Geimsjónauki NASA á síðustu dropunum Kjartan Kjartansson skrifar 15. mars 2018 12:18 Teikning af Kepler-geimsjónaukanum sem nú er að syngja sitt síðasta. NASA Ames/JPL-Caltech/T Pyle Eldsneyti Kepler-geimsjónauka bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA þrýtur á næstu mánuðunum eftir vel heppnaðan leiðangur sem hefur staðið yfir í níu ár. Á þeim tíma hefur sjónaukinn fundið þúsundir fjarreikistjarna á braut um fjarlægar stjörnur. Búist er við því að leiðangrinum ljúki á næstunni þegar eldsneytið klárast. Charlie Sobeck, stjórnandi Kepler-leiðangursins, segir hins vegar að honum verði haldið áfram eins lengi og hægt sé í grein á vefsíðunni Phys.org. „Kepler-teymið ætlar sér að safna eins mikið af vísindalegum gögnum og mögulegt er á tímanum sem er eftir og senda þau aftur til jarðar áður en við getum ekki lengur miðað geimfarinu til að senda göng þegar við missum hreyfla sem ganga fyrir eldsneyti,“ segir Sobeck. Kepler-sjónaukanum var skotið á loft árið 2009 og var komið fyrir um 150 milljón kílómetrum á eftir jörðinni á braut hennar um sólina. Markmið leiðangursins var að koma auga á mögulega lífvænlega hnetti á braut um aðrar stjörnur. Meginleiðangrinum lauk árið 2013 eftir að tvö hjól sem héldu sjónaukanum stöðugum biluðu. Verkfræðingar leiðangursins fundu hins vegar hugvitsamlega lausn á vandamálinu og notuðu þrýsting frá sólarljósi til þess að halda sjónaukanum stöðugum og framlengja leiðangurinn. Ending sjónaukans á þessu seinna skeiði hans hefur farið fram úr vonum vísindamanna. Hann hefur nú þegar farið í gegnum sextán áfanga þriggja mánaða athugana á mismunandi hlutum næturhiminsins í leit að fjarreikistjörnum. Sautjándi áfanginn hófst fyrr í þessum mánuði. Tækni Vísindi Tengdar fréttir Hundruð nýrra fjarreikistjarna bætast í hópinn Tíu af 219 nýjum fjarreikistjörnum sem hafa fundist við greiningu á gögnum frá Kepler-geimsjónaukanum gætu hugsanlega verið heppilegar fyrir fljótandi vatn, undirstöðu þess að líf eins og við þekkjum það geti þrifist. 20. júní 2017 10:32 Gervigreind fann sólkerfi með átta reikistjörnur Búið er að finna jafningja sólkerfis okkar. 14. desember 2017 23:05 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Eldsneyti Kepler-geimsjónauka bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA þrýtur á næstu mánuðunum eftir vel heppnaðan leiðangur sem hefur staðið yfir í níu ár. Á þeim tíma hefur sjónaukinn fundið þúsundir fjarreikistjarna á braut um fjarlægar stjörnur. Búist er við því að leiðangrinum ljúki á næstunni þegar eldsneytið klárast. Charlie Sobeck, stjórnandi Kepler-leiðangursins, segir hins vegar að honum verði haldið áfram eins lengi og hægt sé í grein á vefsíðunni Phys.org. „Kepler-teymið ætlar sér að safna eins mikið af vísindalegum gögnum og mögulegt er á tímanum sem er eftir og senda þau aftur til jarðar áður en við getum ekki lengur miðað geimfarinu til að senda göng þegar við missum hreyfla sem ganga fyrir eldsneyti,“ segir Sobeck. Kepler-sjónaukanum var skotið á loft árið 2009 og var komið fyrir um 150 milljón kílómetrum á eftir jörðinni á braut hennar um sólina. Markmið leiðangursins var að koma auga á mögulega lífvænlega hnetti á braut um aðrar stjörnur. Meginleiðangrinum lauk árið 2013 eftir að tvö hjól sem héldu sjónaukanum stöðugum biluðu. Verkfræðingar leiðangursins fundu hins vegar hugvitsamlega lausn á vandamálinu og notuðu þrýsting frá sólarljósi til þess að halda sjónaukanum stöðugum og framlengja leiðangurinn. Ending sjónaukans á þessu seinna skeiði hans hefur farið fram úr vonum vísindamanna. Hann hefur nú þegar farið í gegnum sextán áfanga þriggja mánaða athugana á mismunandi hlutum næturhiminsins í leit að fjarreikistjörnum. Sautjándi áfanginn hófst fyrr í þessum mánuði.
Tækni Vísindi Tengdar fréttir Hundruð nýrra fjarreikistjarna bætast í hópinn Tíu af 219 nýjum fjarreikistjörnum sem hafa fundist við greiningu á gögnum frá Kepler-geimsjónaukanum gætu hugsanlega verið heppilegar fyrir fljótandi vatn, undirstöðu þess að líf eins og við þekkjum það geti þrifist. 20. júní 2017 10:32 Gervigreind fann sólkerfi með átta reikistjörnur Búið er að finna jafningja sólkerfis okkar. 14. desember 2017 23:05 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Hundruð nýrra fjarreikistjarna bætast í hópinn Tíu af 219 nýjum fjarreikistjörnum sem hafa fundist við greiningu á gögnum frá Kepler-geimsjónaukanum gætu hugsanlega verið heppilegar fyrir fljótandi vatn, undirstöðu þess að líf eins og við þekkjum það geti þrifist. 20. júní 2017 10:32
Gervigreind fann sólkerfi með átta reikistjörnur Búið er að finna jafningja sólkerfis okkar. 14. desember 2017 23:05