Ein og hálf milljón króna í ruslið á einu skólaári Sunna Sæmundsdóttir skrifar 12. mars 2018 21:00 Nemendur í sjötta bekk Háteigsskóla hafa á síðustu vikum vigtað matinn sem samnemendur þeirra henda eftir hádegismat og reiknað út kostnað matarsóunar. Þau telja að fara mætti betur með peninga, mat og umhverfið. Kennari segir hugmyndina hafa kviknað hjá krökkunum sjálfum við lestur námsefnis um jökla. „Þá fórum við aðeins yfir í það hvað það kostaði mikið vatn að framleiða matvörurnar okkar og fórum svo að velta fyrir okkur hvað við værum að henda miklum mat," segir Heiðrún Helga Ólafsdóttir, kennari. Yfir tveggja vikna tímabil vigtuðu því krakkarnir allt það sem samnemendur þeirra í öðrum til sjöunda bekk hentu. „Svo gerðum við veggspjöld og erum að fara að segja frá þessu í öðrum bekkjum," segir Úlfrún Kristínardóttir, nemandi í sjötta bekk.Nemendurnir unnu veggspjöld um matarsóun.Niðurstaðan var að yfir eina viku hentu nemendurnir 28,7 kílógrömmum af mat og miðað við matarkostnaðinn sem kokkurinn gaf upp eru það 42 þúsund krónur í ruslið eða um ein og hálf milljón króna á einu skólaári. „Ef við hendum svona miklum mat þá erum við bara að henda peninugm. Það eru mamma okkar og pabbi sem eru að borga þennan mat. Ef við ætlum bara að henda og henda er það ekkert gott fyrir jörðina," segir Daníela Hjördís Magnúsdóttir. Victor Anh Duc Le, bekkjarbróðir hennar, tekur undir. „Ef við hendum þessu erum við að eyða mjög miklu af öllu; pening, tíma og dýrum." Krakkarnir hafa nú rætt við samnemendur og hvatt þá til að huga að matarsóun. Til stendur að draga vigtina aftur fram í lok mánaðarins og mæla mögulegan árangur. „Þriðjungur af mat sem við fáum er eiginlega bara hent. Svo við verðum að minnka þessa tölu. Vonandi verður það svona helmingur eða einn þriðji," segir Ari Páll Egilsson, vongóður að lokum. Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Nemendur í sjötta bekk Háteigsskóla hafa á síðustu vikum vigtað matinn sem samnemendur þeirra henda eftir hádegismat og reiknað út kostnað matarsóunar. Þau telja að fara mætti betur með peninga, mat og umhverfið. Kennari segir hugmyndina hafa kviknað hjá krökkunum sjálfum við lestur námsefnis um jökla. „Þá fórum við aðeins yfir í það hvað það kostaði mikið vatn að framleiða matvörurnar okkar og fórum svo að velta fyrir okkur hvað við værum að henda miklum mat," segir Heiðrún Helga Ólafsdóttir, kennari. Yfir tveggja vikna tímabil vigtuðu því krakkarnir allt það sem samnemendur þeirra í öðrum til sjöunda bekk hentu. „Svo gerðum við veggspjöld og erum að fara að segja frá þessu í öðrum bekkjum," segir Úlfrún Kristínardóttir, nemandi í sjötta bekk.Nemendurnir unnu veggspjöld um matarsóun.Niðurstaðan var að yfir eina viku hentu nemendurnir 28,7 kílógrömmum af mat og miðað við matarkostnaðinn sem kokkurinn gaf upp eru það 42 þúsund krónur í ruslið eða um ein og hálf milljón króna á einu skólaári. „Ef við hendum svona miklum mat þá erum við bara að henda peninugm. Það eru mamma okkar og pabbi sem eru að borga þennan mat. Ef við ætlum bara að henda og henda er það ekkert gott fyrir jörðina," segir Daníela Hjördís Magnúsdóttir. Victor Anh Duc Le, bekkjarbróðir hennar, tekur undir. „Ef við hendum þessu erum við að eyða mjög miklu af öllu; pening, tíma og dýrum." Krakkarnir hafa nú rætt við samnemendur og hvatt þá til að huga að matarsóun. Til stendur að draga vigtina aftur fram í lok mánaðarins og mæla mögulegan árangur. „Þriðjungur af mat sem við fáum er eiginlega bara hent. Svo við verðum að minnka þessa tölu. Vonandi verður það svona helmingur eða einn þriðji," segir Ari Páll Egilsson, vongóður að lokum.
Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent