Þvoglumæltur ökumaður taldi lögreglu hafa viljað stöðva einhvern annan Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. apríl 2018 07:35 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast um helgina. Hún þurfti margsinnis að stöðva ökumenn sem grunaðir eru um að hafa ekið undir áhrifum áfengis. Vísir/Vilhelm Í gærkvöldi gáfu lögreglumenn ökumanni fyrst merki um að hann skyldi stöðva bifreið sína á Reykjanesbraut með bláum neyðarljósum en ökumaðurinn stöðvaði ekki bifreiðina fyrr en hann var kominn við Flatahraun. Lögregla spurði ökumann, sem að sögn lögreglu var „áberandi ölvaður og þvoglumæltur,“ hvers vegna hann hefði ekki stöðvað fyrr. Ökumaðurinn sagðist þá hafa talið hana viljað stöðva einhvern annan en sig. Ökumaðurinn er sem fyrr segir grunaður um ölvun við akstur. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en hún hafði í nógu að snúast um helgina.Múrsteini kastað í rúðuÞað var í gærkvöldi klukkan hálf tólf sem tilkynnt var um innbrot í húsnæði við Hvassaleiti. Múrsteini hafði verið kastað í rúðu, hurð var spennt upp og lögregla telur mögulegt að einhver gæti hafa farið inn í húsið en ekki er vitað hvort einhverju hafi verið stolið. Eins var tilkynnt á sjöunda tímanum í gærkvöldi um innbrot og þjófnað við Bygggarða. Rúða var brotin og verkfæri og fleiri munir voru teknir ófrjálsri hendi.Skipti um sæti við farþegaKlukkan 02:35 var bifreið stöðvuð á Reynisvatnsvegi og þegar bifreiðin stöðvaðist sáu lögreglumenn að ökumaðurinn skipti um sæti við farþega. Ökumaðurinn var fyrir vikið sviptur ökuréttindum og í ljós kom að lögregla hefur ítrekað þurft að stöðva hann og svipta hann ökuréttindum. Lögreglumál Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Í gærkvöldi gáfu lögreglumenn ökumanni fyrst merki um að hann skyldi stöðva bifreið sína á Reykjanesbraut með bláum neyðarljósum en ökumaðurinn stöðvaði ekki bifreiðina fyrr en hann var kominn við Flatahraun. Lögregla spurði ökumann, sem að sögn lögreglu var „áberandi ölvaður og þvoglumæltur,“ hvers vegna hann hefði ekki stöðvað fyrr. Ökumaðurinn sagðist þá hafa talið hana viljað stöðva einhvern annan en sig. Ökumaðurinn er sem fyrr segir grunaður um ölvun við akstur. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en hún hafði í nógu að snúast um helgina.Múrsteini kastað í rúðuÞað var í gærkvöldi klukkan hálf tólf sem tilkynnt var um innbrot í húsnæði við Hvassaleiti. Múrsteini hafði verið kastað í rúðu, hurð var spennt upp og lögregla telur mögulegt að einhver gæti hafa farið inn í húsið en ekki er vitað hvort einhverju hafi verið stolið. Eins var tilkynnt á sjöunda tímanum í gærkvöldi um innbrot og þjófnað við Bygggarða. Rúða var brotin og verkfæri og fleiri munir voru teknir ófrjálsri hendi.Skipti um sæti við farþegaKlukkan 02:35 var bifreið stöðvuð á Reynisvatnsvegi og þegar bifreiðin stöðvaðist sáu lögreglumenn að ökumaðurinn skipti um sæti við farþega. Ökumaðurinn var fyrir vikið sviptur ökuréttindum og í ljós kom að lögregla hefur ítrekað þurft að stöðva hann og svipta hann ökuréttindum.
Lögreglumál Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira