Innlent

Ók ölvuð með ung börn í bílnum

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Börn konunnar, eins og þriggja ára, voru með henni í bílnum,
Börn konunnar, eins og þriggja ára, voru með henni í bílnum, VÍSIR/HARI
Lögreglan handtók mann í Austurborginni á öðrum tímanum nótt sem grunaður er um framleiðslu og ræktun fíkniefna. Hann var fluttur í fangageymslu vegna rannsóknar málsins en í skeyti lögreglunnar kemur fram að um það bil 100 plöntur og áhöld til ræktunnar hafi verið haldlögð í nótt. Ekki kemur fram hvort ræktunin hafi átt sér stað í heimahúsi eða í sérútbúnu atvinnuhúsnæði.

Að þessu máli frátöldu voru umferðarlagabrot og óhöpp fyrirferðamikil hjá lögreglunni í nótt. Þannig var til að mynda ung kona handtekinn við Höfðabakka á sjöunda tímanum í gærkvöldi vegna gruns um að hún væri ölvuð undur stýri. Jafnframt hefur hún ítrekað verið svipt ökuréttindum. Þegar lögreglan leit inn í bíl konunnar kom í ljós að tvö börn hennar, eins og þriggja ára gömul, voru meðferðis. Var aðstandandi konunnar því beðinn um að taka við börnunum og bifreiðinni meðan móðirinn var flutt á næstu lögreglustöð. Þar var tekið úr henni blóðsýni og var henni leyft að halda heim aftur að sýnatöku lokinni. Að sögn lögreglu var málið tilkynnt til Barnaverndar.

Um svipað leyti var ekið á gangandi vegfaranda á gatnamótum Kringlumýrar og Hamrahlíðar. Eftir áreksturinn kvartaði vegfarandinn um eymsli í fæti, hendi og baki og var var hann fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild til aðhlynningar. Ekki er þó talið að meiðsl hans séu alvarleg. Að sögn vitna á vettvangi hafði bifreiðin verið á grænu ljósi þegar óhappið varð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×