65 milljarða yfirtaka í pípunum þvert á vilja stærsta hluthafans Ólöf Skaftadóttir skrifar 20. apríl 2018 06:00 Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims. Brim Útgerðarfélaginu Brimi ber lagaleg skylda til yfirtökutilboðs í HB Granda, eftir að félagið keypti 34,1% eignarhlut Kristjáns Loftssonar og Halldórs Teitssonar í HB granda í viðskiptum upp á tæplega 21,7 milljarða króna á miðvikudag. Guðmundur Kristjánsson, forstjóri og eigandi Brims, segist vonast til þess að sem flestir hluthafar verði áfram í HB Granda. Lög um verðbréfaviðskipti kveða skýrt á um að hafi hluthafi samanlagt eignast að minnsta kosti 30 pró- sent atkvæðisréttar í félagi sem skráð er í Kauphöll skuli sá hinn sami gera öðrum hluthöfum félagsins yfirtökutilboð. Það er, tilboð um að kaupa hluti þeirra í félaginu. Fjármálaeftirlitið hefur málið til skoðunar. Guðmundur segist ekki vilja að Brim taki HB Granda yfir. „Við þurfum að gera yfirtökutilboð innan fjögurra vikna, en við höfum hug á að halda HB Granda á markaði.“„Okkur langar ekki til að gera þetta tilboð, en það er skylda. Okkar von er að núverandi hluthafar verði áfram í félaginu.“ Aðspurður segist Guðmundur ekki hafa klárað fjármögnunina alla, en geta selt hluta af eignum Brims til að tryggja fjármagn ef til yfirtöku kemur. „Maður má ekki bara kaupa og borga ekki upp.“ Brim skuldaði um 32 milljarða samkvæmt ársreikningi 2016, en eigið fé var um 22 milljarðar. Ársreikningur ársins 2017 hefur ekki verið birtur. Samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti skal verð það sem sett er fram í yfirtökutilboði vera að lágmarki jafnhátt og síðasta viðskiptaverð hluta í viðkomandi félagi áður en tilboðsskylda myndaðist. Kaupverðið yrði því um 65 milljarðar, miðað við að kaupverðið sé 35 krónur á hvern hlut líkt og í viðskiptum með bréf félagsins í vikunni. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Kristján Loftsson og tengdir selja rúmlega þriðjungshlut í HB Granda Vogun hf. og Fiskveiðihlutafélagið Venus hf. hafa selt nær allan hlut sinn í HB Granda, alls 34 prósent hlutafjár, fyrir tæplega 21,7 milljarða króna. 19. apríl 2018 10:30 Mest lesið Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Útgerðarfélaginu Brimi ber lagaleg skylda til yfirtökutilboðs í HB Granda, eftir að félagið keypti 34,1% eignarhlut Kristjáns Loftssonar og Halldórs Teitssonar í HB granda í viðskiptum upp á tæplega 21,7 milljarða króna á miðvikudag. Guðmundur Kristjánsson, forstjóri og eigandi Brims, segist vonast til þess að sem flestir hluthafar verði áfram í HB Granda. Lög um verðbréfaviðskipti kveða skýrt á um að hafi hluthafi samanlagt eignast að minnsta kosti 30 pró- sent atkvæðisréttar í félagi sem skráð er í Kauphöll skuli sá hinn sami gera öðrum hluthöfum félagsins yfirtökutilboð. Það er, tilboð um að kaupa hluti þeirra í félaginu. Fjármálaeftirlitið hefur málið til skoðunar. Guðmundur segist ekki vilja að Brim taki HB Granda yfir. „Við þurfum að gera yfirtökutilboð innan fjögurra vikna, en við höfum hug á að halda HB Granda á markaði.“„Okkur langar ekki til að gera þetta tilboð, en það er skylda. Okkar von er að núverandi hluthafar verði áfram í félaginu.“ Aðspurður segist Guðmundur ekki hafa klárað fjármögnunina alla, en geta selt hluta af eignum Brims til að tryggja fjármagn ef til yfirtöku kemur. „Maður má ekki bara kaupa og borga ekki upp.“ Brim skuldaði um 32 milljarða samkvæmt ársreikningi 2016, en eigið fé var um 22 milljarðar. Ársreikningur ársins 2017 hefur ekki verið birtur. Samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti skal verð það sem sett er fram í yfirtökutilboði vera að lágmarki jafnhátt og síðasta viðskiptaverð hluta í viðkomandi félagi áður en tilboðsskylda myndaðist. Kaupverðið yrði því um 65 milljarðar, miðað við að kaupverðið sé 35 krónur á hvern hlut líkt og í viðskiptum með bréf félagsins í vikunni.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Kristján Loftsson og tengdir selja rúmlega þriðjungshlut í HB Granda Vogun hf. og Fiskveiðihlutafélagið Venus hf. hafa selt nær allan hlut sinn í HB Granda, alls 34 prósent hlutafjár, fyrir tæplega 21,7 milljarða króna. 19. apríl 2018 10:30 Mest lesið Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Kristján Loftsson og tengdir selja rúmlega þriðjungshlut í HB Granda Vogun hf. og Fiskveiðihlutafélagið Venus hf. hafa selt nær allan hlut sinn í HB Granda, alls 34 prósent hlutafjár, fyrir tæplega 21,7 milljarða króna. 19. apríl 2018 10:30