Innbrot á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki verið fleiri í rúm fimm ár Kjartan Kjartansson skrifar 15. mars 2018 09:25 Mikil fjölgun innbrota hefur átt sér stað á höfuðborgarsvæðinu undanfarna mánuði. Lögreglan telur að um skipulagða glæpastarfsemi sé að ræða. Vísir/Pjetur Tilkynnt var um 52 innbrot í heimili eða einkalóðir til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í febrúar. Ekki hafa borist jafn margar tilkynningar um innbrot frá því í desember árið 2012. Tilkynningum um innbrot fjölgaði nokkuð í febrúar miðað við síðustu tólf mánuði á undan og þar af fjölgaði innbrotum á heimili eða einkalóðir mikið, að því er segir í tilkynningu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um afbrotatölfræði fyrir febrúarmánuð. Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á þessum brotum er sögð miða vel. Lögreglan hefur gert húsleitir allvíða á höfuðborgarsvæðinu og lagt hald á mikið af þýfi. Unnið er að því að hafa samband við þolendur innbrota svo hægt sé að koma hlutum aftur í réttar hendur og segir lögreglan að vel hafi gengið í þeim efnum. Vinnan sé þó óneitanlega nokkuð tímafrek. Lögregla telur víst að um skipulagða brotastarfsemi sé að ræða. Í febrúar voru 646 hegningarlagabrot tilkynnt lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Skráður fjöldi tilkynninga var nokkuð undir meðalfjölda síðustu sex og síðustu tólf mánaða á undan. Auk hegningarlagabrota fækkaði skráðum þjófnaðarbrotum, meiriháttar eignaspjöllum, fíkniefnabrotum og akstri undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Það sem af er ári hafa þó verið skráð um 77 prósent fleiri brot vegna aksturs undir áhrifum ávana- og fíkniefna en höfðu verið skráð að meðaltali fyrstu tvo mánuði áranna 2015 til 2017. Lögreglumál Tengdar fréttir Tímafrekt að koma þýfi til þolenda Lögreglan segir rannsókn vegna fjölda innbrota á höfuðborgarsvæðinu ganga vel og hald hafi verið lagt á mikið þýfi. 14. mars 2018 16:52 Eigendur bera kennsl á þýfi og meintir þjófar áfram í haldi "Það er herjað á okkur, virðist vera,“ segir Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn um innbrotahrinu á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu. 8. mars 2018 07:00 Þjófarnir sækjast eftir skartgripum: „Virðast vita hvar Íslendingar geyma þetta“ Tuttugu og sex innbrot voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í febrúar, flest í Garðabæ, Grafavogi og Kópavogi. 5. mars 2018 18:45 Áfram í gæsluvarðhaldi vegna innbrotahrinu Karlmaður var í dag úrskurðaður í tveggja vikna áframhaldandi gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 6. mars 2018 17:15 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Tilkynnt var um 52 innbrot í heimili eða einkalóðir til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í febrúar. Ekki hafa borist jafn margar tilkynningar um innbrot frá því í desember árið 2012. Tilkynningum um innbrot fjölgaði nokkuð í febrúar miðað við síðustu tólf mánuði á undan og þar af fjölgaði innbrotum á heimili eða einkalóðir mikið, að því er segir í tilkynningu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um afbrotatölfræði fyrir febrúarmánuð. Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á þessum brotum er sögð miða vel. Lögreglan hefur gert húsleitir allvíða á höfuðborgarsvæðinu og lagt hald á mikið af þýfi. Unnið er að því að hafa samband við þolendur innbrota svo hægt sé að koma hlutum aftur í réttar hendur og segir lögreglan að vel hafi gengið í þeim efnum. Vinnan sé þó óneitanlega nokkuð tímafrek. Lögregla telur víst að um skipulagða brotastarfsemi sé að ræða. Í febrúar voru 646 hegningarlagabrot tilkynnt lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Skráður fjöldi tilkynninga var nokkuð undir meðalfjölda síðustu sex og síðustu tólf mánaða á undan. Auk hegningarlagabrota fækkaði skráðum þjófnaðarbrotum, meiriháttar eignaspjöllum, fíkniefnabrotum og akstri undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Það sem af er ári hafa þó verið skráð um 77 prósent fleiri brot vegna aksturs undir áhrifum ávana- og fíkniefna en höfðu verið skráð að meðaltali fyrstu tvo mánuði áranna 2015 til 2017.
Lögreglumál Tengdar fréttir Tímafrekt að koma þýfi til þolenda Lögreglan segir rannsókn vegna fjölda innbrota á höfuðborgarsvæðinu ganga vel og hald hafi verið lagt á mikið þýfi. 14. mars 2018 16:52 Eigendur bera kennsl á þýfi og meintir þjófar áfram í haldi "Það er herjað á okkur, virðist vera,“ segir Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn um innbrotahrinu á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu. 8. mars 2018 07:00 Þjófarnir sækjast eftir skartgripum: „Virðast vita hvar Íslendingar geyma þetta“ Tuttugu og sex innbrot voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í febrúar, flest í Garðabæ, Grafavogi og Kópavogi. 5. mars 2018 18:45 Áfram í gæsluvarðhaldi vegna innbrotahrinu Karlmaður var í dag úrskurðaður í tveggja vikna áframhaldandi gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 6. mars 2018 17:15 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Tímafrekt að koma þýfi til þolenda Lögreglan segir rannsókn vegna fjölda innbrota á höfuðborgarsvæðinu ganga vel og hald hafi verið lagt á mikið þýfi. 14. mars 2018 16:52
Eigendur bera kennsl á þýfi og meintir þjófar áfram í haldi "Það er herjað á okkur, virðist vera,“ segir Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn um innbrotahrinu á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu. 8. mars 2018 07:00
Þjófarnir sækjast eftir skartgripum: „Virðast vita hvar Íslendingar geyma þetta“ Tuttugu og sex innbrot voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í febrúar, flest í Garðabæ, Grafavogi og Kópavogi. 5. mars 2018 18:45
Áfram í gæsluvarðhaldi vegna innbrotahrinu Karlmaður var í dag úrskurðaður í tveggja vikna áframhaldandi gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 6. mars 2018 17:15