Foreldrar Seth Rich höfða mál gegn Fox Samúel Karl Ólason skrifar 14. mars 2018 12:26 Mary og Joel Rich, foreldrar Seth Rich. Vísir/Getty Foreldrar Seth Rich, sem starfaði fyrir landsnefnd Demókrataflokksins, DNC, hafa höfðað mál gegn fréttastofu Fox. Rich er talinn hafa verið myrtur í misheppnuðu ráni árið 2016 en foreldrarnir segja Fox hafa notað dauða hans í pólitískum tilgangi í frétt sem ýtti undir samsæriskenningar um morð hans. Málið snýr að frétt sem birt var í maí í fyrra þar sem því var ranglega haldið fram að rannsakendur hefðu sönnunargögn fyrir þvi að Rich hefði lekið þúsundum tölvupósta DNC til WikiLeaks í aðdraganda forsetakosninganna 2016. Sú saga er vinsæl meðal fólks sem aðhyllist samsæriskenningar og hins-hægrisins svokallaða og er einnig gegn niðurstöðu leyniþjónustusamfélags Bandaríkjanna um að Rússar hafi stolið póstunum og afhent WikiLeaks þá. Því hefur jafnvel verið haldið fram að Hillary Clinton hafi látið myrða Rich.Samkvæmt umfjöllun Washington Post benti Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, FOX á að FBI kæmi ekkert að rannsókn morðsins og hefði ekki gert skýrslu um það, eins og fram var haldið í fréttinni. Þar að auki sagði einkaspæjarinn Rod Wheeler að blaðamaður Fox hefði logið upp á sig ummælum um að hann hefði sannanir fyrir tölvupóstssamskiptum Rich við Wikileaks. Hann hefur sömuleiðis höfðað mál gegn Fox.Sjá einnig: Segir Fox hafa logið í umfjöllun um Seth RichFox neitar öllum ásökunum en fréttin var þó tekin úr birtingu sex dögum eftir að hún var birt. Forsvarsmenn fréttastofu Fox sögðu að vinnsla hennar hefði ekki fylgt starfsreglum fréttastofunnar. Joel og Mary Rich segja þó að fréttin hafi valdið þeim og minningu sonar þeirra miklum skaða. Fox hafi gert samsæriskenningu um dauða hans hátt undir höfði. „Ekkert foreldri ætti að þurfa að ganga í gegnum það sem við þurftum að þola,“ segir í tilkynningu frá foreldrunum. „Sársaukinn og þjáningin sem fylgir því að sjá komið fram við minningu látins sonar eins og ekkert annað en pólitískt bitbein er óútskýranleg.“ Kæran beinist að Fox News, Maila Zimmerman, blaðamanninum sem skrifaði fréttina og Ed Butowsky, viðskiptamanns og reglulegs gests Fox sem sagður er hafa komið að vinnslu fréttarinnar.Tengingar við Hvíta húsið Í kærunni segir að Zimmerman, Butowsky og Wheeler hafi varið miklum tíma í að reyna að sannfæra Joel og Mary um að sönnunargögn bentu á að Rich hefði lekið tölvupóstunum. Þar segir að markmiðið hefði verið að grafa undan rannsókn sem beinist að mögulegu samstarfi framboðs Trump og yfirvalda í Rússlandi. Þar segir einnig að Zimmerman og Butowsky hafi haft samband við foreldrana í janúar í fyrra og boðið þeim hjálp við að komast til botns í morði sonar þeirra. Þau hafi bent foreldrunum á Rod Wheeler og sagt þeim að ráða hann og hann myndi eingöngu upplýsa þau um rannsókn hans. Wheeler og Butowsky ræddu svo við Sean Spicer, þáverandi talsmann Trump, í apríl í fyrra og sögðu honum frá rannsókninni, án vitundar foreldranna. Aðkoma Hvíta hússins að umræddri frétt hefur vakið mikla athygli eftir að Wheeler hélt því fram í lögsókn sinni gegn Fox að hann væri með smáskilaboð frá Butowski þar sem hann sagðist hafa látið Donald Trump, forseta, lesa yfir frumrit af fréttinni og að forsetinn vildi að hún yrði birt hið snarasta. Butowsky segir að um brandara hafi verið að ræða. Í samtali við ABC News segir hann lögsókn foreldrana vera þá heimskulegustu sem hann viti um. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Sjá meira
Foreldrar Seth Rich, sem starfaði fyrir landsnefnd Demókrataflokksins, DNC, hafa höfðað mál gegn fréttastofu Fox. Rich er talinn hafa verið myrtur í misheppnuðu ráni árið 2016 en foreldrarnir segja Fox hafa notað dauða hans í pólitískum tilgangi í frétt sem ýtti undir samsæriskenningar um morð hans. Málið snýr að frétt sem birt var í maí í fyrra þar sem því var ranglega haldið fram að rannsakendur hefðu sönnunargögn fyrir þvi að Rich hefði lekið þúsundum tölvupósta DNC til WikiLeaks í aðdraganda forsetakosninganna 2016. Sú saga er vinsæl meðal fólks sem aðhyllist samsæriskenningar og hins-hægrisins svokallaða og er einnig gegn niðurstöðu leyniþjónustusamfélags Bandaríkjanna um að Rússar hafi stolið póstunum og afhent WikiLeaks þá. Því hefur jafnvel verið haldið fram að Hillary Clinton hafi látið myrða Rich.Samkvæmt umfjöllun Washington Post benti Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, FOX á að FBI kæmi ekkert að rannsókn morðsins og hefði ekki gert skýrslu um það, eins og fram var haldið í fréttinni. Þar að auki sagði einkaspæjarinn Rod Wheeler að blaðamaður Fox hefði logið upp á sig ummælum um að hann hefði sannanir fyrir tölvupóstssamskiptum Rich við Wikileaks. Hann hefur sömuleiðis höfðað mál gegn Fox.Sjá einnig: Segir Fox hafa logið í umfjöllun um Seth RichFox neitar öllum ásökunum en fréttin var þó tekin úr birtingu sex dögum eftir að hún var birt. Forsvarsmenn fréttastofu Fox sögðu að vinnsla hennar hefði ekki fylgt starfsreglum fréttastofunnar. Joel og Mary Rich segja þó að fréttin hafi valdið þeim og minningu sonar þeirra miklum skaða. Fox hafi gert samsæriskenningu um dauða hans hátt undir höfði. „Ekkert foreldri ætti að þurfa að ganga í gegnum það sem við þurftum að þola,“ segir í tilkynningu frá foreldrunum. „Sársaukinn og þjáningin sem fylgir því að sjá komið fram við minningu látins sonar eins og ekkert annað en pólitískt bitbein er óútskýranleg.“ Kæran beinist að Fox News, Maila Zimmerman, blaðamanninum sem skrifaði fréttina og Ed Butowsky, viðskiptamanns og reglulegs gests Fox sem sagður er hafa komið að vinnslu fréttarinnar.Tengingar við Hvíta húsið Í kærunni segir að Zimmerman, Butowsky og Wheeler hafi varið miklum tíma í að reyna að sannfæra Joel og Mary um að sönnunargögn bentu á að Rich hefði lekið tölvupóstunum. Þar segir að markmiðið hefði verið að grafa undan rannsókn sem beinist að mögulegu samstarfi framboðs Trump og yfirvalda í Rússlandi. Þar segir einnig að Zimmerman og Butowsky hafi haft samband við foreldrana í janúar í fyrra og boðið þeim hjálp við að komast til botns í morði sonar þeirra. Þau hafi bent foreldrunum á Rod Wheeler og sagt þeim að ráða hann og hann myndi eingöngu upplýsa þau um rannsókn hans. Wheeler og Butowsky ræddu svo við Sean Spicer, þáverandi talsmann Trump, í apríl í fyrra og sögðu honum frá rannsókninni, án vitundar foreldranna. Aðkoma Hvíta hússins að umræddri frétt hefur vakið mikla athygli eftir að Wheeler hélt því fram í lögsókn sinni gegn Fox að hann væri með smáskilaboð frá Butowski þar sem hann sagðist hafa látið Donald Trump, forseta, lesa yfir frumrit af fréttinni og að forsetinn vildi að hún yrði birt hið snarasta. Butowsky segir að um brandara hafi verið að ræða. Í samtali við ABC News segir hann lögsókn foreldrana vera þá heimskulegustu sem hann viti um.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Sjá meira