Grunnur að geðheilbrigði Hildur Björnsdóttir skrifar 20. apríl 2018 09:58 Geðheilbrigði er grunnstoð í heilbrigðu samfélagi. Það er órjúfanlegur hluti af almennri vellíðan og forsenda virkrar samfélagsþátttöku. Það skiptir okkur sköpum að vel sé haldið á málaflokknum. Samfélagsvitund um geðheilbrigði hefur stóraukist en betur má ef duga skal. Rannsóknir sýna að um 20% barna og unglinga fást við vanlíðan eða geðraskanir af einhverju tagi. Samkvæmt Hagstofu Íslands eru börn og unglingar hérlendis nú 80.383 talsins. Sé tekið mið af niðurstöðum rannsókna má því ætla að um 16.077 börn og ungmenni glími nú við vanlíðan eða geðraskanir. Fái þau ekki viðeigandi aðstoð getur vandinn versnað verulega og afleiðingarnar orðið alvarlegri. Algengast er að geðsjúkdómar komi fram hjá einstaklingum á aldrinum 18-25 ára. Helsta dánarorsök íslenskra karlmanna í þessum aldurshópi er sjálfsvíg. Með snemmtækri íhlutun og stórbættu aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu mætti draga úr þessum átakanlega vanda. Lykilatriði er að byrja nægilega snemma. Það skortir samfellu í geðheilbrigðisþjónustu við börn. Biðlistar eru langir og einstaklingar falla gjarnan milli skips og bryggju innan kerfisins. Stór hluti barna fær seint eða aldrei viðeigandi meðferð. Það er mikilvægt að komast fyrir vandann nægilega snemma. Auknar forvarnir og auðveldur aðgangur að sálfræðiþjónustu strax í grunnskóla gæti skipt sköpum. Við verðum að bæta samstarf ríkis og sveitarfélaga hvað málaflokkinn varðar. Móta þarf heildstæða stefnu um geðheilbrigði og eyrnamerkja málaflokknum aukið fé. Styðja þarf frjáls félagasamtök sem vinna að geðheilbrigðismálum. Tryggja þarf skilyrðislausa mannvirðingu í allri geðheilbrigðisþjónustu, með áherslu á persónulega nálgun og fjölbreyttar leiðir til bata. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík vill tryggja börnum og ungmennum gjaldfrjálsa og aðgengilega sálfræðiþjónustu strax í grunnskóla. Það er þjóðhagslega hagkvæm fjárfesting í geðheilbrigði samfélags. Aðgerðarleysi gagnvart málaflokknum mun alltaf fela í sér aukinn samfélagslegan kostnað – fjárhagslegan og tilfinningalegan. Með snemmtækri íhlutun má draga verulega úr vanlíðan og áhrifum geðraskana. Með forvörnum má fyrirbyggja frekari vanda.Höfundur er í 2. sæti lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Kosningar 2018 Sveitarstjórnarmál Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Geðheilbrigði er grunnstoð í heilbrigðu samfélagi. Það er órjúfanlegur hluti af almennri vellíðan og forsenda virkrar samfélagsþátttöku. Það skiptir okkur sköpum að vel sé haldið á málaflokknum. Samfélagsvitund um geðheilbrigði hefur stóraukist en betur má ef duga skal. Rannsóknir sýna að um 20% barna og unglinga fást við vanlíðan eða geðraskanir af einhverju tagi. Samkvæmt Hagstofu Íslands eru börn og unglingar hérlendis nú 80.383 talsins. Sé tekið mið af niðurstöðum rannsókna má því ætla að um 16.077 börn og ungmenni glími nú við vanlíðan eða geðraskanir. Fái þau ekki viðeigandi aðstoð getur vandinn versnað verulega og afleiðingarnar orðið alvarlegri. Algengast er að geðsjúkdómar komi fram hjá einstaklingum á aldrinum 18-25 ára. Helsta dánarorsök íslenskra karlmanna í þessum aldurshópi er sjálfsvíg. Með snemmtækri íhlutun og stórbættu aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu mætti draga úr þessum átakanlega vanda. Lykilatriði er að byrja nægilega snemma. Það skortir samfellu í geðheilbrigðisþjónustu við börn. Biðlistar eru langir og einstaklingar falla gjarnan milli skips og bryggju innan kerfisins. Stór hluti barna fær seint eða aldrei viðeigandi meðferð. Það er mikilvægt að komast fyrir vandann nægilega snemma. Auknar forvarnir og auðveldur aðgangur að sálfræðiþjónustu strax í grunnskóla gæti skipt sköpum. Við verðum að bæta samstarf ríkis og sveitarfélaga hvað málaflokkinn varðar. Móta þarf heildstæða stefnu um geðheilbrigði og eyrnamerkja málaflokknum aukið fé. Styðja þarf frjáls félagasamtök sem vinna að geðheilbrigðismálum. Tryggja þarf skilyrðislausa mannvirðingu í allri geðheilbrigðisþjónustu, með áherslu á persónulega nálgun og fjölbreyttar leiðir til bata. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík vill tryggja börnum og ungmennum gjaldfrjálsa og aðgengilega sálfræðiþjónustu strax í grunnskóla. Það er þjóðhagslega hagkvæm fjárfesting í geðheilbrigði samfélags. Aðgerðarleysi gagnvart málaflokknum mun alltaf fela í sér aukinn samfélagslegan kostnað – fjárhagslegan og tilfinningalegan. Með snemmtækri íhlutun má draga verulega úr vanlíðan og áhrifum geðraskana. Með forvörnum má fyrirbyggja frekari vanda.Höfundur er í 2. sæti lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun