Kjósa aftur til að sýna óvinum í tvo heimana Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 19. apríl 2018 06:00 Erdogan Tyrklandsforseti boðaði til kosninga í gær. Vísir/EPA Tyrkland Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, boðaði í gær til forseta- og þingkosninga þann 24. júní næstkomandi. Upprunalega átti að ganga til kosninga í nóvember 2019 en Erdogan sagði nauðsynlegt að flýta þeim til þess að greiða fyrir upptöku forsetaræðis þar í landi. Tyrkir samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu í fyrra að breyta stjórnarskrá ríkisins á þá vegu að færa forsetanum meiri völd, það er að fara úr því að vera þingræðisríki, líkt og Ísland, yfir í að vera forsetaræðisríki, líkt og Bandaríkin. „Jafnvel þótt forseti og ríkisstjórn vinni vel saman plaga sjúkdómar hins gamla fyrirkomulags okkur enn,“ sagði Erdogan í ræðu sinni í gær. Bætti hann því við að þróun mála í Sýrlandi, sem og víðar, hefði gert enn nauðsynlegra að flýta fyrir upptöku forsetaræðis svo hægt væri að tryggja framtíð Tyrklands. Samkvæmt Reuters hafði Erdogan-stjórnin áður hafnað hugmyndum um að flýta kosningum. Orðrómur var uppi í gær og á þriðjudag um að kosningum yrði flýtt. Devlet Bahceli, leiðtogi Þjóðarhreyfingarinnar (MHP), flokks sem er samstiga Réttlætis- og þróunarflokki (AKP) Erdogans, kallaði meðal annars eftir kosningum sem fyrst. Sagði hann það nauðsynlegt til að „sýna óvinum Tyrklands í tvo heimana“. MHP mun bjóða fram með AKP í kosningunum. Erdogan sagði frá því í gær að ákvörðunin hefði verið tekin eftir viðræður við Bahceli. Stjórnarandstöðuflokkar fögnuðu ummælum Bahcelis, og því væntanlega ákvörðun Erdogans sömuleiðis. Sögðu þeir samkvæmt BBC að með því fengist tækifæri til að steypa Erdogan af stóli.Sjá einnig: Erdoğan flýtir kosningum og verður valdamesti maður frá dögum Atatúrks Samkvæmt Telegraph er þetta ekki í fyrsta skipti sem Bahceli reynist áhrifaríkur í tyrkneskum stjórnmálum. Hann fékk það einnig í gegn árið 2002 að kosið yrði fyrr. Í þeim kosningum komst AKP til valda. Sé horft til skoðanakannana fyrir forsetakosningarnar þykir Erdogan langsigurstranglegastur. Í könnun Ankara Analitik segjast 46,4 prósent ætla að kjósa forsetann í fyrri umferð kosninga. Næstflestir styðja Kemal Kiliçdaroglu, líklegan frambjóðanda CHP-flokksins, eða 12,7 prósent. Þá styðja jafnmargir Meral Aksener, væntanlegan frambjóðanda Góða flokksins. Í annarri umferð hefur Erdogan vinninginn á móti bæði Aksener og Kiliçdaroglu. Fengi Erdogan 60 prósent atkvæða gegn 40 prósentum Akseners samkvæmt könnun ORC en 62 prósent gegn 38 prósentum Kiliçdaroglu. AKP-flokkurinn mælist jafnframt langstærstur þegar horft er til þingkosninga. Í könnun ORC mælist AKP með 56 prósenta fylgi. Næst á eftir kemur CHP með 27 prósent, þá HDP-flokkurinn, sem er hliðhollur Kúrdum, með 8,3 prósent og loks Góði flokkurinn með 7,1 prósent. Með sigri myndi Erdogan lengja enn frekar langa valdatíð sína. Allt stefnir í að hann tryggi sér umboð til að stýra Tyrklandi í fimm ár til viðbótar við þau fimmtán sem eru að baki, ýmist sem forsætisráðherra eða forseti. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Tyrkir segjast hafa gripið tugi stjórnarandstæðinga erlendis Þeir eiga allir að hafa verið fylgjendur klerksins Fetullah Gulen sem tyrknesk stjórnvöld kenna um valdaránstilraun árið 2016. 6. apríl 2018 11:50 Erdoğan flýtir kosningum og verður valdamesti maður frá dögum Atatúrks Recep Tayyip Erdoğan, forseti Tyrklands, hefur ákveðið að flýta kosningum til þings og forseta um heilt ár og verður kosið 24. júní næstkomandi. Kosningarnar eru liður í umfangsmiklum breytingum á stjórnkerfi landsins sem er ætlað að færa enn meiri völd til forsetans. 18. apríl 2018 15:21 Umdeild réttarhöld hafin í Tyrklandi Handtaka prestsins Andrew Brunson, sem hafði búið og starfað um árabil í Tyrklandi, hefur valdið deilum á milli Bandaríkjanna og Tyrklands. 16. apríl 2018 08:56 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira
Tyrkland Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, boðaði í gær til forseta- og þingkosninga þann 24. júní næstkomandi. Upprunalega átti að ganga til kosninga í nóvember 2019 en Erdogan sagði nauðsynlegt að flýta þeim til þess að greiða fyrir upptöku forsetaræðis þar í landi. Tyrkir samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu í fyrra að breyta stjórnarskrá ríkisins á þá vegu að færa forsetanum meiri völd, það er að fara úr því að vera þingræðisríki, líkt og Ísland, yfir í að vera forsetaræðisríki, líkt og Bandaríkin. „Jafnvel þótt forseti og ríkisstjórn vinni vel saman plaga sjúkdómar hins gamla fyrirkomulags okkur enn,“ sagði Erdogan í ræðu sinni í gær. Bætti hann því við að þróun mála í Sýrlandi, sem og víðar, hefði gert enn nauðsynlegra að flýta fyrir upptöku forsetaræðis svo hægt væri að tryggja framtíð Tyrklands. Samkvæmt Reuters hafði Erdogan-stjórnin áður hafnað hugmyndum um að flýta kosningum. Orðrómur var uppi í gær og á þriðjudag um að kosningum yrði flýtt. Devlet Bahceli, leiðtogi Þjóðarhreyfingarinnar (MHP), flokks sem er samstiga Réttlætis- og þróunarflokki (AKP) Erdogans, kallaði meðal annars eftir kosningum sem fyrst. Sagði hann það nauðsynlegt til að „sýna óvinum Tyrklands í tvo heimana“. MHP mun bjóða fram með AKP í kosningunum. Erdogan sagði frá því í gær að ákvörðunin hefði verið tekin eftir viðræður við Bahceli. Stjórnarandstöðuflokkar fögnuðu ummælum Bahcelis, og því væntanlega ákvörðun Erdogans sömuleiðis. Sögðu þeir samkvæmt BBC að með því fengist tækifæri til að steypa Erdogan af stóli.Sjá einnig: Erdoğan flýtir kosningum og verður valdamesti maður frá dögum Atatúrks Samkvæmt Telegraph er þetta ekki í fyrsta skipti sem Bahceli reynist áhrifaríkur í tyrkneskum stjórnmálum. Hann fékk það einnig í gegn árið 2002 að kosið yrði fyrr. Í þeim kosningum komst AKP til valda. Sé horft til skoðanakannana fyrir forsetakosningarnar þykir Erdogan langsigurstranglegastur. Í könnun Ankara Analitik segjast 46,4 prósent ætla að kjósa forsetann í fyrri umferð kosninga. Næstflestir styðja Kemal Kiliçdaroglu, líklegan frambjóðanda CHP-flokksins, eða 12,7 prósent. Þá styðja jafnmargir Meral Aksener, væntanlegan frambjóðanda Góða flokksins. Í annarri umferð hefur Erdogan vinninginn á móti bæði Aksener og Kiliçdaroglu. Fengi Erdogan 60 prósent atkvæða gegn 40 prósentum Akseners samkvæmt könnun ORC en 62 prósent gegn 38 prósentum Kiliçdaroglu. AKP-flokkurinn mælist jafnframt langstærstur þegar horft er til þingkosninga. Í könnun ORC mælist AKP með 56 prósenta fylgi. Næst á eftir kemur CHP með 27 prósent, þá HDP-flokkurinn, sem er hliðhollur Kúrdum, með 8,3 prósent og loks Góði flokkurinn með 7,1 prósent. Með sigri myndi Erdogan lengja enn frekar langa valdatíð sína. Allt stefnir í að hann tryggi sér umboð til að stýra Tyrklandi í fimm ár til viðbótar við þau fimmtán sem eru að baki, ýmist sem forsætisráðherra eða forseti.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Tyrkir segjast hafa gripið tugi stjórnarandstæðinga erlendis Þeir eiga allir að hafa verið fylgjendur klerksins Fetullah Gulen sem tyrknesk stjórnvöld kenna um valdaránstilraun árið 2016. 6. apríl 2018 11:50 Erdoğan flýtir kosningum og verður valdamesti maður frá dögum Atatúrks Recep Tayyip Erdoğan, forseti Tyrklands, hefur ákveðið að flýta kosningum til þings og forseta um heilt ár og verður kosið 24. júní næstkomandi. Kosningarnar eru liður í umfangsmiklum breytingum á stjórnkerfi landsins sem er ætlað að færa enn meiri völd til forsetans. 18. apríl 2018 15:21 Umdeild réttarhöld hafin í Tyrklandi Handtaka prestsins Andrew Brunson, sem hafði búið og starfað um árabil í Tyrklandi, hefur valdið deilum á milli Bandaríkjanna og Tyrklands. 16. apríl 2018 08:56 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira
Tyrkir segjast hafa gripið tugi stjórnarandstæðinga erlendis Þeir eiga allir að hafa verið fylgjendur klerksins Fetullah Gulen sem tyrknesk stjórnvöld kenna um valdaránstilraun árið 2016. 6. apríl 2018 11:50
Erdoğan flýtir kosningum og verður valdamesti maður frá dögum Atatúrks Recep Tayyip Erdoğan, forseti Tyrklands, hefur ákveðið að flýta kosningum til þings og forseta um heilt ár og verður kosið 24. júní næstkomandi. Kosningarnar eru liður í umfangsmiklum breytingum á stjórnkerfi landsins sem er ætlað að færa enn meiri völd til forsetans. 18. apríl 2018 15:21
Umdeild réttarhöld hafin í Tyrklandi Handtaka prestsins Andrew Brunson, sem hafði búið og starfað um árabil í Tyrklandi, hefur valdið deilum á milli Bandaríkjanna og Tyrklands. 16. apríl 2018 08:56