NASA óttast að SpaceX gæti stefnt lífi geimfara í hættu Kjartan Kjartansson skrifar 7. maí 2018 16:14 Eldflaug SpaceX sprakk þegar verið var að fylla ofurkælt hreint súrefni og hreinsaða steinolíu á eldsneytistank hennar á skotpalli á Flórída í september árið 2016. Gervitungl grandaðist í sprengingunni. Vísir/AFP Öryggissérfræðingar bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA hafa áhyggjur af því að aðferð sem geimferðafyrirtækið SpaceX hefur notað til að gera eldflaugar sínar öflugri geti teflt lífi geimfara í hættu. Stutt er síðan eldflaug fyrirtækisins sprakk á skotpalli. Verkfræðingar SpaceX fundu upp á því ráði að ofurkæla eldsneyti eldflauga sinna til þess að þjappa því saman og koma þannig meira af því á tankana. Þannig yrðu eldflaugarnar kraftmeiri. Sá böggull fylgdi hins vegar skammrifi að þetta kallaði á að fylla þurfti á eldsneytistanka eldflauganna rétt fyrir geimskot. Þetta veldur öryggissérfræðingum NASA og bandarískum þingmönnum áhyggjum. Aðeins þyrfti slys eða lítinn neista til þess að sprenging yrði. Eldflaug SpaceX sprakk í loft upp þegar verið var að fylla eldsneyti á hana fyrir vélarpróf á skotpalli á Canaveral-höfða á Flórída í september árið 2016. SpaceX á að byrja að flytja geimfara út í geim þegar á þessu ári. Ráðgjafaráð NASA skrifaði meðal annars bréf fyrir þremur árum þar sem varað var við því að þessi aðferð stangaðist á við öryggisstaðla fyrir eldflaugarþrep sem hafa verið í gildi í meira en fimmtíu ár. Bandarísk þingnefnd gekk meðal annars á varaforseta SpaceX um öryggi aðferðarinnar þegar hann sat fyrir svörum fyrr á þessu ári, að því er segir í umfjöllun Washington Post.NASA sögð of áhættufælin Fulltrúar SpaceX segja aftur á móti að færi eitthvað úrskeiðis myndi neyðarkerfi eldflaugarinnar koma geimförunum í öruggt skjól. Meira eldsneyti geri eldflaugarnar jafnframt öruggari þar sem þá sé meira svigrúm til að bregðast við neyðarástandi á flugi. Gagnrýnendur NASA telja að stofnunin sé of varfærin eftir að hafa misst fjórtán geimfara þegar geimskutlurnar Challenger og Columbia fórust árin 1986 og 2003. Geimskutluáætlunni var hætt árið 2011 í kjölfar Columbia-slyssins. NASA var í bæði skipti gagnrýnd fyrir lélegt áhættumat. Robert Lightfoot, nýr forstjóri NASA, hefur harmað að stofnunin hafi orðið of áhættufælin. Dró hann í efa að NASA hefði nokkru sinni ráðist í Apollo-leiðangrana til tunglsins í núverandi umhverfi. Hann útilokar ekki að SpaceX fái leyfi til að fylla ofurkældu eldsneyti á eldflaugar fyrir mannaðar ferðir. NASA gerir þá kröfu til SpaceX og Boeing, sem þróa nú geimferjur til að flytja menn fyrir stofnunina, að líkurnar á dauðsfalli megi ekki vera meiri en eitt í hverjum 270 ferðum. Sérfræðingar vara hins vegar við því hversu erfitt er að leggja mat á áhættu við mannaðar geimferðir. Til þess eru óvissuþættirnir of margir. Þannig áætlaði NASA fyrst að hætta við geimskutlurnar væri á bilinu eitt dauðsfall í fimm hundruð til fimm þúsund ferðum. Þegar áætluninni lauk kom hins vegar í ljós að líkurnar á dauðsfalli voru einn á móti tólf. SpaceX Tækni Tengdar fréttir Vill senda menn aftur til tunglsins og svo til Mars "Að þessu sinni munum við ekki bara stinga niður fána og skilja eftir fótspor okkar.“ 11. desember 2017 21:29 Reyndu að grípa nef eldflaugarinnar með risastóru neti Bandaríska geimferðafyrirtækið SpaceX skaut á loft Falcon 9 eldflaug fyrr í dag. Bátur með risastóru neti var gerður út til þess að reyna að grípa nef eldflaugarinnar. 22. febrúar 2018 15:29 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Öryggissérfræðingar bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA hafa áhyggjur af því að aðferð sem geimferðafyrirtækið SpaceX hefur notað til að gera eldflaugar sínar öflugri geti teflt lífi geimfara í hættu. Stutt er síðan eldflaug fyrirtækisins sprakk á skotpalli. Verkfræðingar SpaceX fundu upp á því ráði að ofurkæla eldsneyti eldflauga sinna til þess að þjappa því saman og koma þannig meira af því á tankana. Þannig yrðu eldflaugarnar kraftmeiri. Sá böggull fylgdi hins vegar skammrifi að þetta kallaði á að fylla þurfti á eldsneytistanka eldflauganna rétt fyrir geimskot. Þetta veldur öryggissérfræðingum NASA og bandarískum þingmönnum áhyggjum. Aðeins þyrfti slys eða lítinn neista til þess að sprenging yrði. Eldflaug SpaceX sprakk í loft upp þegar verið var að fylla eldsneyti á hana fyrir vélarpróf á skotpalli á Canaveral-höfða á Flórída í september árið 2016. SpaceX á að byrja að flytja geimfara út í geim þegar á þessu ári. Ráðgjafaráð NASA skrifaði meðal annars bréf fyrir þremur árum þar sem varað var við því að þessi aðferð stangaðist á við öryggisstaðla fyrir eldflaugarþrep sem hafa verið í gildi í meira en fimmtíu ár. Bandarísk þingnefnd gekk meðal annars á varaforseta SpaceX um öryggi aðferðarinnar þegar hann sat fyrir svörum fyrr á þessu ári, að því er segir í umfjöllun Washington Post.NASA sögð of áhættufælin Fulltrúar SpaceX segja aftur á móti að færi eitthvað úrskeiðis myndi neyðarkerfi eldflaugarinnar koma geimförunum í öruggt skjól. Meira eldsneyti geri eldflaugarnar jafnframt öruggari þar sem þá sé meira svigrúm til að bregðast við neyðarástandi á flugi. Gagnrýnendur NASA telja að stofnunin sé of varfærin eftir að hafa misst fjórtán geimfara þegar geimskutlurnar Challenger og Columbia fórust árin 1986 og 2003. Geimskutluáætlunni var hætt árið 2011 í kjölfar Columbia-slyssins. NASA var í bæði skipti gagnrýnd fyrir lélegt áhættumat. Robert Lightfoot, nýr forstjóri NASA, hefur harmað að stofnunin hafi orðið of áhættufælin. Dró hann í efa að NASA hefði nokkru sinni ráðist í Apollo-leiðangrana til tunglsins í núverandi umhverfi. Hann útilokar ekki að SpaceX fái leyfi til að fylla ofurkældu eldsneyti á eldflaugar fyrir mannaðar ferðir. NASA gerir þá kröfu til SpaceX og Boeing, sem þróa nú geimferjur til að flytja menn fyrir stofnunina, að líkurnar á dauðsfalli megi ekki vera meiri en eitt í hverjum 270 ferðum. Sérfræðingar vara hins vegar við því hversu erfitt er að leggja mat á áhættu við mannaðar geimferðir. Til þess eru óvissuþættirnir of margir. Þannig áætlaði NASA fyrst að hætta við geimskutlurnar væri á bilinu eitt dauðsfall í fimm hundruð til fimm þúsund ferðum. Þegar áætluninni lauk kom hins vegar í ljós að líkurnar á dauðsfalli voru einn á móti tólf.
SpaceX Tækni Tengdar fréttir Vill senda menn aftur til tunglsins og svo til Mars "Að þessu sinni munum við ekki bara stinga niður fána og skilja eftir fótspor okkar.“ 11. desember 2017 21:29 Reyndu að grípa nef eldflaugarinnar með risastóru neti Bandaríska geimferðafyrirtækið SpaceX skaut á loft Falcon 9 eldflaug fyrr í dag. Bátur með risastóru neti var gerður út til þess að reyna að grípa nef eldflaugarinnar. 22. febrúar 2018 15:29 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Vill senda menn aftur til tunglsins og svo til Mars "Að þessu sinni munum við ekki bara stinga niður fána og skilja eftir fótspor okkar.“ 11. desember 2017 21:29
Reyndu að grípa nef eldflaugarinnar með risastóru neti Bandaríska geimferðafyrirtækið SpaceX skaut á loft Falcon 9 eldflaug fyrr í dag. Bátur með risastóru neti var gerður út til þess að reyna að grípa nef eldflaugarinnar. 22. febrúar 2018 15:29