Langdregin fæðing Hildur Sólveig Ragnarsdóttir skrifar 30. apríl 2018 19:37 Engin fæðing er eins. Fæðingar eru eins misjafnar og þær eru margar. Sumar taka fljótt af, aðrar aðeins lengur og einhverjar verða langdregnar. Flestar enda með eðlilegri fæðingu en stundum kemur það til að það þurfi aðstoð með sogklukku, töngum eða keisaraskurði. Mér var hugsað til þessa þegar enn einn fundur ljósmæðra og samninganefndar ríkisins skilaði engu. Þetta ætlar greinilega verða langdregið. En það vill svo til að ljósmæður búa yfir þeim eiginleika að vera þolinmóðar, það hefur starfið kennt okkur. Verðandi mæður geta aftur á móti ekki leyft sér það í þessu ástandi. Hvernig ætla þeir sem ábyrgðina bera að láta þetta enda? Það er alveg ljóst að ástandið sem hefur skapast hefur áhrif á hóp kvenna og fjölskyldur á viðkvæmum tímapunkti í þeirra lífi. Margar konur hafa lýst yfir kvíða og vanlíðan tengda því ástandi sem hefur skapast og tala nú ekki um sem mun bara versna náist ekki lausn á þessari deildu. Ljósmæður á fæðingavakt og meðgöngu – og sængurkvennadeild hafa ákveðið frá og með 1. maí að taka ekki aukavaktir á meðan ekki er samið. Þetta getur skapað mjög ótryggt ástand. Að auki mun svo fjöldi reynslumikilla ljósmæðra ganga út af Landspítalanum í júlí og þá mun án efa skapast neyðarástand í fæðingarþjónustu spítalans. Hvar eru þeir sem ábyrgðina bera? Af hverju heyrist ekkert frá ráðamönnum þjóðarinnar. Hvað þarf til? Nú þegar setja þurfti af stað viðbragðsáætlun á Landspítalanum vegna þess að heimaþjónustu ljósmæður ákváðu að leggja niður störf vegna samninga sem ekki höfðu náðst við Sjúkratryggingar Íslands, tóku ráðamenn við sér. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðismálaráðherra sendi frá sér skilaboð eftir undirritun þess samningsins að nú þyrftu samningsaðilar að taka sér tak fyrir næsta fund og klára málin. Ég geri ráð fyrir að þessi skilaboð frá Svandísi eigi að berast samninganefnd ríkisins. Ástandið sem hefur skapast og mun aðeins versna er ekki á ábyrgð ljósmæðra. Það er á ábyrgð þeirra sem fara með völdin í landinu. Á ábyrgð þeirra sem geta með einföldum hætti leyst þessa deildu með því að veita samninganefndinni umboð til þess. Það er komin tími til að leiðrétta kjör ljósmæðra í eitt skipti fyrir öll. Leiðrétta það misrétti sem ljósmæður hafa þurft að búa við til fjölda ára eins og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur bent á. Þetta er orðið langdregin fæðing og tími til komin að grípa inn í áður en í óefni fer. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Að mása sig hása til að tefja Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Sjá meira
Engin fæðing er eins. Fæðingar eru eins misjafnar og þær eru margar. Sumar taka fljótt af, aðrar aðeins lengur og einhverjar verða langdregnar. Flestar enda með eðlilegri fæðingu en stundum kemur það til að það þurfi aðstoð með sogklukku, töngum eða keisaraskurði. Mér var hugsað til þessa þegar enn einn fundur ljósmæðra og samninganefndar ríkisins skilaði engu. Þetta ætlar greinilega verða langdregið. En það vill svo til að ljósmæður búa yfir þeim eiginleika að vera þolinmóðar, það hefur starfið kennt okkur. Verðandi mæður geta aftur á móti ekki leyft sér það í þessu ástandi. Hvernig ætla þeir sem ábyrgðina bera að láta þetta enda? Það er alveg ljóst að ástandið sem hefur skapast hefur áhrif á hóp kvenna og fjölskyldur á viðkvæmum tímapunkti í þeirra lífi. Margar konur hafa lýst yfir kvíða og vanlíðan tengda því ástandi sem hefur skapast og tala nú ekki um sem mun bara versna náist ekki lausn á þessari deildu. Ljósmæður á fæðingavakt og meðgöngu – og sængurkvennadeild hafa ákveðið frá og með 1. maí að taka ekki aukavaktir á meðan ekki er samið. Þetta getur skapað mjög ótryggt ástand. Að auki mun svo fjöldi reynslumikilla ljósmæðra ganga út af Landspítalanum í júlí og þá mun án efa skapast neyðarástand í fæðingarþjónustu spítalans. Hvar eru þeir sem ábyrgðina bera? Af hverju heyrist ekkert frá ráðamönnum þjóðarinnar. Hvað þarf til? Nú þegar setja þurfti af stað viðbragðsáætlun á Landspítalanum vegna þess að heimaþjónustu ljósmæður ákváðu að leggja niður störf vegna samninga sem ekki höfðu náðst við Sjúkratryggingar Íslands, tóku ráðamenn við sér. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðismálaráðherra sendi frá sér skilaboð eftir undirritun þess samningsins að nú þyrftu samningsaðilar að taka sér tak fyrir næsta fund og klára málin. Ég geri ráð fyrir að þessi skilaboð frá Svandísi eigi að berast samninganefnd ríkisins. Ástandið sem hefur skapast og mun aðeins versna er ekki á ábyrgð ljósmæðra. Það er á ábyrgð þeirra sem fara með völdin í landinu. Á ábyrgð þeirra sem geta með einföldum hætti leyst þessa deildu með því að veita samninganefndinni umboð til þess. Það er komin tími til að leiðrétta kjör ljósmæðra í eitt skipti fyrir öll. Leiðrétta það misrétti sem ljósmæður hafa þurft að búa við til fjölda ára eins og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur bent á. Þetta er orðið langdregin fæðing og tími til komin að grípa inn í áður en í óefni fer.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun