Handtóku mótmælendur í stórum stíl Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. apríl 2018 06:00 Tugir þúsunda Armena mótmæltu um helgina. Vísir/AFP Nærri 200 mótmælendur og þrír leiðtogar stjórnarandstöðunnar voru handteknir í Armeníu í gær. Alls mótmæltu tugir þúsunda Serzh Sargsyan forsætisráðherra og kröfðust afsagnar hans. Mótmælendur voru einna helst ósáttir við hversu lengi Sargsyan hefur verið við völd, náið samband hans við yfirvöld í Rússlandi og linkind þegar kemur að því að uppræta spillingu. Sargsyan tók við forsætisráðuneytinu á þriðjudaginn eftir að hafa verið forseti Kákasusríkisins undanfarin tíu ár. Árið 2015 samþykktu Armenar í þjóðaratkvæðagreiðslu að fela forsætisráðherranum aukið vald á kostnað forseta. Nikol Pashinyan, leiðtogi stjórnarandstöðunnar og einn hinna handteknu, hafði átt í viðræðum við Sargsyan áður en mótmælaaldan skall á. Sargsyan stormaði reyndar út af fundinum stuttu eftir að hann hófst og sagði stjórnarandstöðuna reyna að kúga sig. „Þetta eru engar viðræður, við vorum ekki að ræða neitt. Þetta eru bara afarkostir, það er verið að reyna að kúga ríkið, kúga lögmæt yfirvöld,“ sagði Sargsyan þá. Evrópusambandið kallaði í gær eftir því að deilurnar í Armeníu yrðu leystar á friðsælan hátt. „Leysa ætti alla úr haldi sem voru einungis að nýta mótmælafrelsi sitt í samræmi við lög. Það er mikilvægt að allir aðilar sýni aðgát og hagi sér á ábyrgan hátt,“ sagði í yfirlýsingu sem ESB sendi frá sér í gær. Armenía Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Fleiri fréttir Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga Sjá meira
Nærri 200 mótmælendur og þrír leiðtogar stjórnarandstöðunnar voru handteknir í Armeníu í gær. Alls mótmæltu tugir þúsunda Serzh Sargsyan forsætisráðherra og kröfðust afsagnar hans. Mótmælendur voru einna helst ósáttir við hversu lengi Sargsyan hefur verið við völd, náið samband hans við yfirvöld í Rússlandi og linkind þegar kemur að því að uppræta spillingu. Sargsyan tók við forsætisráðuneytinu á þriðjudaginn eftir að hafa verið forseti Kákasusríkisins undanfarin tíu ár. Árið 2015 samþykktu Armenar í þjóðaratkvæðagreiðslu að fela forsætisráðherranum aukið vald á kostnað forseta. Nikol Pashinyan, leiðtogi stjórnarandstöðunnar og einn hinna handteknu, hafði átt í viðræðum við Sargsyan áður en mótmælaaldan skall á. Sargsyan stormaði reyndar út af fundinum stuttu eftir að hann hófst og sagði stjórnarandstöðuna reyna að kúga sig. „Þetta eru engar viðræður, við vorum ekki að ræða neitt. Þetta eru bara afarkostir, það er verið að reyna að kúga ríkið, kúga lögmæt yfirvöld,“ sagði Sargsyan þá. Evrópusambandið kallaði í gær eftir því að deilurnar í Armeníu yrðu leystar á friðsælan hátt. „Leysa ætti alla úr haldi sem voru einungis að nýta mótmælafrelsi sitt í samræmi við lög. Það er mikilvægt að allir aðilar sýni aðgát og hagi sér á ábyrgan hátt,“ sagði í yfirlýsingu sem ESB sendi frá sér í gær.
Armenía Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Fleiri fréttir Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga Sjá meira