Perlan Öskjuhlíð Katrín Atladóttir skrifar 25. apríl 2018 15:52 Við Reykvíkingar eigum frábært útivistarsvæði í miðbænum, Öskjuhlíð. En því miður virðist borginni ekki þykja vænt um þessa paradís. Lítið heyrist rætt um Öskjuhlíðina nema ef ske kynni þegar stórfellt skógarhögg hefur átt sér stað til að tryggja aðflug flugvéla til lendingar í miðbænum. Í Öskjuhlíðinni þrífast allskonar misjafnir hlutir. Þar hefst fólk við, jafnvel í tjöldum og hreysum, ekki þarf að ganga lengi um til að finna ummerki um fíkniefnaneyslu og aðra hluti sem ættu ekki að eiga sér stað á útivistarsvæði. Gönguhópar hafa tekið að sér að þrífa heilmikið rusl árlega og hjólreiðamenn og larparar hafa einnig tekið hlíðina fögru í fóstur. En betur má ef duga skal. Gera þarf skóginn aðgengilegri, hreinsa þarf rjóður, setja upp leiktæki og grillstaði. Loka þarf fyrir umferð og fjarlægja vegslóða. Horfa má til hins frábæra útivistarsvæðis Akureyringa, Kjarnaskógar. Á góðviðrisdögum iðar allt af lífi þar, fjölskyldur koma saman til að njóta útiveru og borða gott nesti. Samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands er Öskjuhlíð fjölsóttasta útivistarsvæði landsins. Nú hefur uppbygging átt sér stað í Perlunni, þar má finna jöklasýningu og kaffihús. Tímabært er að gera Öskjuhlíðinni hátt undir höfði eins og hún á skilið. Í stað þess að borgin gleymi henni nema þegar tré þurfa að víkja fyrir flugvélum.Höfundur skipar 6. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Atladóttir Kosningar 2018 Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Við Reykvíkingar eigum frábært útivistarsvæði í miðbænum, Öskjuhlíð. En því miður virðist borginni ekki þykja vænt um þessa paradís. Lítið heyrist rætt um Öskjuhlíðina nema ef ske kynni þegar stórfellt skógarhögg hefur átt sér stað til að tryggja aðflug flugvéla til lendingar í miðbænum. Í Öskjuhlíðinni þrífast allskonar misjafnir hlutir. Þar hefst fólk við, jafnvel í tjöldum og hreysum, ekki þarf að ganga lengi um til að finna ummerki um fíkniefnaneyslu og aðra hluti sem ættu ekki að eiga sér stað á útivistarsvæði. Gönguhópar hafa tekið að sér að þrífa heilmikið rusl árlega og hjólreiðamenn og larparar hafa einnig tekið hlíðina fögru í fóstur. En betur má ef duga skal. Gera þarf skóginn aðgengilegri, hreinsa þarf rjóður, setja upp leiktæki og grillstaði. Loka þarf fyrir umferð og fjarlægja vegslóða. Horfa má til hins frábæra útivistarsvæðis Akureyringa, Kjarnaskógar. Á góðviðrisdögum iðar allt af lífi þar, fjölskyldur koma saman til að njóta útiveru og borða gott nesti. Samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands er Öskjuhlíð fjölsóttasta útivistarsvæði landsins. Nú hefur uppbygging átt sér stað í Perlunni, þar má finna jöklasýningu og kaffihús. Tímabært er að gera Öskjuhlíðinni hátt undir höfði eins og hún á skilið. Í stað þess að borgin gleymi henni nema þegar tré þurfa að víkja fyrir flugvélum.Höfundur skipar 6. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar