Segir Fox hafa logið í umfjöllun um Seth Rich Samúel Karl Ólason skrifar 1. ágúst 2017 15:13 Í frétt Fox var Wheeler gefið að hafa sagt að hann hefði fundið sannanir fyrir samskiptum Rich og Wikileaks. Vísir/EPA Einkaspæjari sem vann fyrir fjölskyldu Seth Rich segir Fox News hafa búið til ummæli í umfjöllun um morð Rich, sem starfaði fyrir landsnefnd Demókrataflokksins. Rod Wheeler rannsakaði morð Rich fyrir fjölskyldu hans og segir Fox hafa búið til ummæli um að Rich hafi átt í samskiptum við Wikileaks skömmu áður en hann hafi verið myrtur. Þar að auki hafi ummæli um að einhver, mögulega flokkurinn eða Hillary Clinton, hafi reynt að stöðva rannsóknina, verið haft eftir honum. Hann segist ekki hafa sagt það. Lögreglan telur að Rich hafi verið myrtur í ráni en morðinginn hefur ekki fundist.Vinsælar samsæriskenningar Þá segir Wheeler, samkvæmt frétt NPR, að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi þrýst á Fox News að birta fréttina. Wheeler höfðaði í dag mál gegn Fox New. Morð Seth Rich var mikið til umfjöllunar á Fox, en fjölskylda hans hefur mótmælt fréttaflutningnum harðlega. Sean Hannity fór þar fremstur í flokki en umrædd frétt var dregin til baka viku eftir að hún var birt. Eftir það sagði Hannity að hann myndi ekki segja frekari fréttir af málinu vegna beiðni fjölskyldu Rich. Samsæriskenningar hafa verið á kreiki um að hann hafi verið myrtur af útsendurum Demókrataflokksins eða Clinton. Það á að hafa verið gert vegna þess að Rich hafi látið Wikileaks frá tölvupósta úr kerfi flokksins, sem voru birtir af Wikileaks tveimur vikum eftir að Rich var myrtur. Leyniþjónustur Bandaríkjanna og netöryggisfyrirtæki segja þó að yfirvöld í Rússlandi hafi stolið póstunum og komið þeim í hendur Wikileaks.Fékk skilaboð um þrýsting frá forsetanum Í frétt Fox var Wheeler gefið að hafa sagt að hann hefði fundið sannanir fyrir samskiptum Rich og Wikileaks. Þar að auki var haft eftir heimildarmanni innan Alríkislögreglu Bandaríkjanna að tölvupóstar sem staðfestu það hefðu verið fundnir á fartölvu Rich. Í kjölfar þess sagði FBI við CNN að þeir hefðu aldrei verið með umrædda tölvu í sínum fórum. Wheeler tók einnig fyrir að þetta væri rétt og sagði fréttamann Fox hafa sagt sér frá því að Rich hefði verið í samskiptum við Wikileaks. Hann hefði ekki sagt það við fréttamanninn.Business Insider hefur komið höndum yfir kæru Wheeler gagnvart Fox News. Þar heldur Wheeler því fram að hann hafi fengið skilaboð frá fréttamanninum um að forsetinn hefði lesið greinina, sem þá var ekki búið að birta, og hann vildi fá hana birta. Wheeler segir trúverðugleika sinn hafa orðið fyrir verulegum skaða og þar af leiðandi eigi hann erfiðara með að vinna sem einkaspæjari. Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Einkaspæjari sem vann fyrir fjölskyldu Seth Rich segir Fox News hafa búið til ummæli í umfjöllun um morð Rich, sem starfaði fyrir landsnefnd Demókrataflokksins. Rod Wheeler rannsakaði morð Rich fyrir fjölskyldu hans og segir Fox hafa búið til ummæli um að Rich hafi átt í samskiptum við Wikileaks skömmu áður en hann hafi verið myrtur. Þar að auki hafi ummæli um að einhver, mögulega flokkurinn eða Hillary Clinton, hafi reynt að stöðva rannsóknina, verið haft eftir honum. Hann segist ekki hafa sagt það. Lögreglan telur að Rich hafi verið myrtur í ráni en morðinginn hefur ekki fundist.Vinsælar samsæriskenningar Þá segir Wheeler, samkvæmt frétt NPR, að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi þrýst á Fox News að birta fréttina. Wheeler höfðaði í dag mál gegn Fox New. Morð Seth Rich var mikið til umfjöllunar á Fox, en fjölskylda hans hefur mótmælt fréttaflutningnum harðlega. Sean Hannity fór þar fremstur í flokki en umrædd frétt var dregin til baka viku eftir að hún var birt. Eftir það sagði Hannity að hann myndi ekki segja frekari fréttir af málinu vegna beiðni fjölskyldu Rich. Samsæriskenningar hafa verið á kreiki um að hann hafi verið myrtur af útsendurum Demókrataflokksins eða Clinton. Það á að hafa verið gert vegna þess að Rich hafi látið Wikileaks frá tölvupósta úr kerfi flokksins, sem voru birtir af Wikileaks tveimur vikum eftir að Rich var myrtur. Leyniþjónustur Bandaríkjanna og netöryggisfyrirtæki segja þó að yfirvöld í Rússlandi hafi stolið póstunum og komið þeim í hendur Wikileaks.Fékk skilaboð um þrýsting frá forsetanum Í frétt Fox var Wheeler gefið að hafa sagt að hann hefði fundið sannanir fyrir samskiptum Rich og Wikileaks. Þar að auki var haft eftir heimildarmanni innan Alríkislögreglu Bandaríkjanna að tölvupóstar sem staðfestu það hefðu verið fundnir á fartölvu Rich. Í kjölfar þess sagði FBI við CNN að þeir hefðu aldrei verið með umrædda tölvu í sínum fórum. Wheeler tók einnig fyrir að þetta væri rétt og sagði fréttamann Fox hafa sagt sér frá því að Rich hefði verið í samskiptum við Wikileaks. Hann hefði ekki sagt það við fréttamanninn.Business Insider hefur komið höndum yfir kæru Wheeler gagnvart Fox News. Þar heldur Wheeler því fram að hann hafi fengið skilaboð frá fréttamanninum um að forsetinn hefði lesið greinina, sem þá var ekki búið að birta, og hann vildi fá hana birta. Wheeler segir trúverðugleika sinn hafa orðið fyrir verulegum skaða og þar af leiðandi eigi hann erfiðara með að vinna sem einkaspæjari.
Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira