Losun 28% meiri en árið 1990 Sigurgeir Ingi Þorkelsson Eyvinds skrifar 16. apríl 2018 21:58 Alls koma 38% af losun Íslands á gróðurhúsalofttegundum frá málmiðnaði. VISIR/GVA Umhverfisstofnun birti í dag niðurstöður úr skýrslu sem sýnir að kolefnislosun Íslands jókst um 28% frá árinu 1990 fram til ársins 2016. Gerð skýrslunnar er hluti af þeim skuldbindingum sem Ísland hefur tekið á sig með fullgildingu loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna, sem kenndur er við París. Parísarsamningurinn kveður á um að ríki þurfi að minnka losun sína á gróðurhúsalofttegundum um 40% miðað við árið 1990. Þarf því markmiði að vera náð fyrir árið 2030. Í skýrslunni kemur fram að heildarlosun Íslands hefur aukist um rúmlega 28% frá árinu 1990. Losunin minnkaði þó um 2% milli áranna 2015 og 2016. „Það var mjög ánægjulegt að sjá að þrátt fyrir aukningu frá 1990 þá erum við að sjá tveggja prósenta minnkun á milli 2015 og 2016. Það verður hins vegar að koma í ljós hvernig það heldur áfram. Aðgerðir sem ráðist verður í núna skila sér seinna þannig að það er mikil áskorun,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, í kvöldfréttum RÚV. Þrátt fyrir að heildarlosun milli ára minnki þá jókst losun frá ákveðnum uppsprettum. Til að mynda jókst losun frá vegasamgöngum um 9%. Þá segir ennfremur í skýrslunni að stærstu uppsprettur gróðurhúsalofttegunda á Íslandi séu málmiðnaður (38%), vegasamgöngur (19,5%), fiskiskip (11%), iðragerjun jórturdýra (6,6%) og urðun úrgangs (4,6%). Innlent Tengdar fréttir Færiband hlýrra hafstrauma í Atlantshafi ekki verið hægara í þúsund ár Veikist hringrás sjávar enn frekar eða stöðvist hefði það mikil staðbundin áhrif á veðurfar og dýralíf. 12. apríl 2018 13:00 Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Fleiri fréttir Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Sjá meira
Umhverfisstofnun birti í dag niðurstöður úr skýrslu sem sýnir að kolefnislosun Íslands jókst um 28% frá árinu 1990 fram til ársins 2016. Gerð skýrslunnar er hluti af þeim skuldbindingum sem Ísland hefur tekið á sig með fullgildingu loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna, sem kenndur er við París. Parísarsamningurinn kveður á um að ríki þurfi að minnka losun sína á gróðurhúsalofttegundum um 40% miðað við árið 1990. Þarf því markmiði að vera náð fyrir árið 2030. Í skýrslunni kemur fram að heildarlosun Íslands hefur aukist um rúmlega 28% frá árinu 1990. Losunin minnkaði þó um 2% milli áranna 2015 og 2016. „Það var mjög ánægjulegt að sjá að þrátt fyrir aukningu frá 1990 þá erum við að sjá tveggja prósenta minnkun á milli 2015 og 2016. Það verður hins vegar að koma í ljós hvernig það heldur áfram. Aðgerðir sem ráðist verður í núna skila sér seinna þannig að það er mikil áskorun,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, í kvöldfréttum RÚV. Þrátt fyrir að heildarlosun milli ára minnki þá jókst losun frá ákveðnum uppsprettum. Til að mynda jókst losun frá vegasamgöngum um 9%. Þá segir ennfremur í skýrslunni að stærstu uppsprettur gróðurhúsalofttegunda á Íslandi séu málmiðnaður (38%), vegasamgöngur (19,5%), fiskiskip (11%), iðragerjun jórturdýra (6,6%) og urðun úrgangs (4,6%).
Innlent Tengdar fréttir Færiband hlýrra hafstrauma í Atlantshafi ekki verið hægara í þúsund ár Veikist hringrás sjávar enn frekar eða stöðvist hefði það mikil staðbundin áhrif á veðurfar og dýralíf. 12. apríl 2018 13:00 Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Fleiri fréttir Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Sjá meira
Færiband hlýrra hafstrauma í Atlantshafi ekki verið hægara í þúsund ár Veikist hringrás sjávar enn frekar eða stöðvist hefði það mikil staðbundin áhrif á veðurfar og dýralíf. 12. apríl 2018 13:00