Körfubolti

Benedikt: Tryggvi ekki tilbúinn í NBA í dag en mun komast þar inn

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Það er ekki víst að Tryggvi Snær Hlinason eigi erindi í NBA deildina í körfubolta sem stendur. Þetta sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari kvennaliðs KR í körfubolta.

Vísir greindi frá því í gær að Tryggvi hyggðist fresta gæfunnar í nýliðavalinu í NBA í sumar.

„Fyrst og fremst held ég að hann sé bara að setja nafnið sitt þarna inn og vera á ratsjánni og í umræðunni. Láta NBA liðin skoða sig. Svo hefur hann alltaf möguleika á því að draga nafnið til baka og fara svo til baka í dráttinn á næsta ári,“ sagði Benedikt í viðtali við Hjört Hjartarson kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Verði Tryggvi áfram í nýliðavalinu, þ.e. dragi hann nafn sitt ekki til baka 10 dögum fyrir dráttinn, getur þrennt gerst. Hann verði valinn í fyrri umferðinni, seinni umferðinni, eða alls ekki valinn.

„Þeir sem eru valdir í fyrri umferðinni eru tryggðir með þriggja ára samning. Í annari umferð þarftu að fara í gegnum æfingabúðir og annað.“

„Svo geta menn verið teknir inn eins og Jón Arnór [Stefánsson], án þess að vera valdir. Þetta er bara ein leiðin.“

Tryggvi hefur verið á mála hjá spænska liðinu Valencia í vetur en hann er nokkuð nýtilkominn inn í íþróttina.

„Í hreinskilni, þá sé ég hann ekki vera tilbúinn í dag, en ég hef trú á því að sama hvort það verði á næsta ári eða eftir þrjú ár þá fari hann þarna inn,“ sagði Benedikt Guðmundsson.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×