Stephen Hawking látinn Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. mars 2018 04:58 Á heimili hans nærri Cambridge-háskóla vann Stephen Hawking að mörgum að byltingarkenndustu rannsóknum sínum um eðli svarthola. Vísir/AP Raunvísindamaðurinn Stephen Hawking er látinn, 76 ára að aldri. Hann lést á heimili sínu nærri Cambridge-háskóla í morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu sem fjölskylda hans sendi frá sér í morgun. Breski vísindamaðurinn gat sér gott orð fyrir rannsóknir sínar í þyngdarsviðsfræðum, á svartholum og afstæði en eftir hann liggur fjöldi vinsælla bóka. Ein þeirra, Saga Tímans, var til að mynda í 237 vikur á metsölulista Sunday Times, lengst allra bóka. „Það hryggir okkur mjög að faðir okkar hafi látist í dag,“ segir í yfirlýsingu fjölskyldunnar. Banamein hans er ekki tilgreint. Þegar Hawking var 22 ára gamall var hann greindur með hreyfitaugungahrörnun og töldu læknar að hann ætti þá ekki nema nokkrar vikur eftir ólifaðar. Upp úr 1970 gat hann ekki lengur gengið óstuddur og áttu ókunnugir erfitt með að skilja hann. Á síðustu árum hafði hann ferðast með aðstoð rafmagnshjólastóls og talað í gegnum talgervil. Engu að síður sinnti hann rannsóknum sínum af kappi fram til síðasta dags og minnast börn hans þrjú, Lucy, Robert og Tim, hans sem mikils vísindamanns. Í tilkynningu þeirra segja þau að hans verði ætíð minnst sem ótrúlegs manns og að vinna hans muni halda nafni Hawking á lofti um árabil. Þá hrósa þau jafnframt hugrekki hans og þrautseigju, jafnt sem snilli- og kímnigáfu hans. „Hann sagði eitt sinn: Þetta væri ekki merkilegur alheimur ef hann væri ekki heimili fólks sem þú elskar. Við munum sakna hans endalaust.“ Lífshlap Hawking rataði á hvíta tjaldið árið 2014 í kvikmyndinni The Theory of Everything. Eddie Redmayne, sem túlkaði Hawking í myndinni, hlaut Óskar, Bafta- og Golden Globe-verðlaun fyrir vikið. Andlát Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Sjá meira
Raunvísindamaðurinn Stephen Hawking er látinn, 76 ára að aldri. Hann lést á heimili sínu nærri Cambridge-háskóla í morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu sem fjölskylda hans sendi frá sér í morgun. Breski vísindamaðurinn gat sér gott orð fyrir rannsóknir sínar í þyngdarsviðsfræðum, á svartholum og afstæði en eftir hann liggur fjöldi vinsælla bóka. Ein þeirra, Saga Tímans, var til að mynda í 237 vikur á metsölulista Sunday Times, lengst allra bóka. „Það hryggir okkur mjög að faðir okkar hafi látist í dag,“ segir í yfirlýsingu fjölskyldunnar. Banamein hans er ekki tilgreint. Þegar Hawking var 22 ára gamall var hann greindur með hreyfitaugungahrörnun og töldu læknar að hann ætti þá ekki nema nokkrar vikur eftir ólifaðar. Upp úr 1970 gat hann ekki lengur gengið óstuddur og áttu ókunnugir erfitt með að skilja hann. Á síðustu árum hafði hann ferðast með aðstoð rafmagnshjólastóls og talað í gegnum talgervil. Engu að síður sinnti hann rannsóknum sínum af kappi fram til síðasta dags og minnast börn hans þrjú, Lucy, Robert og Tim, hans sem mikils vísindamanns. Í tilkynningu þeirra segja þau að hans verði ætíð minnst sem ótrúlegs manns og að vinna hans muni halda nafni Hawking á lofti um árabil. Þá hrósa þau jafnframt hugrekki hans og þrautseigju, jafnt sem snilli- og kímnigáfu hans. „Hann sagði eitt sinn: Þetta væri ekki merkilegur alheimur ef hann væri ekki heimili fólks sem þú elskar. Við munum sakna hans endalaust.“ Lífshlap Hawking rataði á hvíta tjaldið árið 2014 í kvikmyndinni The Theory of Everything. Eddie Redmayne, sem túlkaði Hawking í myndinni, hlaut Óskar, Bafta- og Golden Globe-verðlaun fyrir vikið.
Andlát Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Sjá meira