„Ég einnig“ – byltingin í RÚV Arnar Sverrisson skrifar 9. apríl 2018 11:46 Það vottaði fyrir sjálfsgagnrýni í þættinum, „Samfélaginu í nærmynd,“ í hljóðvarpi RÚV um daginn. Þaulreyndur hljóðvarpsmaður, Leifur Hauksson, annar stjórnanda þáttarins, komst svo að orði, að „drengir hefðu verið talaðir niður,“ í umfjöllun þáttarins. Hann lagði áherslu á, að þekking hugtaka og skynsamleg beiting þeirra væri nauðsynleg í samfélagsumræðunni. Þar rakst honum svo sannarlega rétt orð á munn. Skynsemi Leifs virðist þó ekki hafa náð eyrum starfsmanna fréttastofu RÚV í umfjöllun um jafnræði og jafnrétti kynjanna. Í sjónvarpsfréttum er þrástagast á hugtakinu, „me-too-byltingu.“ Fréttastofan endurómar gagnrýnislaust málflutning kvenna, sem klekkja vilja á körlum, og líta á uppátækið sem þátt í frelsun kvenna. Flestum er væntanlega ljóst, hvað átt er við; baráttu Hollívúddstjörnunnar Alyssu Milano. Alyssa er góðvildarerindreki Sameinuðu þjóðanna (UNICEEF) og aðgerðasinni, sem víða hefur komið við. Til dæmis hefur hún talað fyrir hollustu grænmetis, stutt fórnarlömb alnæmis, stríða og vatnsskorts og svo fátækar mæður á Indlandi, svo fátt eitt sé nefnt. Hún studdi Bernie Sanders til forsetakjörs í BNA, en söðlaði um í miðju vaði og veðjaði þá á Hillary Clinton. Í október í fyrra var svo komið að kynsystrunum, meintum fórnarlömbum kynferðisofbeldis af hálfu karla. Fyrir henni vakti að skapa vettvang í samfélagsmiðlum handa konum, þar sem þær gætu tjáð sig undir nafni og nafnlaust um kynferðislegar hremmingar sínar, án þess að tilneyaðast til að skýra frá smáatriðum. Það var ekki að sökum að spyrja. Konur hafa umvörpum beint spjótum sínum að karlmönnum í þessu efni, langflestar þó undir nafnleynd. (Einstaka karlmenn flutu þó með eins og undirritaður.) Eins og ýjað er að flytur RÚV látlaust dómgreindarfirrtar fréttir af störfum þessa dómstóls götunnar og kallar byltingu. Það er afar vandséð með hvaða rétti hugtakið er notað. Karlar hafa legið undir ámæli og ásökunum kvenfrelsara um allra handa kúgun kvenna í drjúgar tvær aldir á Vesturlöndum. Frelsun þeirra hefur staðið jafnlengi. Í grannlöndunum hefur fjölmiðlafólki ekki hugkvæmst að kalla þessa múgsefjun byltingu. Í hinum enskumælandi heimi er fjallað um „movement,“ í Danmörku um „bevægelse,“ í Svíþjóð um „rörelse,“ í Þýskalandi ýmist um „Debatte,“ „Kampagne,“ eða „Bewegung,“ í Frakklandi ýmist um „mouvement,“ eða „campagne,“ í Noregi ýmist um „debatt“ eða „kampanje.“ Venjulega útleggjast þessi orð á íslensku umræða, barátta og hreyfing. Þar sem ekkert tilefni er til að frýja starfsmenn vits á erlendum tungum, liggur við borð, að hér sé um að ræða sérstæðan skilning þeirra á uppátæki Alyssu og alvarlegan skort á skynsamlegri umfjöllun um málefnið. Þessir starfsmenn starfa nefnilega á grundvelli laga um RÚV. Þjóðarmiðill vor skal; „[v]era vettvangur fyrir mismunandi skoðanir á málum sem efst eru á baugi hverju sinni og almenning varða; [k]ynna margbreytileika mannlífs, lífsviðhorfa og lífsskilyrða í landinu; [m]iðla upplýsingum og veita landsmönnum innsýn í alþjóðamál, mismunandi menningarheima og ólík sjónarmið; [h]afa hlut karla og kvenna sem jafnastan í starfsemi Ríkisútvarpsins og í dagskrá þess.“ Ætli starfmönnum fréttastofunnar sé kunnugt um löggjöfina? Víða í útlöndum hafa skynsamar konur tekið til andmæla. Kunn eru andmæli þjóðþekktra kvenna í Frakklandi undir forystu Catherine Deneuve. (Þar laust reyndar saman frönskum og bandarískum kvenfrelsurum eina ferðina enn. Einhverju sinni varð þeim merka heimspekingi, Simone de Beauvoir (sem íslenskir kvenfrelsarar telja hugmyndafræðilega móður sína), að orði, að kynsystrunum handan hafs hefði ævinlega gramist, hvað frönskum konum þætti notalegt að gera körlum sínum glingrur og veita þeim unað.) Boðskapur Catherine og níutíu og níu kvenskyns félaga hennar var í stuttu máli sá, að vissulega væri nauðgun kvenna glæpur, en ekki að stíga í vænginn við konur, jafnvel þótt karlarnir gætu verið aðgangsharðir. Þær lýsa einnig áhyggjum af afdrifum daðurs og ástleitni í samskiptum kynjanna og brosa út í annað af tilburðum Svía. En þar á bæ skal, ef fram fer sem horfir, liggja fyrir skriflegt leyfi fyrir því að gera hosur sínar grænar hvert fyrir öðru. Samlandi Catherine, Brigitte Bardot finnst uppátæki Hollývúddstjörnunnar grátbroslegt; kallar það skinhelgi og óáhugavert aðhlátursefni, m.a. vegna þess, að það sé alkunna, að sumar konur beiti kyntöfrum sínum markvisst til að ná frama í heimi kvikmyndanna. Þýska tískusýningardaman og leikarinn, Sophia Thomalla fnæsir að hlutaðeigandi kynsystrum og ámælir þeim fyrir að drepa á dreif afdrifum þeirra kvenna, sem orðið hafa fyrir alvarlegum kynglæpum. Kvenfrelsarar vestan hafs virðist einnig vera að rumska. Rithöfundurinn, Daphne Merkin, skrifaði nýlega í New York Times á þessa leið: „Kunningjakonur mínar á öllum aldri hafa oftar en ekki sýnt blendin viðbrögð [við „me too“ hreyfingunni]; auðsýnda vantrú og spennuhrylling (á mörkum kynlífspennu); hvaða karli glymur klukkan næst. Í orði kveðnu eru réttu orðin töluð, þær sýna velþóknun og leggja til rödd í kórinn, sem klekkja vilja á illþýðinu, er situr um veikburða konur á vinnustöðum. Í einkalífinu kveður við annan tón. „Taktu þér tak, svona er hið eiginlega líf,“ segja hinir sömu kvenfrelsarar. „Hvað varð um daðrið,“ og „hvað um kvennaillþýðið.“ Hinar og þessar konur, þar með taldar þær, sem ég rekst á í kjörbúðum, hafa meira að segja talað um nornaveiðar.“ ...„Það veldur jafnvel frekari áhyggjum, að svo virðist sem horfið sé til fórnarlambshugsunarháttar Viktóríutímans. Sérstaklega snertir þetta ungar konur. Við höldum því viðhorfi að þeim, að þær séu viðkvæmar og brothættar. Og þannig skynja þær sjálfar sig.“ (Lauslega snarað af undirrituðum.) Frásagnir þátttakenda eru sumar hverjar grafalvarlegar og ættu skilyrðislaust að færast í fang dómstóla viðkomandi réttaríkis. Aðrar eru léttvægari og ein og önnur sprenghlægileg. Konur stíga einnig fram (nauðugar viljugar), þegar þær eru sogaðar inn í þessa sefjun. Ein þeirra er Julia Hartley-Brewer, sem rak kinnhest (að fornum kvennasiði) herra Michael Fallon, enskum ráðherra, sem strauk um hné henni. Julia sagði hné sín jafngóð á eftir og taldi sig ekki meðal fórnarlamba. Fleiri sögur fara ekki af ástleitni Michaels gagnvart samstarfsmanni sínum. En hann sagði af sér ráðherradómi, þegar þetta fimmtán ára gamla atvik komst í hámæli. Í Danmörku hefur vakið athygli ungur karlmaður, sem sté fram og sagði farir sínar ekki sléttar. Kona greip óvænt og tilefnislaust um hreðjar honum (eins og okkur mörgum). Fréttaskýrendur töldu þessa reynslusögu snúa umræðunni um „180 gráður.“ Rannsókn danska vinnueftirlitsins á vinnuumhverfi kvikmyndaframleiðandans, Zentropa, hefur fengið sinn gæðastimpil, þrátt fyrir ásakanir kvenna um kynferðislega áreitni. Meðan ofangreind umræða fer fram í grannlöndunum tönnlast fréttastofa RÚV stöðugt á heimatilbúnu hugtaki sínu um byltingu. Það er engu líkara en að þessi hugtaksbrenglun hafi grópast í vitund fólks. Meira að segja grandvar kvenstaðgengill biskups segir dómstól kirkjunnar í þessum efnum starfa undir áhrifum hinnar tilbúnu byltingar RÚV. Dómstóllinn hafði m.a. fjallað um fjórar ákærur um kynferðislega áreitni á hendur klerki einum. Samkvæmt dómi hans hafði guðsmaðurinn gerst sekur um ósiðlegt athæfi í helmingi tilvika, þ.e. faðmað konur þéttingsfast og sleikt eyru þeirra. (Þar gæti fjórtándi jólasveinninn, Eyrnasleikir, hafa stigið inn í sívinsælan leikþátt um vitlausa karla.) Viðtöl eru tekin við konur um kynferðislegar hremmingar kynsystranna í einkageira atvinnulífsins. Ein þeirra undrast hvernig á því standi, að stöllur hennar stígi ekki á byltingarstokkinn og hvetur þær til dáða. Viðmælanda RÚV þykir sú skýring líklegust, að umræddar konur séu sérstaklega kúgaðar af körlum sökum lágrar tiltölu af heild starfsmanna. Henni virtist ekki koma í hug til skýringar, að karlmenn í atvinnulífinu séu prúðmenni. Algeng viðhorf til karla endurspeglast í þessu viðtali, bæði af hálfu kvenfrelsara og RÚV. Aðra frétt forvitnilega flutti RÚV fyrir skemmstu af margumræddri byltingu kvenna. Kvenforystumaður úr liði Samfylkingarinnar fór þess á leit við konur, sem teldu sig hafa orðið fyrir kynferðislegu misrétti að rétta upp hönd. Hafi ég skilið fréttina rétt, þótti öllum kvenkynsþátttakendum landsfundar sér hafa verið misboðið að þessu leyti. Karlar voru ekki inntir eftir sinni reynslu af sams konar áreitni. Það verður fróðlegt að sjá, hversu algeng kynferðisleg áreitni er meðal hinna stjórnmálaflokkanna.Höfundur er ellilífeyrisþegi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Sverrisson Mest lesið Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Það vottaði fyrir sjálfsgagnrýni í þættinum, „Samfélaginu í nærmynd,“ í hljóðvarpi RÚV um daginn. Þaulreyndur hljóðvarpsmaður, Leifur Hauksson, annar stjórnanda þáttarins, komst svo að orði, að „drengir hefðu verið talaðir niður,“ í umfjöllun þáttarins. Hann lagði áherslu á, að þekking hugtaka og skynsamleg beiting þeirra væri nauðsynleg í samfélagsumræðunni. Þar rakst honum svo sannarlega rétt orð á munn. Skynsemi Leifs virðist þó ekki hafa náð eyrum starfsmanna fréttastofu RÚV í umfjöllun um jafnræði og jafnrétti kynjanna. Í sjónvarpsfréttum er þrástagast á hugtakinu, „me-too-byltingu.“ Fréttastofan endurómar gagnrýnislaust málflutning kvenna, sem klekkja vilja á körlum, og líta á uppátækið sem þátt í frelsun kvenna. Flestum er væntanlega ljóst, hvað átt er við; baráttu Hollívúddstjörnunnar Alyssu Milano. Alyssa er góðvildarerindreki Sameinuðu þjóðanna (UNICEEF) og aðgerðasinni, sem víða hefur komið við. Til dæmis hefur hún talað fyrir hollustu grænmetis, stutt fórnarlömb alnæmis, stríða og vatnsskorts og svo fátækar mæður á Indlandi, svo fátt eitt sé nefnt. Hún studdi Bernie Sanders til forsetakjörs í BNA, en söðlaði um í miðju vaði og veðjaði þá á Hillary Clinton. Í október í fyrra var svo komið að kynsystrunum, meintum fórnarlömbum kynferðisofbeldis af hálfu karla. Fyrir henni vakti að skapa vettvang í samfélagsmiðlum handa konum, þar sem þær gætu tjáð sig undir nafni og nafnlaust um kynferðislegar hremmingar sínar, án þess að tilneyaðast til að skýra frá smáatriðum. Það var ekki að sökum að spyrja. Konur hafa umvörpum beint spjótum sínum að karlmönnum í þessu efni, langflestar þó undir nafnleynd. (Einstaka karlmenn flutu þó með eins og undirritaður.) Eins og ýjað er að flytur RÚV látlaust dómgreindarfirrtar fréttir af störfum þessa dómstóls götunnar og kallar byltingu. Það er afar vandséð með hvaða rétti hugtakið er notað. Karlar hafa legið undir ámæli og ásökunum kvenfrelsara um allra handa kúgun kvenna í drjúgar tvær aldir á Vesturlöndum. Frelsun þeirra hefur staðið jafnlengi. Í grannlöndunum hefur fjölmiðlafólki ekki hugkvæmst að kalla þessa múgsefjun byltingu. Í hinum enskumælandi heimi er fjallað um „movement,“ í Danmörku um „bevægelse,“ í Svíþjóð um „rörelse,“ í Þýskalandi ýmist um „Debatte,“ „Kampagne,“ eða „Bewegung,“ í Frakklandi ýmist um „mouvement,“ eða „campagne,“ í Noregi ýmist um „debatt“ eða „kampanje.“ Venjulega útleggjast þessi orð á íslensku umræða, barátta og hreyfing. Þar sem ekkert tilefni er til að frýja starfsmenn vits á erlendum tungum, liggur við borð, að hér sé um að ræða sérstæðan skilning þeirra á uppátæki Alyssu og alvarlegan skort á skynsamlegri umfjöllun um málefnið. Þessir starfsmenn starfa nefnilega á grundvelli laga um RÚV. Þjóðarmiðill vor skal; „[v]era vettvangur fyrir mismunandi skoðanir á málum sem efst eru á baugi hverju sinni og almenning varða; [k]ynna margbreytileika mannlífs, lífsviðhorfa og lífsskilyrða í landinu; [m]iðla upplýsingum og veita landsmönnum innsýn í alþjóðamál, mismunandi menningarheima og ólík sjónarmið; [h]afa hlut karla og kvenna sem jafnastan í starfsemi Ríkisútvarpsins og í dagskrá þess.“ Ætli starfmönnum fréttastofunnar sé kunnugt um löggjöfina? Víða í útlöndum hafa skynsamar konur tekið til andmæla. Kunn eru andmæli þjóðþekktra kvenna í Frakklandi undir forystu Catherine Deneuve. (Þar laust reyndar saman frönskum og bandarískum kvenfrelsurum eina ferðina enn. Einhverju sinni varð þeim merka heimspekingi, Simone de Beauvoir (sem íslenskir kvenfrelsarar telja hugmyndafræðilega móður sína), að orði, að kynsystrunum handan hafs hefði ævinlega gramist, hvað frönskum konum þætti notalegt að gera körlum sínum glingrur og veita þeim unað.) Boðskapur Catherine og níutíu og níu kvenskyns félaga hennar var í stuttu máli sá, að vissulega væri nauðgun kvenna glæpur, en ekki að stíga í vænginn við konur, jafnvel þótt karlarnir gætu verið aðgangsharðir. Þær lýsa einnig áhyggjum af afdrifum daðurs og ástleitni í samskiptum kynjanna og brosa út í annað af tilburðum Svía. En þar á bæ skal, ef fram fer sem horfir, liggja fyrir skriflegt leyfi fyrir því að gera hosur sínar grænar hvert fyrir öðru. Samlandi Catherine, Brigitte Bardot finnst uppátæki Hollývúddstjörnunnar grátbroslegt; kallar það skinhelgi og óáhugavert aðhlátursefni, m.a. vegna þess, að það sé alkunna, að sumar konur beiti kyntöfrum sínum markvisst til að ná frama í heimi kvikmyndanna. Þýska tískusýningardaman og leikarinn, Sophia Thomalla fnæsir að hlutaðeigandi kynsystrum og ámælir þeim fyrir að drepa á dreif afdrifum þeirra kvenna, sem orðið hafa fyrir alvarlegum kynglæpum. Kvenfrelsarar vestan hafs virðist einnig vera að rumska. Rithöfundurinn, Daphne Merkin, skrifaði nýlega í New York Times á þessa leið: „Kunningjakonur mínar á öllum aldri hafa oftar en ekki sýnt blendin viðbrögð [við „me too“ hreyfingunni]; auðsýnda vantrú og spennuhrylling (á mörkum kynlífspennu); hvaða karli glymur klukkan næst. Í orði kveðnu eru réttu orðin töluð, þær sýna velþóknun og leggja til rödd í kórinn, sem klekkja vilja á illþýðinu, er situr um veikburða konur á vinnustöðum. Í einkalífinu kveður við annan tón. „Taktu þér tak, svona er hið eiginlega líf,“ segja hinir sömu kvenfrelsarar. „Hvað varð um daðrið,“ og „hvað um kvennaillþýðið.“ Hinar og þessar konur, þar með taldar þær, sem ég rekst á í kjörbúðum, hafa meira að segja talað um nornaveiðar.“ ...„Það veldur jafnvel frekari áhyggjum, að svo virðist sem horfið sé til fórnarlambshugsunarháttar Viktóríutímans. Sérstaklega snertir þetta ungar konur. Við höldum því viðhorfi að þeim, að þær séu viðkvæmar og brothættar. Og þannig skynja þær sjálfar sig.“ (Lauslega snarað af undirrituðum.) Frásagnir þátttakenda eru sumar hverjar grafalvarlegar og ættu skilyrðislaust að færast í fang dómstóla viðkomandi réttaríkis. Aðrar eru léttvægari og ein og önnur sprenghlægileg. Konur stíga einnig fram (nauðugar viljugar), þegar þær eru sogaðar inn í þessa sefjun. Ein þeirra er Julia Hartley-Brewer, sem rak kinnhest (að fornum kvennasiði) herra Michael Fallon, enskum ráðherra, sem strauk um hné henni. Julia sagði hné sín jafngóð á eftir og taldi sig ekki meðal fórnarlamba. Fleiri sögur fara ekki af ástleitni Michaels gagnvart samstarfsmanni sínum. En hann sagði af sér ráðherradómi, þegar þetta fimmtán ára gamla atvik komst í hámæli. Í Danmörku hefur vakið athygli ungur karlmaður, sem sté fram og sagði farir sínar ekki sléttar. Kona greip óvænt og tilefnislaust um hreðjar honum (eins og okkur mörgum). Fréttaskýrendur töldu þessa reynslusögu snúa umræðunni um „180 gráður.“ Rannsókn danska vinnueftirlitsins á vinnuumhverfi kvikmyndaframleiðandans, Zentropa, hefur fengið sinn gæðastimpil, þrátt fyrir ásakanir kvenna um kynferðislega áreitni. Meðan ofangreind umræða fer fram í grannlöndunum tönnlast fréttastofa RÚV stöðugt á heimatilbúnu hugtaki sínu um byltingu. Það er engu líkara en að þessi hugtaksbrenglun hafi grópast í vitund fólks. Meira að segja grandvar kvenstaðgengill biskups segir dómstól kirkjunnar í þessum efnum starfa undir áhrifum hinnar tilbúnu byltingar RÚV. Dómstóllinn hafði m.a. fjallað um fjórar ákærur um kynferðislega áreitni á hendur klerki einum. Samkvæmt dómi hans hafði guðsmaðurinn gerst sekur um ósiðlegt athæfi í helmingi tilvika, þ.e. faðmað konur þéttingsfast og sleikt eyru þeirra. (Þar gæti fjórtándi jólasveinninn, Eyrnasleikir, hafa stigið inn í sívinsælan leikþátt um vitlausa karla.) Viðtöl eru tekin við konur um kynferðislegar hremmingar kynsystranna í einkageira atvinnulífsins. Ein þeirra undrast hvernig á því standi, að stöllur hennar stígi ekki á byltingarstokkinn og hvetur þær til dáða. Viðmælanda RÚV þykir sú skýring líklegust, að umræddar konur séu sérstaklega kúgaðar af körlum sökum lágrar tiltölu af heild starfsmanna. Henni virtist ekki koma í hug til skýringar, að karlmenn í atvinnulífinu séu prúðmenni. Algeng viðhorf til karla endurspeglast í þessu viðtali, bæði af hálfu kvenfrelsara og RÚV. Aðra frétt forvitnilega flutti RÚV fyrir skemmstu af margumræddri byltingu kvenna. Kvenforystumaður úr liði Samfylkingarinnar fór þess á leit við konur, sem teldu sig hafa orðið fyrir kynferðislegu misrétti að rétta upp hönd. Hafi ég skilið fréttina rétt, þótti öllum kvenkynsþátttakendum landsfundar sér hafa verið misboðið að þessu leyti. Karlar voru ekki inntir eftir sinni reynslu af sams konar áreitni. Það verður fróðlegt að sjá, hversu algeng kynferðisleg áreitni er meðal hinna stjórnmálaflokkanna.Höfundur er ellilífeyrisþegi
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun