Beggi blindi gómaði þjóf: „Auðvitað kom blindi maðurinn auga á þetta“ Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar 24. apríl 2018 22:20 Bergvin Oddsson, fyrrverandi formaður Blindrafélagsins, lét ekki plata sig í Vestmannaeyjum á dögunum. vísir/stefán Bergvin Oddsson, oft kallaður Beggi blindi, gómaði þjóf á dögunum. Maðurinn hafði farið um hótel á Suðurlandi, gist þar og svo stungið af án þess að borga fyrir þjónustuna. Maðurinn ætlaði að leika sama leik á Aska hostel í Vestmannaeyjum þar sem Beggi vinnur. Beggi hafði hins vegar fengið ábendingu frá lögreglu nokkrum dögum áður um að hafa varann á gagnvart fyrrnefndum svikahrappi. Bergvin sagði stoltur frá atvikinu á Facebook síðu sinni í dag. Var að bíða eftir peningum frá systur sinni „Lögreglan hefur samband og hringir í okkur og gistihúsaeigendur á eyjunni fyrir svona 10 dögum síðan og þá annars vegar að spyrja hvort að það sé einhver pólskur maður með þessu nafni hjá okkur eða hafi verið hjá okkur. Sömuleiðis voru þeir að aðvara okkur að þessi maður labbi á milli gistiheimila og hótela og fari. Í gær kemur hann og það er annar maður sem tekur á móti honum og svo heyri ég í dag að það sé Pólverji í einu ákveðnu herbergi hjá okkur og ætli að vera í fimm daga og borga á morgun því hann væri að bíða eftir pening frá systur sinni og mér fannst þetta allt voða dularfullt. Svo ég bað manneskjuna sem tók á móti honum að spyrja um nafnið og þá stemmdi það. Ég hafði svo samband við lögregluna í eyjum og þeir flettu þessu upp og fengu það staðfest að þetta væri þessi maður sem þeir voru búnir að leita að. Þetta er ekki túristi eða neitt,“ segir Bergvin.Ráku manninn út Bergvin segir í samtali við Vísi að þau hafi verið að bíða eftir að lögreglan myndi koma og handtaka hann en það gerðist ekki. „Af því að við vorum að bíða eftir því að lögreglan myndi koma og handtaka hann en það var ekki gert. Þannig að ég veit ekkert hvað löggan gerði í framhaldinu en við rákum hann út,“ segir Bergvin. Þegar falast var eftir upplýsingum frá lögreglunni í Vestmannaeyjum, könnuðust þau ekki við málið. Lögreglumál Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Bergvin Oddsson, oft kallaður Beggi blindi, gómaði þjóf á dögunum. Maðurinn hafði farið um hótel á Suðurlandi, gist þar og svo stungið af án þess að borga fyrir þjónustuna. Maðurinn ætlaði að leika sama leik á Aska hostel í Vestmannaeyjum þar sem Beggi vinnur. Beggi hafði hins vegar fengið ábendingu frá lögreglu nokkrum dögum áður um að hafa varann á gagnvart fyrrnefndum svikahrappi. Bergvin sagði stoltur frá atvikinu á Facebook síðu sinni í dag. Var að bíða eftir peningum frá systur sinni „Lögreglan hefur samband og hringir í okkur og gistihúsaeigendur á eyjunni fyrir svona 10 dögum síðan og þá annars vegar að spyrja hvort að það sé einhver pólskur maður með þessu nafni hjá okkur eða hafi verið hjá okkur. Sömuleiðis voru þeir að aðvara okkur að þessi maður labbi á milli gistiheimila og hótela og fari. Í gær kemur hann og það er annar maður sem tekur á móti honum og svo heyri ég í dag að það sé Pólverji í einu ákveðnu herbergi hjá okkur og ætli að vera í fimm daga og borga á morgun því hann væri að bíða eftir pening frá systur sinni og mér fannst þetta allt voða dularfullt. Svo ég bað manneskjuna sem tók á móti honum að spyrja um nafnið og þá stemmdi það. Ég hafði svo samband við lögregluna í eyjum og þeir flettu þessu upp og fengu það staðfest að þetta væri þessi maður sem þeir voru búnir að leita að. Þetta er ekki túristi eða neitt,“ segir Bergvin.Ráku manninn út Bergvin segir í samtali við Vísi að þau hafi verið að bíða eftir að lögreglan myndi koma og handtaka hann en það gerðist ekki. „Af því að við vorum að bíða eftir því að lögreglan myndi koma og handtaka hann en það var ekki gert. Þannig að ég veit ekkert hvað löggan gerði í framhaldinu en við rákum hann út,“ segir Bergvin. Þegar falast var eftir upplýsingum frá lögreglunni í Vestmannaeyjum, könnuðust þau ekki við málið.
Lögreglumál Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira