Kári Kristján tók „Eina“ á Gaupa í viðtali eftir sigurinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. maí 2018 13:30 Kári Kristján Kristjánsson, línumaður ÍBV, var góður í endurkomusigrinum, 25-22, á móti Haukum í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta í gærkvöldi. Eyjamenn eru komnir í 2-0 í einvíginu og geta sópað Haukum í sumarfrí á laugardaginn en útlitið var ekki gott í hálfleik þar sem að Haukarnir voru 15-9 yfir. „Þetta var göngubolti hjá okkur í fyrri hálfleik. Ég náði að stíga þá út vel fyrsta korterið en svo loka þeir á mig og Bjöggi er að verja vel. Þeir voru sex mörkum yfir í hálfleik þar sem að við vorum frekar hægir og pínu þreyttir eftir þetta Evrópufjör,“ sagði Kári í viðtali við Guðjón Guðmundsson eftir leikinn.Skemmti mér vel í kvöld. Gaman að vinna með góðu fólki. Frábær umgjörð hjá Haukum. Það er í raun forréttindi fyrir mig að lýsa þessari íþrótt. Handboltinn Olís deildin hefur náð nýjum hæðum hér heima. Eina. — Guðjón Guðmundsson (@gaupinn) May 3, 2018 Gaupi á líklega frægasta Twitter-frasa Íslands eða frægasta orðið. Hann endar öll tíst sín á orðinu „Eina“ sem margir hafa spurt sig hvað þýðir. Kári Kristján er húmoristi mikill og nýtti tækifærið til að nota þetta orð í viðtalinu. „Við vorum frábærir í seinni hálfleik. Andri Heimir var frábær. Dagur kemur inn á og stjórnar sóknarleiknum síðasta korterið. Hann var frábær. Aron Rafn var frábær. Eina,“ sagði Kári en kom Gaupa ekki úr jafnvægi. Línumaður öflugi hlakkar mikið til laugardagsins en Eyjaliðið er líklegt til að vinna þrennuna þar sem að það er einnig deildarmeistari og bikarmeistari. „Þetta er búið að vera ógeðslega gaman. Ég verð að viðurkenna að það er drullulangt síðan að mér fannst þetta svona ógeðslega gaman. Það verður pakkfullt í Vestmannaeyjum klukkan fimm á laugardaginn,“ sagði Kári Kristján Kristjánsson. Viðtalið má sjá hér að ofan. Olís-deild karla Tengdar fréttir Aron og Hákon Daði kepptu í þrautabraut á bensínstöð | Myndband Aron Rafn Eðvarðsson og Hákon Daði Styrmisson mættust í skemmtilegri þrautabraut á Olís í Norðlingaholti. 3. maí 2018 13:30 Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍBV 22-25 │Frábær viðsnúningur ÍBV á Ásvöllum ÍBV er komið í 2-0 gegn Haukum í undanúrslitum Olís-deildar karla. Næsti leikur fer fram í Eyjum á laugardag og þar geta Eyjamenn sópað Haukum í sumarfrí. 3. maí 2018 21:45 Arnar: Hann líður fyrir að vera sonur minn í þessu liði Arnar Pétursson var gífurlega stoltur af strákunum sínum og hrósaði sérstaklega syni sínum sem kom með ákveðinn kraft inn í leik liðsins undir lokin. 3. maí 2018 22:01 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Fleiri fréttir Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Sjá meira
Kári Kristján Kristjánsson, línumaður ÍBV, var góður í endurkomusigrinum, 25-22, á móti Haukum í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta í gærkvöldi. Eyjamenn eru komnir í 2-0 í einvíginu og geta sópað Haukum í sumarfrí á laugardaginn en útlitið var ekki gott í hálfleik þar sem að Haukarnir voru 15-9 yfir. „Þetta var göngubolti hjá okkur í fyrri hálfleik. Ég náði að stíga þá út vel fyrsta korterið en svo loka þeir á mig og Bjöggi er að verja vel. Þeir voru sex mörkum yfir í hálfleik þar sem að við vorum frekar hægir og pínu þreyttir eftir þetta Evrópufjör,“ sagði Kári í viðtali við Guðjón Guðmundsson eftir leikinn.Skemmti mér vel í kvöld. Gaman að vinna með góðu fólki. Frábær umgjörð hjá Haukum. Það er í raun forréttindi fyrir mig að lýsa þessari íþrótt. Handboltinn Olís deildin hefur náð nýjum hæðum hér heima. Eina. — Guðjón Guðmundsson (@gaupinn) May 3, 2018 Gaupi á líklega frægasta Twitter-frasa Íslands eða frægasta orðið. Hann endar öll tíst sín á orðinu „Eina“ sem margir hafa spurt sig hvað þýðir. Kári Kristján er húmoristi mikill og nýtti tækifærið til að nota þetta orð í viðtalinu. „Við vorum frábærir í seinni hálfleik. Andri Heimir var frábær. Dagur kemur inn á og stjórnar sóknarleiknum síðasta korterið. Hann var frábær. Aron Rafn var frábær. Eina,“ sagði Kári en kom Gaupa ekki úr jafnvægi. Línumaður öflugi hlakkar mikið til laugardagsins en Eyjaliðið er líklegt til að vinna þrennuna þar sem að það er einnig deildarmeistari og bikarmeistari. „Þetta er búið að vera ógeðslega gaman. Ég verð að viðurkenna að það er drullulangt síðan að mér fannst þetta svona ógeðslega gaman. Það verður pakkfullt í Vestmannaeyjum klukkan fimm á laugardaginn,“ sagði Kári Kristján Kristjánsson. Viðtalið má sjá hér að ofan.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Aron og Hákon Daði kepptu í þrautabraut á bensínstöð | Myndband Aron Rafn Eðvarðsson og Hákon Daði Styrmisson mættust í skemmtilegri þrautabraut á Olís í Norðlingaholti. 3. maí 2018 13:30 Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍBV 22-25 │Frábær viðsnúningur ÍBV á Ásvöllum ÍBV er komið í 2-0 gegn Haukum í undanúrslitum Olís-deildar karla. Næsti leikur fer fram í Eyjum á laugardag og þar geta Eyjamenn sópað Haukum í sumarfrí. 3. maí 2018 21:45 Arnar: Hann líður fyrir að vera sonur minn í þessu liði Arnar Pétursson var gífurlega stoltur af strákunum sínum og hrósaði sérstaklega syni sínum sem kom með ákveðinn kraft inn í leik liðsins undir lokin. 3. maí 2018 22:01 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Fleiri fréttir Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Sjá meira
Aron og Hákon Daði kepptu í þrautabraut á bensínstöð | Myndband Aron Rafn Eðvarðsson og Hákon Daði Styrmisson mættust í skemmtilegri þrautabraut á Olís í Norðlingaholti. 3. maí 2018 13:30
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍBV 22-25 │Frábær viðsnúningur ÍBV á Ásvöllum ÍBV er komið í 2-0 gegn Haukum í undanúrslitum Olís-deildar karla. Næsti leikur fer fram í Eyjum á laugardag og þar geta Eyjamenn sópað Haukum í sumarfrí. 3. maí 2018 21:45
Arnar: Hann líður fyrir að vera sonur minn í þessu liði Arnar Pétursson var gífurlega stoltur af strákunum sínum og hrósaði sérstaklega syni sínum sem kom með ákveðinn kraft inn í leik liðsins undir lokin. 3. maí 2018 22:01