Þér hýstuð mig Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 12. mars 2018 11:00 „Við vonum að við verðum hamingjusöm hér við öruggar aðstæður,“ sagði Sýrlendingurinn Tojan Al Nashy við komuna hingað til lands. Hann er í hópi sýrlenskra og írakskra fjölskyldna, kvótaflóttamanna, sem boðið var hingað til lands og setjast að á Vestfjörðum og Austfjörðum. Það er vonandi að þessar fjölskyldur verði hamingjusamar í nýjum heimkynnum, víðs fjarri þeim stríðsátökum sem hröktu þær á flótta. Vonandi fá þær alla þá aðstoð og stuðning sem þær þurfa á að halda frá gestrisnum Íslendingum. Það verður þó ekki horft fram hjá því að hér á landi finnst hópur sem sekkur nánast í tilvistarþunglyndi við tilhugsunina um að flóttafólk setjist að hér á landi, ekki síst ef það aðhyllist aðra trú en kristni. Vitneskjan um að reynt sé að létta undir með flóttafólki, útvega því húsnæði og nauðsynjar framkallar síðan fordæmingu og upphrópanir eins og: „Við eigum nóg með okkur! Hér er fullt af bágstöddum Íslendingum! Af hverju er þeim ekki hjálpað!“ Síðan er bætt við þessari kostulegu fullyrðingu: „ Ég hef ekkert á móti þessu fólki en það er ekki eins og við.“ Vandlætingarræða viðkomandi heldur síðan áfram og þar kemur meðal annars fram að afar ískyggilegt sé að innflytjendur sem aðhyllast íslam séu að fjölga sér og ala upp börn því hætta sé á að múslimar muni fylla landið með hrikalegum afleiðingum. Blessunarlega hefur stjórnmálaflokkur þar sem þessi viðhorf eru ríkjandi ekki komist til valda og vegsemdar í íslensku samfélagi. Þar með er ekki sagt að þessi hópur hatursfólks hafi ekki áhrif. Það var ekki síst fyrir tilstilli þessa kjósendahóps sem Framsóknarflokkurinn fékk tvo borgarfulltrúa í síðustu borgarstjórnarkosningum eftir að oddviti flokksins, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, hafði látið sérkennileg orð falla um múslima. Forysta flokksins brást í því máli en nú er ásýnd Framsóknarflokksins orðin með geðþekkari hætti en áður var og er það vel. Fjöldi flokka boðar þátttöku í næstu borgarstjórnarkosningum. Þar á meðal er Frelsisflokkurinn en meðal yfirlýstra markmiða flokksins er að berjast gegn því sem stofnendur segja vera múslimavæðingu Evrópu. Með framboði sínu vill flokkurinn forða því að slík múslimavæðing verði í Reykjavík og hafnar moskubyggingu hér á landi. Það stafar víst sérstök hryðjuverkaógn af því að múslimar fái að iðka trú sína. Flokkurinn leggur síðan mikla áherslu á að kristin gildi séu höfð í hávegum. Það er nokkuð áhyggjuefni fyrir þjóðkirkjuna að þeir sem tala hæst um hætturnar sem stafa af flóttamönnum, og þá sérstaklega múslimum, flokka sig um leið meðal helstu talsmanna kristni í landinu. Ansi er það nú einkennilegt og öfugsnúið. Staðreyndin er vitanlega sú að þessi hópur hatursfólks veit ekkert um náungakærleik og er gjörsamlega ófær um að setja sig í spor annarra. Ef þessi hópur hefði einhvern áhuga á kristnum gildum myndi hann hafa ofarlega í huga orðin úr Matteusarguðspjalli: „Því hungraður var ég og þér gáfuð mér að eta, þyrstur var ég og þér gáfuð mér að drekka, gestur var ég og þér hýstuð mig.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
„Við vonum að við verðum hamingjusöm hér við öruggar aðstæður,“ sagði Sýrlendingurinn Tojan Al Nashy við komuna hingað til lands. Hann er í hópi sýrlenskra og írakskra fjölskyldna, kvótaflóttamanna, sem boðið var hingað til lands og setjast að á Vestfjörðum og Austfjörðum. Það er vonandi að þessar fjölskyldur verði hamingjusamar í nýjum heimkynnum, víðs fjarri þeim stríðsátökum sem hröktu þær á flótta. Vonandi fá þær alla þá aðstoð og stuðning sem þær þurfa á að halda frá gestrisnum Íslendingum. Það verður þó ekki horft fram hjá því að hér á landi finnst hópur sem sekkur nánast í tilvistarþunglyndi við tilhugsunina um að flóttafólk setjist að hér á landi, ekki síst ef það aðhyllist aðra trú en kristni. Vitneskjan um að reynt sé að létta undir með flóttafólki, útvega því húsnæði og nauðsynjar framkallar síðan fordæmingu og upphrópanir eins og: „Við eigum nóg með okkur! Hér er fullt af bágstöddum Íslendingum! Af hverju er þeim ekki hjálpað!“ Síðan er bætt við þessari kostulegu fullyrðingu: „ Ég hef ekkert á móti þessu fólki en það er ekki eins og við.“ Vandlætingarræða viðkomandi heldur síðan áfram og þar kemur meðal annars fram að afar ískyggilegt sé að innflytjendur sem aðhyllast íslam séu að fjölga sér og ala upp börn því hætta sé á að múslimar muni fylla landið með hrikalegum afleiðingum. Blessunarlega hefur stjórnmálaflokkur þar sem þessi viðhorf eru ríkjandi ekki komist til valda og vegsemdar í íslensku samfélagi. Þar með er ekki sagt að þessi hópur hatursfólks hafi ekki áhrif. Það var ekki síst fyrir tilstilli þessa kjósendahóps sem Framsóknarflokkurinn fékk tvo borgarfulltrúa í síðustu borgarstjórnarkosningum eftir að oddviti flokksins, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, hafði látið sérkennileg orð falla um múslima. Forysta flokksins brást í því máli en nú er ásýnd Framsóknarflokksins orðin með geðþekkari hætti en áður var og er það vel. Fjöldi flokka boðar þátttöku í næstu borgarstjórnarkosningum. Þar á meðal er Frelsisflokkurinn en meðal yfirlýstra markmiða flokksins er að berjast gegn því sem stofnendur segja vera múslimavæðingu Evrópu. Með framboði sínu vill flokkurinn forða því að slík múslimavæðing verði í Reykjavík og hafnar moskubyggingu hér á landi. Það stafar víst sérstök hryðjuverkaógn af því að múslimar fái að iðka trú sína. Flokkurinn leggur síðan mikla áherslu á að kristin gildi séu höfð í hávegum. Það er nokkuð áhyggjuefni fyrir þjóðkirkjuna að þeir sem tala hæst um hætturnar sem stafa af flóttamönnum, og þá sérstaklega múslimum, flokka sig um leið meðal helstu talsmanna kristni í landinu. Ansi er það nú einkennilegt og öfugsnúið. Staðreyndin er vitanlega sú að þessi hópur hatursfólks veit ekkert um náungakærleik og er gjörsamlega ófær um að setja sig í spor annarra. Ef þessi hópur hefði einhvern áhuga á kristnum gildum myndi hann hafa ofarlega í huga orðin úr Matteusarguðspjalli: „Því hungraður var ég og þér gáfuð mér að eta, þyrstur var ég og þér gáfuð mér að drekka, gestur var ég og þér hýstuð mig.“
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun