Kjósa aftur til að sýna óvinum í tvo heimana Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 19. apríl 2018 06:00 Erdogan Tyrklandsforseti boðaði til kosninga í gær. Vísir/EPA Tyrkland Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, boðaði í gær til forseta- og þingkosninga þann 24. júní næstkomandi. Upprunalega átti að ganga til kosninga í nóvember 2019 en Erdogan sagði nauðsynlegt að flýta þeim til þess að greiða fyrir upptöku forsetaræðis þar í landi. Tyrkir samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu í fyrra að breyta stjórnarskrá ríkisins á þá vegu að færa forsetanum meiri völd, það er að fara úr því að vera þingræðisríki, líkt og Ísland, yfir í að vera forsetaræðisríki, líkt og Bandaríkin. „Jafnvel þótt forseti og ríkisstjórn vinni vel saman plaga sjúkdómar hins gamla fyrirkomulags okkur enn,“ sagði Erdogan í ræðu sinni í gær. Bætti hann því við að þróun mála í Sýrlandi, sem og víðar, hefði gert enn nauðsynlegra að flýta fyrir upptöku forsetaræðis svo hægt væri að tryggja framtíð Tyrklands. Samkvæmt Reuters hafði Erdogan-stjórnin áður hafnað hugmyndum um að flýta kosningum. Orðrómur var uppi í gær og á þriðjudag um að kosningum yrði flýtt. Devlet Bahceli, leiðtogi Þjóðarhreyfingarinnar (MHP), flokks sem er samstiga Réttlætis- og þróunarflokki (AKP) Erdogans, kallaði meðal annars eftir kosningum sem fyrst. Sagði hann það nauðsynlegt til að „sýna óvinum Tyrklands í tvo heimana“. MHP mun bjóða fram með AKP í kosningunum. Erdogan sagði frá því í gær að ákvörðunin hefði verið tekin eftir viðræður við Bahceli. Stjórnarandstöðuflokkar fögnuðu ummælum Bahcelis, og því væntanlega ákvörðun Erdogans sömuleiðis. Sögðu þeir samkvæmt BBC að með því fengist tækifæri til að steypa Erdogan af stóli.Sjá einnig: Erdoğan flýtir kosningum og verður valdamesti maður frá dögum Atatúrks Samkvæmt Telegraph er þetta ekki í fyrsta skipti sem Bahceli reynist áhrifaríkur í tyrkneskum stjórnmálum. Hann fékk það einnig í gegn árið 2002 að kosið yrði fyrr. Í þeim kosningum komst AKP til valda. Sé horft til skoðanakannana fyrir forsetakosningarnar þykir Erdogan langsigurstranglegastur. Í könnun Ankara Analitik segjast 46,4 prósent ætla að kjósa forsetann í fyrri umferð kosninga. Næstflestir styðja Kemal Kiliçdaroglu, líklegan frambjóðanda CHP-flokksins, eða 12,7 prósent. Þá styðja jafnmargir Meral Aksener, væntanlegan frambjóðanda Góða flokksins. Í annarri umferð hefur Erdogan vinninginn á móti bæði Aksener og Kiliçdaroglu. Fengi Erdogan 60 prósent atkvæða gegn 40 prósentum Akseners samkvæmt könnun ORC en 62 prósent gegn 38 prósentum Kiliçdaroglu. AKP-flokkurinn mælist jafnframt langstærstur þegar horft er til þingkosninga. Í könnun ORC mælist AKP með 56 prósenta fylgi. Næst á eftir kemur CHP með 27 prósent, þá HDP-flokkurinn, sem er hliðhollur Kúrdum, með 8,3 prósent og loks Góði flokkurinn með 7,1 prósent. Með sigri myndi Erdogan lengja enn frekar langa valdatíð sína. Allt stefnir í að hann tryggi sér umboð til að stýra Tyrklandi í fimm ár til viðbótar við þau fimmtán sem eru að baki, ýmist sem forsætisráðherra eða forseti. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Tyrkir segjast hafa gripið tugi stjórnarandstæðinga erlendis Þeir eiga allir að hafa verið fylgjendur klerksins Fetullah Gulen sem tyrknesk stjórnvöld kenna um valdaránstilraun árið 2016. 6. apríl 2018 11:50 Erdoğan flýtir kosningum og verður valdamesti maður frá dögum Atatúrks Recep Tayyip Erdoğan, forseti Tyrklands, hefur ákveðið að flýta kosningum til þings og forseta um heilt ár og verður kosið 24. júní næstkomandi. Kosningarnar eru liður í umfangsmiklum breytingum á stjórnkerfi landsins sem er ætlað að færa enn meiri völd til forsetans. 18. apríl 2018 15:21 Umdeild réttarhöld hafin í Tyrklandi Handtaka prestsins Andrew Brunson, sem hafði búið og starfað um árabil í Tyrklandi, hefur valdið deilum á milli Bandaríkjanna og Tyrklands. 16. apríl 2018 08:56 Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira
Tyrkland Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, boðaði í gær til forseta- og þingkosninga þann 24. júní næstkomandi. Upprunalega átti að ganga til kosninga í nóvember 2019 en Erdogan sagði nauðsynlegt að flýta þeim til þess að greiða fyrir upptöku forsetaræðis þar í landi. Tyrkir samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu í fyrra að breyta stjórnarskrá ríkisins á þá vegu að færa forsetanum meiri völd, það er að fara úr því að vera þingræðisríki, líkt og Ísland, yfir í að vera forsetaræðisríki, líkt og Bandaríkin. „Jafnvel þótt forseti og ríkisstjórn vinni vel saman plaga sjúkdómar hins gamla fyrirkomulags okkur enn,“ sagði Erdogan í ræðu sinni í gær. Bætti hann því við að þróun mála í Sýrlandi, sem og víðar, hefði gert enn nauðsynlegra að flýta fyrir upptöku forsetaræðis svo hægt væri að tryggja framtíð Tyrklands. Samkvæmt Reuters hafði Erdogan-stjórnin áður hafnað hugmyndum um að flýta kosningum. Orðrómur var uppi í gær og á þriðjudag um að kosningum yrði flýtt. Devlet Bahceli, leiðtogi Þjóðarhreyfingarinnar (MHP), flokks sem er samstiga Réttlætis- og þróunarflokki (AKP) Erdogans, kallaði meðal annars eftir kosningum sem fyrst. Sagði hann það nauðsynlegt til að „sýna óvinum Tyrklands í tvo heimana“. MHP mun bjóða fram með AKP í kosningunum. Erdogan sagði frá því í gær að ákvörðunin hefði verið tekin eftir viðræður við Bahceli. Stjórnarandstöðuflokkar fögnuðu ummælum Bahcelis, og því væntanlega ákvörðun Erdogans sömuleiðis. Sögðu þeir samkvæmt BBC að með því fengist tækifæri til að steypa Erdogan af stóli.Sjá einnig: Erdoğan flýtir kosningum og verður valdamesti maður frá dögum Atatúrks Samkvæmt Telegraph er þetta ekki í fyrsta skipti sem Bahceli reynist áhrifaríkur í tyrkneskum stjórnmálum. Hann fékk það einnig í gegn árið 2002 að kosið yrði fyrr. Í þeim kosningum komst AKP til valda. Sé horft til skoðanakannana fyrir forsetakosningarnar þykir Erdogan langsigurstranglegastur. Í könnun Ankara Analitik segjast 46,4 prósent ætla að kjósa forsetann í fyrri umferð kosninga. Næstflestir styðja Kemal Kiliçdaroglu, líklegan frambjóðanda CHP-flokksins, eða 12,7 prósent. Þá styðja jafnmargir Meral Aksener, væntanlegan frambjóðanda Góða flokksins. Í annarri umferð hefur Erdogan vinninginn á móti bæði Aksener og Kiliçdaroglu. Fengi Erdogan 60 prósent atkvæða gegn 40 prósentum Akseners samkvæmt könnun ORC en 62 prósent gegn 38 prósentum Kiliçdaroglu. AKP-flokkurinn mælist jafnframt langstærstur þegar horft er til þingkosninga. Í könnun ORC mælist AKP með 56 prósenta fylgi. Næst á eftir kemur CHP með 27 prósent, þá HDP-flokkurinn, sem er hliðhollur Kúrdum, með 8,3 prósent og loks Góði flokkurinn með 7,1 prósent. Með sigri myndi Erdogan lengja enn frekar langa valdatíð sína. Allt stefnir í að hann tryggi sér umboð til að stýra Tyrklandi í fimm ár til viðbótar við þau fimmtán sem eru að baki, ýmist sem forsætisráðherra eða forseti.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Tyrkir segjast hafa gripið tugi stjórnarandstæðinga erlendis Þeir eiga allir að hafa verið fylgjendur klerksins Fetullah Gulen sem tyrknesk stjórnvöld kenna um valdaránstilraun árið 2016. 6. apríl 2018 11:50 Erdoğan flýtir kosningum og verður valdamesti maður frá dögum Atatúrks Recep Tayyip Erdoğan, forseti Tyrklands, hefur ákveðið að flýta kosningum til þings og forseta um heilt ár og verður kosið 24. júní næstkomandi. Kosningarnar eru liður í umfangsmiklum breytingum á stjórnkerfi landsins sem er ætlað að færa enn meiri völd til forsetans. 18. apríl 2018 15:21 Umdeild réttarhöld hafin í Tyrklandi Handtaka prestsins Andrew Brunson, sem hafði búið og starfað um árabil í Tyrklandi, hefur valdið deilum á milli Bandaríkjanna og Tyrklands. 16. apríl 2018 08:56 Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira
Tyrkir segjast hafa gripið tugi stjórnarandstæðinga erlendis Þeir eiga allir að hafa verið fylgjendur klerksins Fetullah Gulen sem tyrknesk stjórnvöld kenna um valdaránstilraun árið 2016. 6. apríl 2018 11:50
Erdoğan flýtir kosningum og verður valdamesti maður frá dögum Atatúrks Recep Tayyip Erdoğan, forseti Tyrklands, hefur ákveðið að flýta kosningum til þings og forseta um heilt ár og verður kosið 24. júní næstkomandi. Kosningarnar eru liður í umfangsmiklum breytingum á stjórnkerfi landsins sem er ætlað að færa enn meiri völd til forsetans. 18. apríl 2018 15:21
Umdeild réttarhöld hafin í Tyrklandi Handtaka prestsins Andrew Brunson, sem hafði búið og starfað um árabil í Tyrklandi, hefur valdið deilum á milli Bandaríkjanna og Tyrklands. 16. apríl 2018 08:56