Stephen Hawking látinn Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. mars 2018 04:58 Á heimili hans nærri Cambridge-háskóla vann Stephen Hawking að mörgum að byltingarkenndustu rannsóknum sínum um eðli svarthola. Vísir/AP Raunvísindamaðurinn Stephen Hawking er látinn, 76 ára að aldri. Hann lést á heimili sínu nærri Cambridge-háskóla í morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu sem fjölskylda hans sendi frá sér í morgun. Breski vísindamaðurinn gat sér gott orð fyrir rannsóknir sínar í þyngdarsviðsfræðum, á svartholum og afstæði en eftir hann liggur fjöldi vinsælla bóka. Ein þeirra, Saga Tímans, var til að mynda í 237 vikur á metsölulista Sunday Times, lengst allra bóka. „Það hryggir okkur mjög að faðir okkar hafi látist í dag,“ segir í yfirlýsingu fjölskyldunnar. Banamein hans er ekki tilgreint. Þegar Hawking var 22 ára gamall var hann greindur með hreyfitaugungahrörnun og töldu læknar að hann ætti þá ekki nema nokkrar vikur eftir ólifaðar. Upp úr 1970 gat hann ekki lengur gengið óstuddur og áttu ókunnugir erfitt með að skilja hann. Á síðustu árum hafði hann ferðast með aðstoð rafmagnshjólastóls og talað í gegnum talgervil. Engu að síður sinnti hann rannsóknum sínum af kappi fram til síðasta dags og minnast börn hans þrjú, Lucy, Robert og Tim, hans sem mikils vísindamanns. Í tilkynningu þeirra segja þau að hans verði ætíð minnst sem ótrúlegs manns og að vinna hans muni halda nafni Hawking á lofti um árabil. Þá hrósa þau jafnframt hugrekki hans og þrautseigju, jafnt sem snilli- og kímnigáfu hans. „Hann sagði eitt sinn: Þetta væri ekki merkilegur alheimur ef hann væri ekki heimili fólks sem þú elskar. Við munum sakna hans endalaust.“ Lífshlap Hawking rataði á hvíta tjaldið árið 2014 í kvikmyndinni The Theory of Everything. Eddie Redmayne, sem túlkaði Hawking í myndinni, hlaut Óskar, Bafta- og Golden Globe-verðlaun fyrir vikið. Andlát Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Sjá meira
Raunvísindamaðurinn Stephen Hawking er látinn, 76 ára að aldri. Hann lést á heimili sínu nærri Cambridge-háskóla í morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu sem fjölskylda hans sendi frá sér í morgun. Breski vísindamaðurinn gat sér gott orð fyrir rannsóknir sínar í þyngdarsviðsfræðum, á svartholum og afstæði en eftir hann liggur fjöldi vinsælla bóka. Ein þeirra, Saga Tímans, var til að mynda í 237 vikur á metsölulista Sunday Times, lengst allra bóka. „Það hryggir okkur mjög að faðir okkar hafi látist í dag,“ segir í yfirlýsingu fjölskyldunnar. Banamein hans er ekki tilgreint. Þegar Hawking var 22 ára gamall var hann greindur með hreyfitaugungahrörnun og töldu læknar að hann ætti þá ekki nema nokkrar vikur eftir ólifaðar. Upp úr 1970 gat hann ekki lengur gengið óstuddur og áttu ókunnugir erfitt með að skilja hann. Á síðustu árum hafði hann ferðast með aðstoð rafmagnshjólastóls og talað í gegnum talgervil. Engu að síður sinnti hann rannsóknum sínum af kappi fram til síðasta dags og minnast börn hans þrjú, Lucy, Robert og Tim, hans sem mikils vísindamanns. Í tilkynningu þeirra segja þau að hans verði ætíð minnst sem ótrúlegs manns og að vinna hans muni halda nafni Hawking á lofti um árabil. Þá hrósa þau jafnframt hugrekki hans og þrautseigju, jafnt sem snilli- og kímnigáfu hans. „Hann sagði eitt sinn: Þetta væri ekki merkilegur alheimur ef hann væri ekki heimili fólks sem þú elskar. Við munum sakna hans endalaust.“ Lífshlap Hawking rataði á hvíta tjaldið árið 2014 í kvikmyndinni The Theory of Everything. Eddie Redmayne, sem túlkaði Hawking í myndinni, hlaut Óskar, Bafta- og Golden Globe-verðlaun fyrir vikið.
Andlát Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Sjá meira