann líður fyrir að vera sonur minn í þessu liði Arnar Pétursson var gífurlega stoltur af strákunum sínum og hrósaði sérstaklega syni sínum sem kom með ákveðinn kraft inn í leik liðsins undir lokin. 3. maí 2018 22:01 Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Sjá meira
Kári Kristján Kristjánsson, línumaður ÍBV, var góður í endurkomusigrinum, 25-22, á móti Haukum í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta í gærkvöldi. Eyjamenn eru komnir í 2-0 í einvíginu og geta sópað Haukum í sumarfrí á laugardaginn en útlitið var ekki gott í hálfleik þar sem að Haukarnir voru 15-9 yfir. „Þetta var göngubolti hjá okkur í fyrri hálfleik. Ég náði að stíga þá út vel fyrsta korterið en svo loka þeir á mig og Bjöggi er að verja vel. Þeir voru sex mörkum yfir í hálfleik þar sem að við vorum frekar hægir og pínu þreyttir eftir þetta Evrópufjör,“ sagði Kári í viðtali við Guðjón Guðmundsson eftir leikinn.Skemmti mér vel í kvöld. Gaman að vinna með góðu fólki. Frábær umgjörð hjá Haukum. Það er í raun forréttindi fyrir mig að lýsa þessari íþrótt. Handboltinn Olís deildin hefur náð nýjum hæðum hér heima. Eina. — Guðjón Guðmundsson (@gaupinn) May 3, 2018 Gaupi á líklega frægasta Twitter-frasa Íslands eða frægasta orðið. Hann endar öll tíst sín á orðinu „Eina“ sem margir hafa spurt sig hvað þýðir. Kári Kristján er húmoristi mikill og nýtti tækifærið til að nota þetta orð í viðtalinu. „Við vorum frábærir í seinni hálfleik. Andri Heimir var frábær. Dagur kemur inn á og stjórnar sóknarleiknum síðasta korterið. Hann var frábær. Aron Rafn var frábær. Eina,“ sagði Kári en kom Gaupa ekki úr jafnvægi. Línumaður öflugi hlakkar mikið til laugardagsins en Eyjaliðið er líklegt til að vinna þrennuna þar sem að það er einnig deildarmeistari og bikarmeistari. „Þetta er búið að vera ógeðslega gaman. Ég verð að viðurkenna að það er drullulangt síðan að mér fannst þetta svona ógeðslega gaman. Það verður pakkfullt í Vestmannaeyjum klukkan fimm á laugardaginn,“ sagði Kári Kristján Kristjánsson. Viðtalið má sjá hér að ofan.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Aron og Hákon Daði kepptu í þrautabraut á bensínstöð | Myndband Aron Rafn Eðvarðsson og Hákon Daði Styrmisson mættust í skemmtilegri þrautabraut á Olís í Norðlingaholti. 3. maí 2018 13:30 Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍBV 22-25 │Frábær viðsnúningur ÍBV á Ásvöllum ÍBV er komið í 2-0 gegn Haukum í undanúrslitum Olís-deildar karla. Næsti leikur fer fram í Eyjum á laugardag og þar geta Eyjamenn sópað Haukum í sumarfrí. 3. maí 2018 21:45 Arnar: Hann líður fyrir að vera sonur minn í þessu liði Arnar Pétursson var gífurlega stoltur af strákunum sínum og hrósaði sérstaklega syni sínum sem kom með ákveðinn kraft inn í leik liðsins undir lokin. 3. maí 2018 22:01 Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Sjá meira
Aron og Hákon Daði kepptu í þrautabraut á bensínstöð | Myndband Aron Rafn Eðvarðsson og Hákon Daði Styrmisson mættust í skemmtilegri þrautabraut á Olís í Norðlingaholti. 3. maí 2018 13:30
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍBV 22-25 │Frábær viðsnúningur ÍBV á Ásvöllum ÍBV er komið í 2-0 gegn Haukum í undanúrslitum Olís-deildar karla. Næsti leikur fer fram í Eyjum á laugardag og þar geta Eyjamenn sópað Haukum í sumarfrí. 3. maí 2018 21:45
Arnar: Hann líður fyrir að vera sonur minn í þessu liði Arnar Pétursson var gífurlega stoltur af strákunum sínum og hrósaði sérstaklega syni sínum sem kom með ákveðinn kraft inn í leik liðsins undir lokin. 3. maí 2018 22:01