Kominn tími á gott flashmob Guðmundur Steingrímsson skrifar 30. apríl 2018 07:00 Þegar ég gegndi þingmennsku leitaði ég stundum á náðir ímyndunaraflsins til þess að gera mestu þrætutímabilin í þingsal bærilegri. Kannski þegar Jón Gunnarsson hafði lagt fram tillögu um að henda upp átta virkjunum með tilheyrandi náttúruspjöllum sísvona, og fólk var almennt og skiljanlega snælduvitlaust – ég meðtalinn – svo dögum skipti í pontu þingsins, þá var aðkallandi að flýja veruleikann einstaka sinnum í huganum. Ég sá fyrir mér að þegar deilur væru í hámarki og fólk væri að drepast úr depurð myndi heyrast taktur í þingsal, penna slegið í borð. Það myndi slá þögn á ræðumann. Hann yrði undrandi. Svo heyrðist annar sláttur, annars staðar úr salnum. Annar þingmaður slægi penna í borð. Þá myndi forsetinn ranka við sér. Í stað þess að stöðva þessa harmóníu í fæðingu myndi hann lymskulega, með brosvipru á vör, slá í bjölluna í takt við pennana. Ræðumaður væri þá alveg þagnaður. Skyndilega myndi áhorfandi á pöllunum bresta í söng, ung stúlka. Hún myndi syngja eitthvað dásamlega fallegt, uppörvandi og skemmtilegt. Þingheimur stæði upp. Í viðlaginu myndu þingverðir streyma inn í vel skipulagðri röð og hefja dans á gólfi og borðum og henda skjölum upp í loftið. Allir myndu dansa. Hurðir yrðu opnaðar upp á gátt. Allir streymdu út, starfsmenn, þingmenn, áhorfendur, valhoppandi út á Austurvöll. Þar hitti þingheimur fólkið í landinu. Mótmælendur með tunnur kæmu með í taktinn. Lúðrablásarar blésu flottar línur. Túristar dönsuðu hliðar saman hliðar í fallegri röð í alls konar lituðum goretexjökkum. Út úr búðunum og veitingastöðunum streymdi fólk, konur í doppóttum kjólum og menn með uppbrettar skyrtuermar og sixpensara á höfði. Það yrði dansað niður á höfn, þar sem sjómennirnir slægjust í hópinn. Og svo áfram og upp. Þetta yrði eins og byrjunaratriðið í La la land. Allsherjar söng- og dansleikur.Kærleikur í Kóreu Ég hafna því að ég sé afbrigðilegur hvað þetta varðar. Þörfin á því að upplifa hversdagsleikann sem söngleik er sammannleg. Þegar þetta er skrifað hafa 17 milljón manns horft á Facebook á þrjár systur í írsku fjósi syngja og dansa með kústsköftum við lagið Don’t stop believin’. Fyrir nokkrum árum var efnt til skipulagðra, og óvæntra, dansatriða út um allt. Eiginlega alls staðar nema í þinginu. Það hét flashmob. Heilu verslunarmiðstöðvarnar brustu í söng og dans. Fyrir helgi varð mér hugsað til möguleikans á því að eitt svona atriði myndi eiga sér stað á stjarnfræðilegum skala. Ég eygi möguleika á allsherjar söng- og dansleik á Kóreuskaga. Eftir áratuga vopnaskak þjóðanna þar hittust þeir Kim Jung-un og Moon Jae-in loksins og ræddu málin á löngum fundi. Þeir voru brosandi. Þeir göntuðust. Þeir féllust í faðma. Það jaðraði við flashmob. Maður spyr sig: Leyfist manni að vona að loksins hafi þannig ákvarðanir verið teknar innan hins alræmda einræðisríkis, Norður-Kóreu, að fegurð og birta geti loksins flætt þangað inn? Að fólk verði laust úr ánauð? Ég fór eitt sinn að þessum landamærum. Það er ótrúlegt að horfa yfir. Í Norður-Kóreu er enginn skógur. Þar hefur allt verið brennt til að hita upp húsin. Þar eru gerviþorp, leikmyndir, sem byggð voru af einræðisstjórninni til að telja umheiminum trú um að allt stæði í blóma. Í hlíðinni á einu fjallinu stendur risastór stytta af Kim Il-sung. Mikið yrði veröldin betri ef þeir félagar, Moon og Kim, myndu leysa ágreininginn með einu góðu söngleikjaatriði, steppa sig inn í frið og kærleika fyrir þjóðirnar báðar. Kannski er það nógu merkilegt atriði í bili, og fagurt, að leiðtogarnir tveir ætli sér að sameina fjölskyldur sem hafa verið aðskildar í áratugi. Íslenskur söng- og dansleikur Svona tíðindi eru æðisleg. Þau vekja von. Kannski eru þetta falsvonir. Kannski er þetta plott vondra manna. En maður getur samt leyft sér að vona. Lífið verður aldrei alveg söngleikur. En það má ímynda sér það, eins og í þinginu forðum. Kannski gerist það næstum því. Það nægir. Góð tíðindi geta gerst og heimurinn getur tekið framförum. Tökum Ísland: Það væri æðislegt ef á Íslandi væru einhvern tímann lágir vextir á húsnæðislánum og efnahagslífið væri stöðugt. Ef hér væri fullt af góðum, fjölbreyttum, vel launuðum störfum fyrir fólk með alls konar menntun og hæfileika. Ef heilbrigðisþjónustan væri fullfjármögnuð og skólakerfið líka. Ef vegirnir væru góðir. Ef allir gætu fengið þak yfir höfuðið án þess að eiga 23 þúsund milljónir. Ef allt væri ekki svona rosalega dýrt, þannig að maður gæti sleppt því að fá hjartaflökt og aðsvif um hver mánaðamót. Ef allir væru sammála um það, alltaf, að við ætluðum að vernda íslenska náttúru. Allt er þetta vel mögulegt. Og það sem meira er: Þetta væri efni í mjög flott flashmob. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Þegar ég gegndi þingmennsku leitaði ég stundum á náðir ímyndunaraflsins til þess að gera mestu þrætutímabilin í þingsal bærilegri. Kannski þegar Jón Gunnarsson hafði lagt fram tillögu um að henda upp átta virkjunum með tilheyrandi náttúruspjöllum sísvona, og fólk var almennt og skiljanlega snælduvitlaust – ég meðtalinn – svo dögum skipti í pontu þingsins, þá var aðkallandi að flýja veruleikann einstaka sinnum í huganum. Ég sá fyrir mér að þegar deilur væru í hámarki og fólk væri að drepast úr depurð myndi heyrast taktur í þingsal, penna slegið í borð. Það myndi slá þögn á ræðumann. Hann yrði undrandi. Svo heyrðist annar sláttur, annars staðar úr salnum. Annar þingmaður slægi penna í borð. Þá myndi forsetinn ranka við sér. Í stað þess að stöðva þessa harmóníu í fæðingu myndi hann lymskulega, með brosvipru á vör, slá í bjölluna í takt við pennana. Ræðumaður væri þá alveg þagnaður. Skyndilega myndi áhorfandi á pöllunum bresta í söng, ung stúlka. Hún myndi syngja eitthvað dásamlega fallegt, uppörvandi og skemmtilegt. Þingheimur stæði upp. Í viðlaginu myndu þingverðir streyma inn í vel skipulagðri röð og hefja dans á gólfi og borðum og henda skjölum upp í loftið. Allir myndu dansa. Hurðir yrðu opnaðar upp á gátt. Allir streymdu út, starfsmenn, þingmenn, áhorfendur, valhoppandi út á Austurvöll. Þar hitti þingheimur fólkið í landinu. Mótmælendur með tunnur kæmu með í taktinn. Lúðrablásarar blésu flottar línur. Túristar dönsuðu hliðar saman hliðar í fallegri röð í alls konar lituðum goretexjökkum. Út úr búðunum og veitingastöðunum streymdi fólk, konur í doppóttum kjólum og menn með uppbrettar skyrtuermar og sixpensara á höfði. Það yrði dansað niður á höfn, þar sem sjómennirnir slægjust í hópinn. Og svo áfram og upp. Þetta yrði eins og byrjunaratriðið í La la land. Allsherjar söng- og dansleikur.Kærleikur í Kóreu Ég hafna því að ég sé afbrigðilegur hvað þetta varðar. Þörfin á því að upplifa hversdagsleikann sem söngleik er sammannleg. Þegar þetta er skrifað hafa 17 milljón manns horft á Facebook á þrjár systur í írsku fjósi syngja og dansa með kústsköftum við lagið Don’t stop believin’. Fyrir nokkrum árum var efnt til skipulagðra, og óvæntra, dansatriða út um allt. Eiginlega alls staðar nema í þinginu. Það hét flashmob. Heilu verslunarmiðstöðvarnar brustu í söng og dans. Fyrir helgi varð mér hugsað til möguleikans á því að eitt svona atriði myndi eiga sér stað á stjarnfræðilegum skala. Ég eygi möguleika á allsherjar söng- og dansleik á Kóreuskaga. Eftir áratuga vopnaskak þjóðanna þar hittust þeir Kim Jung-un og Moon Jae-in loksins og ræddu málin á löngum fundi. Þeir voru brosandi. Þeir göntuðust. Þeir féllust í faðma. Það jaðraði við flashmob. Maður spyr sig: Leyfist manni að vona að loksins hafi þannig ákvarðanir verið teknar innan hins alræmda einræðisríkis, Norður-Kóreu, að fegurð og birta geti loksins flætt þangað inn? Að fólk verði laust úr ánauð? Ég fór eitt sinn að þessum landamærum. Það er ótrúlegt að horfa yfir. Í Norður-Kóreu er enginn skógur. Þar hefur allt verið brennt til að hita upp húsin. Þar eru gerviþorp, leikmyndir, sem byggð voru af einræðisstjórninni til að telja umheiminum trú um að allt stæði í blóma. Í hlíðinni á einu fjallinu stendur risastór stytta af Kim Il-sung. Mikið yrði veröldin betri ef þeir félagar, Moon og Kim, myndu leysa ágreininginn með einu góðu söngleikjaatriði, steppa sig inn í frið og kærleika fyrir þjóðirnar báðar. Kannski er það nógu merkilegt atriði í bili, og fagurt, að leiðtogarnir tveir ætli sér að sameina fjölskyldur sem hafa verið aðskildar í áratugi. Íslenskur söng- og dansleikur Svona tíðindi eru æðisleg. Þau vekja von. Kannski eru þetta falsvonir. Kannski er þetta plott vondra manna. En maður getur samt leyft sér að vona. Lífið verður aldrei alveg söngleikur. En það má ímynda sér það, eins og í þinginu forðum. Kannski gerist það næstum því. Það nægir. Góð tíðindi geta gerst og heimurinn getur tekið framförum. Tökum Ísland: Það væri æðislegt ef á Íslandi væru einhvern tímann lágir vextir á húsnæðislánum og efnahagslífið væri stöðugt. Ef hér væri fullt af góðum, fjölbreyttum, vel launuðum störfum fyrir fólk með alls konar menntun og hæfileika. Ef heilbrigðisþjónustan væri fullfjármögnuð og skólakerfið líka. Ef vegirnir væru góðir. Ef allir gætu fengið þak yfir höfuðið án þess að eiga 23 þúsund milljónir. Ef allt væri ekki svona rosalega dýrt, þannig að maður gæti sleppt því að fá hjartaflökt og aðsvif um hver mánaðamót. Ef allir væru sammála um það, alltaf, að við ætluðum að vernda íslenska náttúru. Allt er þetta vel mögulegt. Og það sem meira er: Þetta væri efni í mjög flott flashmob.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun