Innlent

Gripnir glóðvolgir með þýfi og verkfæri

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Það var nóg að gera hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nóitt.
Það var nóg að gera hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nóitt. VÍSIR/VILHELM
Í Austurbæ Reykjavíkur var lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynnt um tvo menn sem væru að brjótast inn í tölvuverslun. Lögreglumenn voru fljótir á vettvang og gripu þá glóðvolga með þýfi og verkfæri. Mennirnir voru handteknir og eru enn í haldi lögreglu. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar.

„Skuggalegir“ menn í Vesturbæ Reykjavíkur

Þá var tilkynnt um tvo menn sem þóttu „skuggalegir“ sem voru að kíkja á glugga í leit að einhverju verðmætu í Vesturbæ Reykjavíkur. Lögreglan fann mennina og handtók þá. Annar þeirra var með fíkniefni á sér og hinum var sleppt eftir skýrslutöku.

Braust inn á skemmtistað

Ölvaður ferðamaður braust inn á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur eftir lokun. Hann taldi sig hafa skilið eftir einhverja muni inni á staðnum. Ferðamaðurinn gisti í fangaklefa og fékk tækifæri til að borga tjónið sem hann olli með innbrotinu þegar víman rann af honum að sögn lögreglu.

Óku undir áhrifum áfengis

Í nótt voru þrír menn handteknir fyrir að hafa ekið undir áhrifum áfengis. Einn var handtekinn fyrir ölvunarakstur í Hafnarfirði, annar var handtekinn fyrir sömu sakir í Austurbæ og sá þriðji var handtekinn í Breiðholti fyrir að aka undir áhrifum áfengis og fíkniefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×