Kraftmikil sókn í menntamálum Skúli Helgason skrifar 27. apríl 2018 07:00 Mikill vöxtur hefur verið í menntamálum í Reykjavík og hafa framlög til málaflokksins aukist um 25% frá 2014 eða um rúmlega níu milljarða króna. Stærstur hluti hefur farið í að borga hærri laun til starfsfólks í leikskólum, grunnskólum og frístundamiðstöðvum en einnig hafa framlög aukist verulega til innra starfs, sérstaklega undanfarin tvö ár eftir að hagur borgarsjóðs fór að vænkast. Sterk fjárhagsstaða borgarinnar er einmitt lykillinn að því að nú er hægt að ráðast í metnaðarfulla uppbyggingu í leikskólamálum sem lengi hefur verið beðið eftir.Tvöfalt hærri framlög Góðu heilli er íbúasamsetning þjóðarinnar fjölskrúðugri nú en áður og hlutfall barna af erlendum uppruna fer vaxandi í skólum borgarinnar. Meirihlutinn í borginni hefur mætt því með tvöföldun framlaga í fjölmenningarlegt leikskólastarf og tvöfalt hærri framlögum til íslenskukennslu barna með annað móðurmál en íslensku. Nú njóta um 2.200 börn þeirrar kennslu en voru að meðaltali rúmlega 300 á árunum 2004-2014. Aukin áhersla á sérkennslu og faglegt starf Framlög til faglegs starfs og sérkennslu hafa aukist mjög í leikskólum og grunnskólum og við hyggjumst taka meira tillit til lýðfræðilegra þátta við úthlutun fjármagns. Það mun koma til góða í skólum og skólahverfum með hátt hlutfall barna sem þurfa sérstakan stuðning vegna félagslegra eða efnahagslegra aðstæðna. Það er jafnaðarstefna í framkvæmd sem er okkar leiðarljós við stjórn borgarinnar. Bætt starfsumhverfi Mikil og góð samvinna hefur verið við forystu kennara í leikskólum og grunnskólum og starfsfólk frístundamiðstöðva um að greina og leggja til úrbætur á starfsumhverfi þeirra. Nú þegar hafa rúmlega 20 af þessum tillögum verið samþykktar og hefur meira en 600 milljónum verið úthlutað til að hrinda þeim í framkvæmd auk þess sem framlög til viðhalds og endurbóta á húsnæði og starfsaðstöðu hafa rúmlega tvöfaldast á tveimur árum. Þessi mál verða áfram í forgangi á komandi misserum. Menntastefna verður til Undanfarið ár hefur staðið yfir tímamótavinna við mótun nýrrar menntastefnu Reykjavíkur til 2030 og hafa þúsundir lagt þar gott til málanna: kennarar, skólastjórar og annað starfsfólk, foreldrar, ráðgjafar og síðast en ekki síst börn og ungmenni sem hafa sterkar og spennandi skoðanir á skóla- og frístundastarfinu. Þessi vinna hefur vakið athygli út fyrir landsteinana en til stendur að kynna hana á komandi vikum og innleiða frá og með næsta skólaári. Þar verður m.a. aukin áhersla á félagsfærni, sjálfseflingu og alhliða þroska barna, meira val og fjölbreytni í viðfangsefnum þeirra og markvissari stuðning við börn með fjölþættar þarfir sem mikilvægt er að sinna fljótt og vel til að þau njóti sömu tækifæra og jafnaldrar þeirra. Skólamálin í borginni eru í mikilli sókn og fram undan eru spennandi tímar í þessum mikilvæga málaflokki.Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður skóla- og frístundaráðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Skúli Helgason Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Mikill vöxtur hefur verið í menntamálum í Reykjavík og hafa framlög til málaflokksins aukist um 25% frá 2014 eða um rúmlega níu milljarða króna. Stærstur hluti hefur farið í að borga hærri laun til starfsfólks í leikskólum, grunnskólum og frístundamiðstöðvum en einnig hafa framlög aukist verulega til innra starfs, sérstaklega undanfarin tvö ár eftir að hagur borgarsjóðs fór að vænkast. Sterk fjárhagsstaða borgarinnar er einmitt lykillinn að því að nú er hægt að ráðast í metnaðarfulla uppbyggingu í leikskólamálum sem lengi hefur verið beðið eftir.Tvöfalt hærri framlög Góðu heilli er íbúasamsetning þjóðarinnar fjölskrúðugri nú en áður og hlutfall barna af erlendum uppruna fer vaxandi í skólum borgarinnar. Meirihlutinn í borginni hefur mætt því með tvöföldun framlaga í fjölmenningarlegt leikskólastarf og tvöfalt hærri framlögum til íslenskukennslu barna með annað móðurmál en íslensku. Nú njóta um 2.200 börn þeirrar kennslu en voru að meðaltali rúmlega 300 á árunum 2004-2014. Aukin áhersla á sérkennslu og faglegt starf Framlög til faglegs starfs og sérkennslu hafa aukist mjög í leikskólum og grunnskólum og við hyggjumst taka meira tillit til lýðfræðilegra þátta við úthlutun fjármagns. Það mun koma til góða í skólum og skólahverfum með hátt hlutfall barna sem þurfa sérstakan stuðning vegna félagslegra eða efnahagslegra aðstæðna. Það er jafnaðarstefna í framkvæmd sem er okkar leiðarljós við stjórn borgarinnar. Bætt starfsumhverfi Mikil og góð samvinna hefur verið við forystu kennara í leikskólum og grunnskólum og starfsfólk frístundamiðstöðva um að greina og leggja til úrbætur á starfsumhverfi þeirra. Nú þegar hafa rúmlega 20 af þessum tillögum verið samþykktar og hefur meira en 600 milljónum verið úthlutað til að hrinda þeim í framkvæmd auk þess sem framlög til viðhalds og endurbóta á húsnæði og starfsaðstöðu hafa rúmlega tvöfaldast á tveimur árum. Þessi mál verða áfram í forgangi á komandi misserum. Menntastefna verður til Undanfarið ár hefur staðið yfir tímamótavinna við mótun nýrrar menntastefnu Reykjavíkur til 2030 og hafa þúsundir lagt þar gott til málanna: kennarar, skólastjórar og annað starfsfólk, foreldrar, ráðgjafar og síðast en ekki síst börn og ungmenni sem hafa sterkar og spennandi skoðanir á skóla- og frístundastarfinu. Þessi vinna hefur vakið athygli út fyrir landsteinana en til stendur að kynna hana á komandi vikum og innleiða frá og með næsta skólaári. Þar verður m.a. aukin áhersla á félagsfærni, sjálfseflingu og alhliða þroska barna, meira val og fjölbreytni í viðfangsefnum þeirra og markvissari stuðning við börn með fjölþættar þarfir sem mikilvægt er að sinna fljótt og vel til að þau njóti sömu tækifæra og jafnaldrar þeirra. Skólamálin í borginni eru í mikilli sókn og fram undan eru spennandi tímar í þessum mikilvæga málaflokki.Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður skóla- og frístundaráðs
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun