Ríkisstjórn Trump vill vinda ofan af reglum um sparneytni bíla Kjartan Kjartansson skrifar 31. mars 2018 18:46 Samkvæmt reglum Obama-stjórnarinnar hefðu nýir bílar í Bandaríkjunum þurft að draga 23 kílómetra á lítrann fyrir árið 2025. Vísir/AFP Reglur sem áttu að draga úr losun bifreiða á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum og auka sparneytni þeirra verða verulega útvatnaðar samkvæmt tillögu sem ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta ætlar að tilkynna um á næstunni. Aðgerðir Trump eru sagðar ganga mun lengra en bílaframleiðendur höfðu þrýst á um. Búist er við því að tilkynnt verði um breytingar á reglunum sem ríkisstjórn Baracks Obama, fyrrverandi forseta, setti á næstu dögum, að sögn New York Times. Samkvæmt þeim hefðu bílaframleiðendur þurft að tvöfalda sparneytni nýrra bifreiða fyrir árið 2025. Reglurnar voru ein stærsta loftslagsaðgerð ríkisstjórnar Obama. Með þeim hefði regluverk alríkisstjórnarinnar verið jafnstrangt og Kaliforníu sem hefur jafnan verið fremst í flokki í umhverfismálum vestanhafs. Þegar Trump tók við embætti í fyrra fóru fulltrúar þriggja stórra bílaframleiðenda; General Motors, Ford og Chrysler, á fund hans til að biðja hann um að opna aftur fyrir umsagnir um reglurnar sem þeir vildu milda. Þeir vildu meðal annars getað reiknað kerfi sem slekkur á vél þegar hennar er ekki þörf inn í sparneytni bíls og töldu að ekki ætti að telja koltvísýringslosun frá orkuframleiðslu fyrir rafbíla sem losun frá bílum. Scott Pruitt, forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna, er sagður munu kynna útvönun reglnanna sem aðgerð til að létta á regluverki á bílaframleiðendur sem muni skila neytendum ódýrari trukkum, sendiferðabílum og jepplingum.Gæti skipt Bandaríkjunum upp í tvö markaðssvæði Tillögurnar sem Trump-stjórnin er nú með í vinnslu eru hins vegar sagðar hafa komið bílaframleiðendunum sjálfum í opna skjöldu þar sem þær gangi mun lengra en þær hugmyndir sem þeir höfðu um breytingar. „Við báðum ekki um þetta. Tillögurnar sem við settum fram voru skynsamlegar,“ segir Robert Bienenfeld, aðstoðarvaraforseti umhverfis- og orkuáætlunar Honda í Bandaríkjunum við New York Times. Í sama streng taka forsvarsmenn Ford sem segjast aðeins vilja aukinn sveigjanleika en ekki afnám reglnanna. Þeir styðji hertar umhverfiskröfur til bifreiða til 2025. Bílaframleiðendurnir höfðu gert ráð fyrir að yfirvöld í Kaliforníu gætu sætt sig við tilslakanirnar sem þeir óskuðu eftir. Nú gæti hins vegar stefnt í baráttu fyrir dómstólum á milli ríkisstjórnar Kaliforníu og alríkisstjórnar Bandaríkjanna. Þá er ekki loku fyrir það skotið að Bandaríkin muni skiptast upp í tvo markaði með bíla þar sem ólíkar reglur um mengun og sparneytni gilda. Nokkur önnur ríki Bandaríkjanna fylgja reglum Kaliforníu sem saman mynda um þriðjung bifreiðamarkaðarins. Yfirvöld í Kaliforníu hafa þegar lýst því yfir að þau muni ekki taka útvötnun reglnanna þegjandi. Búist er við því að fulltrúar alríkisstjórnarinnar muni hvetja Kaliforníu til þess að milda sínar reglur. Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Fjölgun jepplinga vinnur gegn samdrætti í losun Á sama tíma og bílaframleiðendur lofa að einbeita sér meira að umhverfisvænni bifreiðum fjárfesta þeir grimmt í þróun jepplinga sem eyða allt að 30% meira eldsneyti en minni bensínbílar. 5. mars 2018 15:14 Tortímandinn ætlar að stefna olíurisum fyrir manndráp með loftslagsbreytingum Arnold Scwarzenegger líkir olíufyrirtækjum við tóbaksfyrirtæki. Þau hafi vitað af skaðsemi framleiðslu sinnar um áratugaskeið en haldið áfram að þræta fyrir hana. 13. mars 2018 12:42 Losun gróðurhúsalofttegunda frá orku aldrei meiri en í fyrra Stöðnun í losun árin á undan hafði vakið vonir um að samband á milli hagvaxtar og aukinnar losunar hefði loks verið rofið. 23. mars 2018 18:07 Alþjóðabankinn varar við meiriháttar fólksflutningum vegna hlýnunar loftslags Allt að 150 milljónir manna gætu flutt búferlaflutningum á þremur svæðum í þriðja heiminum vegna loftslagsbreytingum fyrir miðja öldina ef ekki verið gripið til skjótra aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 21. mars 2018 18:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira
Reglur sem áttu að draga úr losun bifreiða á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum og auka sparneytni þeirra verða verulega útvatnaðar samkvæmt tillögu sem ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta ætlar að tilkynna um á næstunni. Aðgerðir Trump eru sagðar ganga mun lengra en bílaframleiðendur höfðu þrýst á um. Búist er við því að tilkynnt verði um breytingar á reglunum sem ríkisstjórn Baracks Obama, fyrrverandi forseta, setti á næstu dögum, að sögn New York Times. Samkvæmt þeim hefðu bílaframleiðendur þurft að tvöfalda sparneytni nýrra bifreiða fyrir árið 2025. Reglurnar voru ein stærsta loftslagsaðgerð ríkisstjórnar Obama. Með þeim hefði regluverk alríkisstjórnarinnar verið jafnstrangt og Kaliforníu sem hefur jafnan verið fremst í flokki í umhverfismálum vestanhafs. Þegar Trump tók við embætti í fyrra fóru fulltrúar þriggja stórra bílaframleiðenda; General Motors, Ford og Chrysler, á fund hans til að biðja hann um að opna aftur fyrir umsagnir um reglurnar sem þeir vildu milda. Þeir vildu meðal annars getað reiknað kerfi sem slekkur á vél þegar hennar er ekki þörf inn í sparneytni bíls og töldu að ekki ætti að telja koltvísýringslosun frá orkuframleiðslu fyrir rafbíla sem losun frá bílum. Scott Pruitt, forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna, er sagður munu kynna útvönun reglnanna sem aðgerð til að létta á regluverki á bílaframleiðendur sem muni skila neytendum ódýrari trukkum, sendiferðabílum og jepplingum.Gæti skipt Bandaríkjunum upp í tvö markaðssvæði Tillögurnar sem Trump-stjórnin er nú með í vinnslu eru hins vegar sagðar hafa komið bílaframleiðendunum sjálfum í opna skjöldu þar sem þær gangi mun lengra en þær hugmyndir sem þeir höfðu um breytingar. „Við báðum ekki um þetta. Tillögurnar sem við settum fram voru skynsamlegar,“ segir Robert Bienenfeld, aðstoðarvaraforseti umhverfis- og orkuáætlunar Honda í Bandaríkjunum við New York Times. Í sama streng taka forsvarsmenn Ford sem segjast aðeins vilja aukinn sveigjanleika en ekki afnám reglnanna. Þeir styðji hertar umhverfiskröfur til bifreiða til 2025. Bílaframleiðendurnir höfðu gert ráð fyrir að yfirvöld í Kaliforníu gætu sætt sig við tilslakanirnar sem þeir óskuðu eftir. Nú gæti hins vegar stefnt í baráttu fyrir dómstólum á milli ríkisstjórnar Kaliforníu og alríkisstjórnar Bandaríkjanna. Þá er ekki loku fyrir það skotið að Bandaríkin muni skiptast upp í tvo markaði með bíla þar sem ólíkar reglur um mengun og sparneytni gilda. Nokkur önnur ríki Bandaríkjanna fylgja reglum Kaliforníu sem saman mynda um þriðjung bifreiðamarkaðarins. Yfirvöld í Kaliforníu hafa þegar lýst því yfir að þau muni ekki taka útvötnun reglnanna þegjandi. Búist er við því að fulltrúar alríkisstjórnarinnar muni hvetja Kaliforníu til þess að milda sínar reglur.
Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Fjölgun jepplinga vinnur gegn samdrætti í losun Á sama tíma og bílaframleiðendur lofa að einbeita sér meira að umhverfisvænni bifreiðum fjárfesta þeir grimmt í þróun jepplinga sem eyða allt að 30% meira eldsneyti en minni bensínbílar. 5. mars 2018 15:14 Tortímandinn ætlar að stefna olíurisum fyrir manndráp með loftslagsbreytingum Arnold Scwarzenegger líkir olíufyrirtækjum við tóbaksfyrirtæki. Þau hafi vitað af skaðsemi framleiðslu sinnar um áratugaskeið en haldið áfram að þræta fyrir hana. 13. mars 2018 12:42 Losun gróðurhúsalofttegunda frá orku aldrei meiri en í fyrra Stöðnun í losun árin á undan hafði vakið vonir um að samband á milli hagvaxtar og aukinnar losunar hefði loks verið rofið. 23. mars 2018 18:07 Alþjóðabankinn varar við meiriháttar fólksflutningum vegna hlýnunar loftslags Allt að 150 milljónir manna gætu flutt búferlaflutningum á þremur svæðum í þriðja heiminum vegna loftslagsbreytingum fyrir miðja öldina ef ekki verið gripið til skjótra aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 21. mars 2018 18:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira
Fjölgun jepplinga vinnur gegn samdrætti í losun Á sama tíma og bílaframleiðendur lofa að einbeita sér meira að umhverfisvænni bifreiðum fjárfesta þeir grimmt í þróun jepplinga sem eyða allt að 30% meira eldsneyti en minni bensínbílar. 5. mars 2018 15:14
Tortímandinn ætlar að stefna olíurisum fyrir manndráp með loftslagsbreytingum Arnold Scwarzenegger líkir olíufyrirtækjum við tóbaksfyrirtæki. Þau hafi vitað af skaðsemi framleiðslu sinnar um áratugaskeið en haldið áfram að þræta fyrir hana. 13. mars 2018 12:42
Losun gróðurhúsalofttegunda frá orku aldrei meiri en í fyrra Stöðnun í losun árin á undan hafði vakið vonir um að samband á milli hagvaxtar og aukinnar losunar hefði loks verið rofið. 23. mars 2018 18:07
Alþjóðabankinn varar við meiriháttar fólksflutningum vegna hlýnunar loftslags Allt að 150 milljónir manna gætu flutt búferlaflutningum á þremur svæðum í þriðja heiminum vegna loftslagsbreytingum fyrir miðja öldina ef ekki verið gripið til skjótra aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 21. mars 2018 18:45