Innlent

Vímaður á ofsahraða

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Maðurinn hafði ekið sem leið lá eftir Reykjanesbrautinni.
Maðurinn hafði ekið sem leið lá eftir Reykjanesbrautinni. VÍSIR/PJETUR
Ökumaður, sem grunaður er um ofsaakstur á Reykjanesbraut undir áhrifum vímuefna, var sviptur ökuréttindum þegar lögreglan hafði hendur í hári hans. Hann hafði mælst á 167 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund. Hann var fluttur á næstu lögreglustöð og að frátalinni ökuleyfissviptingunni á hann yfir höfði sér háa fjársekt. 

Lögreglan á Suðurnesjum hefur kært níu ökumenn til viðbótar fyrir of hraðan akstur á undanförnum dögum. Í skeyti hennar til fjölmiðla í morgun segir að einn þeirra sé jafnframt grunaður um ölvun við akstur.

Þá voru tveir ökumenn til viðbótar teknir úr umferð vegna gruns um ölvunarakstur og þrír vegna gruns um fíkniefnaakstur.

Skráningarnúmer voru svo fjarlægð af fjórum bifreiðum, ýmist óskoðuðum eða ótryggðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×