Við skorum á þig! Carlos Cruz skrifar 18. apríl 2018 07:00 Það hefur mikið verið rætt um sykur á undanförnum árum og meðvitund aukist um hættur of mikillar sykurneyslu. Offita er alþjóðleg áskorun og það er samfélagsleg ábyrgð okkar hjá Coca-Cola European Partners á Íslandi, sem eins stærsta framleiðanda á drykkjarvörum á íslenskum markaði, að draga úr neyslu á sykri. Við tökum þá ábyrgð alvarlega. Við viljum vera hluti af lausninni en ekki hluti af vandanum. Við framleiðum breiða vörulínu og höfum þegar dregið umtalsvert úr sykurnotkun, eða um 15 prósent frá 2010, og í samræmi við sjálfbærnistefnu CCEP höfum við einnig sett fram markmið um að að minnsta kosti 50 prósent af sölu fyrirtækisins komi frá sykurlausum eða sykurskertum valkostum árið 2025.10 prósent minni sykur fyrir 2020 Skuldbinding okkar nú er að draga úr sykri í vörulínu okkar um 10 prósent á tímabilinu frá 2015-2020. Við munum setja aukinn kraft í vöruþróun á sykurminni eða sykurlausum drykkjum og gera innihaldslýsingar auðskiljanlegri, svo að fólk eigi auðveldara með að átta sig á sykurmagni. Við viljum að neytandinn hafi val en einnig ber að hafa í huga að sykur er ekki alslæmur, ef hans er neytt í hóflegu magni. Jafnframt gerum við átak í minnkun skammtastærða, þar á meðal má nefna valkosti um minni umbúðir. Vinnum saman að aukinni lýðheilsu Nútímafyrirtæki þurfa að koma til móts við þarfir neytenda og vera meðvituð um áhrif sín á bæði samfélag og umhverfi. Saman getum við áorkað gríðarlega miklu og því skora ég á félaga mína í matvælaiðnaði að sýna viljann í verki og skuldbinda sig líka til að minnka sykur í sinni framleiðslu og auðvelda þannig neytendum að lifa heilbrigðara lífi. Saman getum við svo sannarlega eflt lífsgæði fólks.Höfundur er forstjóri Coca-Cola European Partners Ísland Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Það hefur mikið verið rætt um sykur á undanförnum árum og meðvitund aukist um hættur of mikillar sykurneyslu. Offita er alþjóðleg áskorun og það er samfélagsleg ábyrgð okkar hjá Coca-Cola European Partners á Íslandi, sem eins stærsta framleiðanda á drykkjarvörum á íslenskum markaði, að draga úr neyslu á sykri. Við tökum þá ábyrgð alvarlega. Við viljum vera hluti af lausninni en ekki hluti af vandanum. Við framleiðum breiða vörulínu og höfum þegar dregið umtalsvert úr sykurnotkun, eða um 15 prósent frá 2010, og í samræmi við sjálfbærnistefnu CCEP höfum við einnig sett fram markmið um að að minnsta kosti 50 prósent af sölu fyrirtækisins komi frá sykurlausum eða sykurskertum valkostum árið 2025.10 prósent minni sykur fyrir 2020 Skuldbinding okkar nú er að draga úr sykri í vörulínu okkar um 10 prósent á tímabilinu frá 2015-2020. Við munum setja aukinn kraft í vöruþróun á sykurminni eða sykurlausum drykkjum og gera innihaldslýsingar auðskiljanlegri, svo að fólk eigi auðveldara með að átta sig á sykurmagni. Við viljum að neytandinn hafi val en einnig ber að hafa í huga að sykur er ekki alslæmur, ef hans er neytt í hóflegu magni. Jafnframt gerum við átak í minnkun skammtastærða, þar á meðal má nefna valkosti um minni umbúðir. Vinnum saman að aukinni lýðheilsu Nútímafyrirtæki þurfa að koma til móts við þarfir neytenda og vera meðvituð um áhrif sín á bæði samfélag og umhverfi. Saman getum við áorkað gríðarlega miklu og því skora ég á félaga mína í matvælaiðnaði að sýna viljann í verki og skuldbinda sig líka til að minnka sykur í sinni framleiðslu og auðvelda þannig neytendum að lifa heilbrigðara lífi. Saman getum við svo sannarlega eflt lífsgæði fólks.Höfundur er forstjóri Coca-Cola European Partners Ísland